Ég hef séð að almenn óánægja er með nýjustu þýðinguna á Harry Potter, en ef við Hugarar erum svona á móti þessum hreint útsagt hræðilegu þýðingum hvernig væri þá bara að senda inn til Bjarts bréf þar sem hugarar(þeir sem myndu skrá sig hérna á síðunni) bjóðast til að taka sig saman og þýða bókina(frýtt eða gegn smá þóknun), að láta alla þá hugara sem eru trúir bókunum, geta rætt saman um hinar ýmsu þýðingar, og svo er ákveðið hvað ákveðin orð og nöfn eiga að vera á íslensku, svo fær einn og einn hugari kannski 1-5 kafla til að þýða og fær viku til tvær til þess, og þá erum við komin með miklu fljótlegri og hentugri leið við að þýða þessar bækur sem við viljum ekki að sé misþyrmt með hræðilegum þýðingum eins og skrimgur og helkross(sem er þó skárra en Skrimgur)
P.S. ég vissi ekkert hvert ég átti að senda þetta en ákvað að senda þetta hér því það eru búnar að vera miklar kvartanir varðandi nýjustu þýðinguna
“Two things are infinite: the universe and human stupidity; and I'm not sure about the the universe.”