Mér fannst nr.3,5 og 6 eiginlega bestar. Nr.4 fannst mér eiginlega vera svo lítið flöt. Hún var voðalega langdregin og margt fannst mér eiginlega óþarfi.
En bók 6 kom mér mjög á óvart. Ef hér er einhver sem hefur ekki lesið hana þá mun ég ekki skrifa nein nöfn.
Það kom mér rosalega á óvart hver dó. Þetta var frekar mikilvæg persóna (eða það fannst mér). Það kom mér líka alveg rosalega á óvart hver var the half-blood prince. Ég var alveg búin að ákveða allt í huganum, var búin að ímynda mér hver dó og hver var prinsin, svona kemur þetta manni alltaf á óvart.
En það var líka skírt svo mikið. Maður komst aðeins innan í hugarheim Voldemorts. Skildi miklu meira.
Mér fannst bókin hafa frekar fáa galla, það var helst kannski fyrsti kaflin hann var fínn…..en aðeins of dramatískur. Svo var þetta svona frekar langdreginn kafli.
Allt það sem Harry sér og er lýst er mjög vel lýst. HVernig hann lýsti nýja karakternum sem var kennari.
Svo var náttúrelga endirinn rosalega flottur. Hvernig hún lýsir því þegar ********* deyr.
Mér fannst þessi bók alveg æðisleg og mæli með henni. En skil ekki hvernig ég nennti að lesa hana alla á ensku, er frekar stolt af því. En allavegana er þessi bók orðin mín uppáhalds Harry Potter bók.
Takk fyrir solabola
nú á ég fullt af úrvals kartöflum dirilídæ