Fyrir allra hörðustu aðdáendur sem vilja ekki vita neitt um það sem gerist í myndinni… EKKI SKROLLA NIÐUR!























Já, ég fór á myndina áðan og varð bara fyrir vonbrigðum.

Byrjum á þessu góða. Ronald Weasley var æðislega leikinn, eins og venjulega.

Vont.

Micheal Gambon (Dumbledore) talaði eins og hann væri fullur alla helvítis myndina og hversu smámæltur getur einn maður verið!?

Þegar Harry var búinn að vinna og allt það þá fékk hann ekki einu sinni peninginn heldur bara bikar… hvernig eiga Weasley tvíburarnir núna að halda áfram með sjoppuna sína?

Lord Voldemort, illa leikin, alls ekki scary. HANN ER EKKI ÖRVHENTUR! hann gat ekki einu sinni haldið rétt á sprotanum sínum.

Dumbledore, hræðilega leikinn… var alltaf eins og reiður útí Harry sem hann átti svo sannarlega ekki að vera í þessari mynd.

Hvað varð um litla dunderíið hennar Hermoine: S.P.E.W also known as S.Á.R.


Heimsmeistarakeppnin var bara leiðinleg. Ég var búinn að hlakka rosalega til að sjá það… neinei ekki einu sinni séð þegar þeir byrja að spila… bara tekin smá mynd af Krum að fljúga og búið.


Hvað er málið? Karkaroff átti ekki að segja fólkinu að Barty Crouch Junior hefði verið Death Eater! Plús það að hann átti að grátbiðja föður sinn um vægð þegar réttað var yfir honum í bókinni.


HVAR VAR LUDO BAGMAN… það var ekki minnst á hann einu orði!

Conclusion: Þetta var mynd sem allra hörðustu Potter aðdáendur ættu ekki að hafa gaman að!

Hrmpf.