Já, ég fór á Harry Potter á föstudaginn og var ekki með miklar né litlar væntingar. (passaði mig á því ;O).
Ég mætti niður í Sambíóum í Álfabakka, voðalega hress og kát, klukkan hálf 7. (já ég er svolítið hörð á því að fá góð sæti).
Ég og kærastinn biðum þarna í rólegheitum eftir að fólkið streymdi inn þar til klukkan 8. Þá datt einhverjum snillingi það í hug að opna (taka bandið frá) svo við náttúrulega streymdum að lokaðri hurðinni og vorum þar í troðningi í 10 mínútur og aumingja starfsfólkið varð að ýta á okkur til að komast í gegn.
En við lifðum af og komumst inn í salinn ósködduð, en þó ekki allir. Heyrði einhvern öskra (enda engin furða).
Myndin byrjaði ekki eins og alltaf á því að Harry er staddur heima hjá sér.
Myndin byrjaði á draumnum, það fannst mér mjööög mikilvægt. Í bókinni vissi maður ekki að þetta væri draumur og ekki í myndinni heldur.
Það var farið alltof hratt yfir Quidditch leikinn! (persónulega langaði mig til þess að sjá spennuna í leikunum og æsinginn) Allt í einu voru þau á leikvanginum og aðra stundina inn í tjaldi og þá þriðju úti að týnast því allt í einu voru drápararnir mættir á staðinn.
Drekarnir voru vel gerðir samt, ekki eins og illa gerði (fyrigefið) varúlfurinn…
Í völundarhúsinu mátt nú alveg leggja meir í að gera þrautir. Eins og þegar Harry hittir griffin og þarf að leysa gátu. Það hefði verið svolítið krydd…
Litli yndislegi kvenkyns húsálfurinn var ekki í myndinni, fannst það svolítið eyðileggja því Hermione var nú að berjast fyrir réttindum þeirra. Enda sýnir það líka hvað húsálfar þurfa að þola að hálfu húsbónda síns. En maður getur nú að öðru leiti alveg skilið af hverju því var sleppt, þetta gerði ekkert fyrir myndina nema að eyða plássi kannski.
Þessi asnalegu höfuðföt á þessum asnalegu drápurum og þessi asnalegu grímur fannst mér svo asnalegt…. ef þið tókuð ekki eftir því :O)
Hvað var eiginlega málið með þessa ku-klux-klan hatta?
Það sem pirraði mig samt mest var hvað andlitið á t.d. Karkaroff var sýnt þegar hann lokaði hurðinni þar sem eldbikarinn var. Af hverju ekki að leyfa fólki að njóta vafans?
Fleur var náttúrulega ekkert “undurfögur” svo að allir strákarnir myndu horfa á hana. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var það bara Ron. Svo kom það ekkert fram að Fleur væri hálf blönduð (auk þess sem við myndum ekkert vita hvað það væri ef það hefði verið sagt því það var ekki bent á það á Quidditch-mótinu). Þessu atriði mátti alveg sleppa, ekkert notagildi.
Atriðið með Voldemort fannst mér bara svakalega töff!
Ég skil ekki suma sem fannst þetta svona hroðalegt. Voldemort var jú ljótur, en ég meina, á hann ekki að vera það?
Hann átti að vera með rifur í staðinn fyrir nef. Hann er tákn alls hins illa í heiminum og þess sem við óttumst. Hann var með nýjan líkama. Af hverju á hann að vera eitthvað flottur?
Hver veit kannski verður hann meira fallegri í næstu mynd. Kannski kominn með hár :O)grrr..
Ég veit ekki með ykkur en ég hefði viljað heyra Dumbledor segja “skál” fyrir Cedric eins og hann gerði í bókinni.
En áttum við ekki að hitta álfana í eldhúsin?
Eða var að seinna? :O/
Í heildina fannst mér hún vera nokkuð góð. Meira lagt í að gera hana fyndna en sorglega. Rosalega velheppnuð miðað við allt það efni sem þurfti að komast til skila. En auðvitað er maður aldrei ánægður með Harry Potter mynd, það er alltaf eitthvað sem vantar. Alveg eins og með LOTR. Vá hvað ég vildi sárlega sjá Tom Bombadil. Æðislegur caracter :O)
En já, hefði mátt leggja meir í að gera hana holmeiri :OP
Vatn er gott