Nei, en ef það ætti ekki að þýða þetta orð, og ekki þetta orð og ekki þetta orð, þá væri bókin hreint út sagt á hræðilegri íslensku. Manna nöfn á ekki að þýða, en flest allir hlutir í okkar heimi eiga sér orð á öllum tungumálum. Ef þau ættu það ekki töluðu allir sama tungumál!
Verum stolt af okkar máli, það á ekki að þurfa að hafa allt á ensku.
Það hefði ekkert gefið fyrir mig að hafa “horcrux” í íslenskri þýðingu, en ég áttaði mig samt á því að helkross væri eitthvað ógnvænlegt, en hefði ekki gert það með “horcrux”!
P.S.
Þó þú sért góður í ensku þá er það ekki þar með sagt að allir séu það!