Við höfum kynnst Weasley fjölskyldunni í gegnum Harry Potter bækurnar því að eins og nánast allir vita er Ron Weasley besti vinur Harrys. Sú Weasley fjölskylda ( ekki það að það séu einhverjar aðrar í bókunum ) sem hér greinir frá kemur frá Arthur Weasley og Molly Weasley (áður Prewett), konunni hans. Þau eiga sex syni (tel frá elsta til yngsta) : Bill, Charlie, Percy, Fred, George og Ron. Þau eiga líka eina dóttur, Ginny. Í margar kynslóðir höfðu aðeins drengir fæðst inn í Weasley fjölskylduna svo að fæðing Ginny Weasley var heldur sér á kanti.
Allir Weasley krakkarnir hafa rautt hár og freknur. Krakkarnir virðast skiptast niður í tvo geira hvað varðar líkamsbyggingu. Bill, Percy og Ron eru hávaxnir og slánalegir. Charlie og tvíburarnir eru hinsvegar sterklegir og svolítið styttri. Ginny er lýst sem lítilli en hefur þó ekki þessa sterklegu byggingu Charlies og tvíburanna.
Weasley fjölskyldan hefur svokallað “hreint blóð” og er hægt að rekja hreinræktaða Weasleya langt aftur í aldir og þess má til gamans geta að þau eru m.a. skyld Siriusi Black og Malfoy fjölskyldunni. Hinsvegar eru þau blóðsvikarar upp til hópa og ég efast ekki um að Arthuri yrði skemmt ef að hann fengi Mugga/hálfmugga/einhvern muggafæddann inn í fjölskylduna. Fjölskyldan á ekki mikinn pening en skortur á auði kemur ekki í veg fyrir að þau eru gömul,virt og stolt (og hreinræktuð) galdrafjölskylda. Þrátt fyrir þau litlu fjárráð sem fylgdu því að eignast stóra fjölskyldu, þá virðast Arthur og Molly alltaf ná að skrapa saman því sem þarf fyrir bókum og öðrum hlutum í skólann á hverju ári. Líklega var erfiðasta skólaárið 1992 – 1993 (Leyniklefinn). Það var fyrsta árið þar sem að fimm Weasley krakkar voru á sama tíma í Hogwarts. Það voru Percy, tvíburarnir, Ron og Ginny. Þá voru líklega líka dýrustu bækurnar eða 7 bækur eftir Lockhart á hvert = 35 Lockhart bækur (hvílík sóun á peningum).
Í Hogwarts hafa Weasleyarnir alltaf verið flokkaðir á Gryffindor heimavistina. Næstum allir strákarnir þeirra (það er að segja allir nema Fred og George) hafa orðið umsjónarmenn og tveir þeirra , Bill og Percy, hafa orðið nemendaformenn. Fimm barnanna hafa verið í Quiddichliði Gryffindor, Charlie sem var leitari og einnig fyrirliði, Tvíburarnir sem voru varnarmenn, Ron sem er gæslumaður og Ginny sem var leitari en er núna sóknarmaður.
Þar sem það eru svona margir Weasleyar, hvarflar kannski að manni að hugsa um hvort þau komist öll lífs af í gegnum stríðið við Þann Sem Ekki Má Nefna. En sem komið er er það alvarlegasta sem hefur gerst að varúlfurinn Fenrir Greyback réðst á hann og hann verður með mjög ljót ör fyrir lífstíð. Nei þetta er ekki fallegt en þó betra en ef hann hefði dáið. Svo er það góða hliðin, Bill og Fleur Delacour (hún keppti fyrir Beauxbatonsskóla á þrígaldraleikunum 1995 og endaði í 4. sæti) eru að fara að gifta sig sumarið 1997 og ætli fjölskyldan stækki ekki eitthvað út frá því.
E.S. Tímapunktur bókanna núna er júní 1997.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.