Var að leika mér að gera þennan spuna fyrir nokkru, fékk eiginlega hugmyndina frá mynd af Artdungeon: http://www.artdungeon.net/doodles/template.php?p=krum01
Engir spoilerar eða neitt þannig (nema úr fjórðu bókinni).
Hermione gekk uppgefin inná bókasafnið eftir mjög krefjandi tíma í fornum rúnum. Hún lagði töskuna frá sér við eitt borðið, fegin að losna við byrðina af öxlunum. Svo gekk hún um bókahillurnar í leit að gagnlegum bókum sem að hún gæti notað við heimalærdóminn. Hún safnaði bókunum saman í bunka, settist við borðið og byrjaði að fletta upp í Allt um forn tákn og rúnir.
Hún var niðursokkin við lesturinn þegar Viktor Krum gekk inn á safnið. Hún leit við og dæsti, von bráðar yrði friðurinn á safninu líklega rofinn af flissandi stelpum bak við bókahillurnar. Krum gekk að á milli hillanna og settist svo niður við borð á móti henni með nokkrar bækur í fanginu.
Hermione tók upp stílabók úr töskunni og byrjaði að skrifa glósur upp úr bókinni. Eftir smá stund gaut hún augunum að borðinu þar sem Krum sat. Hann var að horfa á hana. Hún lét sem að hún sæi það ekki og snéri hausnum að bókinni og reyndi að einbeita sér, en gat ekki hætt að velta fyrir sér af hverju hann starði svona á hana. Var hún með eitthvað framan á sér?
Eftir smá stund stóð Krum upp af stólnum og gekk hægt að borðinu hennar, álútur og með hendur í vösum. Hermione vissi ekki hvað hún ætti að gera, leit svo á hann og reyndi að vera róleg, hún var bæði svakalega stressuð og forvitin. Af hverju stóð hann þarna?
“Fyrirgeffðu, má ég nokkuð sitja hérna hjá þérr?” Rödd hans var mjög dimm og með sterkum búlgörskum hreim.
Hún starði á hann.
“Ööö… Já, allt í lagi,” sagði hún taugaóstirk og benti á stólinn á móti sér. Hann settist á stólinn og horfði á hana í smá stund.
“Þú heitir Herramjóne Granker, er það ekki?” spurði hann svo. Hún vissi ekki hvað hún ætti að segja.
“Hermione Granger, já,” sagði hún loksins.
“Ég heff verið að reyna að tala við þig mjög lengi, en heff alldrei kommið mér í það. Þess vegna heff ég verið svona mikið hérna á saffninu.”
Þetta var mjög vandræðalegt. Í andartak hvarflaði það að henni að hlaupa út um dyrnar, en forvitnin hélt henni fastri. Af hverju vildi hann fá að tala við hana? Hverju vildi hann koma frá sér?
“Villtu koma með mérr á Jólaballið ?”
Hermione starði á hann. Hakan á henni seig niður.
“Aaa…” Hún kom ekki upp orði. Var ein stærsta Quidditch hetja í heiminum að bjóða henni, henni, að verða dansfélagi sinn á Jáladansleiknum? Þetta gat ekki verið. Viktor Krum að bjóða henni á dansleikinn?
“Eða erttu búin að lofa að farra með öðrumm?” Hann reif hana upp úr hugsunum sínum. Svo brosti hún taugaóstirk.
“Nei, jú, það væri mjög gaman.” sagði hún. Í fyrsta skipti sá hún hann brosa. Hann var nú ekki beint myndarlegur, en innan við þykku augnarbrúnirnar og arnarnefið gat hún greinilega séð góðvildina skína úr andliti hans.
“Allt í lagi! Eiggum við þá að hittast fyrir frmman stórrasalinn, hálff átta á jáladagginn?” spurði hann.
“Já, allt í lagi,” svaraði hún. Það varð vandræðaleg þögn.
“Jæja, ég ættla þá að fara.” sagði hann. Hún kinkaði kolli þegar hann gekk út af safninu. Um það bil tuttugu sekúntum seinna tók hún saman dótið sitt og gekk af stað í átt að stórasalnum.
Hún var svo niðursokkin í hugsanir sínar að hún tók ekki eftir því þegar Ginny hljóp hana uppi.
“Hæ, nennurðu að verða samferða í mat?” spurði Ginny, “Hermione? Hvað er að?” spurði hún þegar Hermione svaraði henni ekki.
Hún leit hægt á Ginny, mjög fjarlæg til augnanna eins og hún væri að horfa á eitthvað en sæi það ekki.
“Krum var að bjóða mér á ballið.” sagði Hermione allt í einu.
“Krum? Hvaða…” svo saup hún hveljur. “Viktor Krum?” Hermione kinkaði kolli.
“Hermione, það er frábært! Vá.. Viktor Krum!” síðan hló hún. “Veistu hvað, Þú ættir ekki að segja srtákunum þetta, Ron á eftir að drepast úr öfund!”
Hermione brosti.
Já, Ron átti svo sannarlega eftir að deyja úr öfund…