1. Barty yngri var ekki drepinn (eða sálin tekin úr honum). Þetta mun hafa ákveðin áhrif á 5. því að þarna hefur galdramálaráðuneytið góða sönnun yfir því að Voldimort sé kominn aftur.
Þeir gætu samt látið hann deyja í byrjun 5. myndarinnar.
2. Harry fór aldrei í tíma með Hagrid eða Trewlani(Man ekki hvernig það var skrifað), í rauninni fór hann ekkert í tíma. Átti þetta ekki að vera skóli? Það eina sem að þau lærðu var að dansa! Mér langaði líka í alvörunni að sjá “Blast-ended svrewds” (Aftur, man ekki alveg hvernig á að skrifa).
3. Öll skrímslin og gildrurnar í völundarhúsinu. Ég skil reyndar alveg af hverju þeir slepptu þeim. Fyrsta gildran (var eitthvað nafn á henni?) var frekar asnaleg, Þetta með að finnast að veröldin sé á hvolfi væri frekar asnalegt í bíómynd. Spinxinn væri líka frekar asnalegur. Stórt og ógnvekjandi skrímsli kemur fram, segir: “Svaraðu spurningu minni eða deyðu.”, sest svo í hægindastól, setur á sig gáfumannagleraugu og segir gátuna. Lesið nr. 2. vegna “Blast-ended svrewds”.
4. Ron/Hermione sambandið var allt of augljóst. Í rauninni hefur það verið of augljóst frá mynd 2. en mér finnst það alltaf jafn pirrandi.
“Ég vil ekki læra að bíða og bíða,