Það er skólinn og heimavinnan og skólinn og heimavinnan. Og þegar ég er ekki að sinna skólanum eða heimavinnunni eru það vinirnir og ég hef bara ekki þrek á kvöldin í það að skrifa ég bara leggst á koddann og sofna.
En ég er samt búin að skrifa fyrsta kaflann og er að verða búin að skrifa úrdrátt sem ég ætla að senda inn annaðhvort á Föstudaginn eða um helgina (ég lofa tíu fingur upp til guðs) og svo ef ég fæ úrdráttinn samþykktan þá ætla ég undir eins að senda fyrsta kaflann inn. Þannig að frá og með helginni, er öll ábyrgðin komin í hendur stjórnenda og hvað þeir eru lengi að lesa og samþykkja (vonandi) úrdráttinn og (ef þeir samþykkja úrdráttinn) fyrsta kaflann í spunanum mínum.
Oh já og ég er búin að finna nafn á spunann en ég ætla að hafa halda nafninu út af fyrir mig þangað til að fyrsti kaflinn kemur inn (ef hann kemur inn) á huga.is
Takk fyrirfram fyrir að vera svona þolinmóð og nenna að bíða nokkra daga aukalega, þið eruð öll æði.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.