Eru þið til í að lesa þetta og segja mér álit ykkar því þetta er eiginlega fyrsti spuninn minn og mig langar að hafa hann rosa flottan

ATH - Spuninn á að gerast um svipað leyti og 6.bókin

Þið vitið eflaust að maður þarf ekkert að vera öðruvísi eða sérstakur til að lenda í hættulegum og dularfullum ævintýrum. Ástæðan fyrir því að ég segji þetta er að ég er ekkert sérstök manneska frekar en þú eða maðurinn í næstu íbúð þó hver og einn sé einstakur. Ég heiti Sara Parker og mig langar til að segja ykkur mína sögu.

Ég vaknaði á sólríkum mánudagsmorgni í sumarleyfinu sem færi brátt að ljúka en ég átti brátt von á bréfinu frá Hogwarts en mamma stóð alveg föst á því að ég hefði galdramátt. Ég var næstum jafn viss en eldri systir mín Anna verður alltaf fárveik eftir að við höfum rifist og mamma kallar það galdrahæfileika, ég kalla það heppni. En ég var samt á sömu skoðun og mamma að ég væri galdramaður eða kanski vonaði ég það bara. Pabbi var nefninlega eini galdramaðurinn í sinni fjölsyldu og systir mömmu var skvibi og ég hafði aldrei á ævinni framið neitt sem mætti kalla galdra að mér fannst.


Ég brá mér í stutta, kalda sturtu og klæddi mig svo í snatri og hljóp niður í eldhús þar sem bæði mamma og Anna sátu við eldhúsborðið og borðuðu morgunmat. Ég skellti morgunkorni í skál og settist við borðið. “ Er pabbi farinn að vinna? ”
spurði ég. Pabbi minn vann við galdrakústagerð og var oftast mættur snemma í vinnuna. “ Já, það var neyðartilvik, Stuart lærilingurinn hans misti stjórn án nokkrum kústum svo pabbi þinn fór að smala þeim saman, þeir fóru víst allir í sitthvora áttina…” ,
sagði mamma um leið og hún kúfaði skálina mína af heitum hafragraut. “ Þú fékkst bréf áðan Sara, viltu ekki lesa það ? ”
spurði Anna . Ég leit á eldhúsborðið. Tvö gullleitt pergamentumslag með samragðgrænu heimilisfanginu okkar skrifað á láu undir kaffibolla. Annað var líklega til Önnu. “ Ætlarðu ekki að lesa þitt Anna? ” spurði ég. “ Ég ætlaði nú bara að vera kurteis og bíða eftir þér,” sagði hún með uppgerðar hneykslunartón. “ Kastaðu því til mín.” sagði ég. Anna kastaði því til mín eins og frispí-disk. Ég dró pergamentskjal upp úr umslaginu og las það sem stóð þar. “ Mamma, hvenær getum við farið að kaupa skóladótið? ” spurði ég um leið og ég var búin að lesa bréfið. “ Pabbi ykkar ætlaði að taka ykkur með í vinnunna á morgun og þá gætuð þið farið tvær að kaupa allt sem ykkur vantar. ” “Heyrðu, mamma, það þarf soldið mikið af allskonar skrýtnu dóti fyrir vörn gegn myrku öflunum, ” sagði ég meðan ég renndi yfir allskonar skrýtna hluti eins og læðupokamæli og fjendasjá. “ Það kemur mér nú ekki á óvart, ekki fyrst þú-veist-hver snéri aftur, ” svaraði mamma áhyggjufull. “ Ég býst við því að það séu bara fyrsta árs nemarnir” Það er nú slatti af því já, “ svaraði ég.
” En við spáum betur í það á morgun, " svaraði mamma um leið og hún byrjaði að ganga frá diskunum sínum.
just sayin'