Já hér er hann kominn, 4. kaflinn af sagnabálki undratöfraheimsins. Ég hef iðað í skinninu yfir því að skrifa þennan hluta en kem honum ekki inn fyrr en núna vegna vandræða með að koma þessu á tölvutækt form. En spennan verður magnþrungin með hverjum kafla sem líður og mæli ég með að þið lesið.
Já og endilega gefið eitthvert álit, bara til að fá að vita hvernig ykkur finnst þetta.

————————————————-

The Mistery's Revenge 4. Kafli: Thundershock

Það var stikknandi hiti. Eyðimörkin Ji'hima norð vestur af vestur strönd Namibíu. Enginn dirfðist þangað því þar beið manns aðeins dauði ef maður hætti sér inná þetta svæði eyðingar, þurrka og sandstorma en allir með fullu viti hættu sér aldrei inná eyðimerkur að ástæðulausu en án vatns eða matar höfðu tvær manneskjur verið að staulast áfram gegnum þetta óðsmannssvæði, eða að minnsta kosti annar þeirra.
,,Hversu mikið lengra?“ spurði svavar Grimrep.
Í miðri eyðimörk, hann var búinn að ganga í u.þ.b. 1 og hálfan klukkutíma núna (þó honum fannst nánast ógerandi að gera sér grein fyrir tímanum) með manni sem hann hafði ekki hitt fyrr en um hádegi þennan sama dag. Honum leið einsog það væri verið að steikja hann lifandi, sem var einmitt verið að gera. Munnurinn á honum var einsog þakktur UHU lími að innan svo þurr var hann.
,,Ekki mikið lengra mundi ég halda, við ættum í rauninni að vera koma.” sagði Grimrep.
Svavar leit á þennan einkennilega mann sem hann þekkti ekki nema vin foreldra sinna einsog hann hafði kynnt sig áður. Hann hafði gengið í þessum brúna kufl allan tíman og með svo mikið hár og skegg vissi Svavar ekki hvernig hann gat haldið út í þessum hita.
,,Til hvers erum við líka eiginlega að labba í gegnum þessa eyðimörk og hvert erum við að fara?“
Enginn venjulegur maður hefði lent í þessum aðstæðum sem Svavar var í, að elta ókunann mann inná svæði einsog Ji'hima og Svavar hugsaði með sér að hann hefði aldrei elt hann hefði ekki komið með hring föður síns.
,,Ekki núna, það kemur allt í ljós þegar við höfum komið á áfangastað.”
Svavar hafði búist við þessu svari. Hann fann að hann var á seinustu orkukalóríunum sínum núna. Hvað ef það liði yfir hann? mundi þessi maður bjarga honum einhvernveginn, hann gat ekki annað en treyst honum sem honum fannst einhvernveginn líka það rétta í stöðunni, þegar hann leit á manninn þá fannst honum einhvernveginn, jafn fráleitt og það virtist að sólarljósið skini af honum.
En þá hvað í hverju, stoppar Grimrep allt í einu. Svavar hugsar með sér hvað nú. Þeir standa í miðri lægð í sandinum þar sem algjört logn var og sand hólar risu upp í kringum þá hver á fætur öðrum.
,,Bíddu hér.“ segir Grimrep.
Hann labbar dældum steini sem lítur út einsog allir hinir en Grimrep labbar beint að honum tekur hann upp og grípur sand úr dældinni á steininum í greipar sér og fleygir honum útí loftið. Sandurinn glampar í loftinu og fýkur útá víðavang skammt frá þar sem Grimrep stendur.
,,Jæja komdu.”
Svavar stendur í smá stund.
,,Hvert erum við að fara?“
,,Norður.” svarar Grimrep.
,,Norður? ætlaru í alvöru að breyta um stefnu því að vindurinn feykti einhverjum sandi Norður?!?!“ sagði svavar æstum rómi.
,,Komdu bara.” sagði Grimrep og brosti útundan.
Svavari var orðið heitt í hamsi, vissi þessi maður í rauninni eitthvað hvert hann væri að fara? Ætli hitinn hafi kannski löngu gert hann klikkaðan. Svavar var við það að mótmæla aftur þegar hann fattaði það. Hann horfði fram fyrir sig á sítt og gamalt hár Grimreps sígandi langt niður á bak, það bærðist ekki. Einsog hann hafði gert sér grein fyrir áður þá var enginn vindur hérna, hvernig gat sandurinn fokið? Svavar ákvað að geyma spurningar þangað til þeir væru komnir útúr þessum stað.
Svavar hafði dregist aðeins afturúr og var að strita við að drífa sig upp sandhlíðina norður á eftir Grimrep sem hafði stansað efst uppá sandhólnum. Svavar eyddi seinustu kröftunum í að staulast upp á hæðina en hneig niður þegar hann kom upp.
,,Getum við tekið pásu í smá stund, gerðu það.“ biður hann Grimrep með munnin svo þurran að það var einsog UHU límið væri harnað núna.
Grimrep leit niður á hann: ,,En við erum komnir”
Svavar stendur upp og lítur niður hæðina. Það var önnur lægð allveg einsog sú fyrri nema hvað að eitthvað annað var í þessari. Þarna var bær álíka stór og fótboltavöllur (ammerískur sem enskur), Svavar elti Grimrep niður að bænum en þegar þeir nálguðust tók Svavar eftir að hitinn lækkaði þarna niðri og leit síðan niður og starði á steinhellurnar sem hann gekk á, öll jörðin var þakin steinhellum og vatn sem kom frá brunni í miðjum bænum rann jafnvel milli sumra hellnanna. Bærinn var byggður úr venjulegum múrsteinum sem maður findi venjulega ekki í eyðimörkum Namibíu. Húsin voru byggð upp úr þessum steinum og flest með timburþaki.
,,Af hverju nær hitinn ekki hingað?“ Svavar leit á Grimrep.
,,Kíktu upp” svaraði Grimrep.
Svavar leit upp. Hann sá varla nokkurn skapaðan hlut, aðeins blátt skyggt svæði einsog þegar einhver vill ekki láta sýna sig í sjónvarpi og sá aðeins móta fyrir geislum sólarinnar.
,,Hvernig er þetta hægt og hvaða fólk er þetta?“ Svavar sá nú að fólk var farið að koma útúr húsunum og farið að horfa á þá.
,,Ég útskýri það inni” sagði Grimrep.
Svavar elti Grimrep inní eina hús bæjarins sem var öðruvísi en hin. Grimrep lauk upp eikarviðarhurðinni á húsinu og gekk inn.

————————————————-

Jæja, það sem átti að vera 4. kafli verð ég að skipta í 4. og 5. kafla, svo 5. kafli kemur á næstunni þar sem ég er búinn að búa hann til, hélt bara ekki að þetta mundi vera svona langt. En ég get huggað mig við að 5. kafli verður athlægi það má bóka, all the way to the bank.
En endilega skrifið comment, ég vil vita hvernig almúganum finnst.