Skoðun nr.1: Dumbledore er ekki dauður
Skoðun nr.2: Snape er ekki vondur
Skoðun nr.3: ”Dauði” Dumbledores var planaður
Röksemdirnar sem styðja skoðanirnar fyrir ofan
1. Ekki “Avada Kedavra!” heldur “Levicorpus!”
Þegar Dumbledore verður fyrir Drápsbölvun Snapes flýgur hann upp í loftið og úr turninum.
“Snape raised his wand and pointed it directly at Dumbledore. ”Avada Kedavra!“ A jet of green light shot from the end of Snape's wand and hit Dumbledore squarely in the chest. Harry's scream of horror never left him; silently he was forced to watch as Dumbledore was blasted into the air. For a split second, he seemed to hang suspended beneath the shining skull, and then he slowly fell backward, like a great rag doll, over the battlements and out of sight.” (HBP bls. 596/556)
En í öllum öðrum tilfellum þar sem Drápsbölvunin er sýnd hefur manneskjan einfaldlega dottið niður á staðnum.
“He was screaming so loudly that he never heard the words the thing in the chair spoke as it raised a wand. There was a flash of green light, a rushing sound, and Frank Bryce crumbled. He was dead before he hit the floor.” (GoF bls. 15/19)
“From high above his head, he heard a high, cold voice say, ”Kill the spare.“ A swishing noise and a second voice, which screeched the words to the night: ”Avada Kedavra!“ A blast of green light blazed through Harry's eyelids, and he heard something heavy fall to ground beside him. Cedric was lying spread-eagled on the ground beside him. He was dead.” (GoF bls. 638/553)
Frá þessu dreg ég þá ályktun að Snape hafi sagt “Avada Kedavra!” en hugsað “Levicorpus!” og svo látið Dumbledore stoppa rétt svo yfir jörðinni áður en hann hugsaði gegnbölvunina.
2. Allt í lagi, kannski “Avada Kedavra!” líka…
En hvernig útskýrum við græna ljósið úr sprota Snapes og blóðið sem kemur út úr munni Dumbledores þegar Harry finnur hann liggjandi fyrir neðan turninn? Ég get svarað því líka.
Í 4. bókinni fær Harry að sjá Drápsbölvunina framkvæmda á kónguló, en það var Skröggur gamli sem sýndi hana. Svo segir Skröggur svolítið um Drápsbölvunina :
“Avada Kedavra's a curse that needs a powerful bit of magic behind it – you could all get your wands out now and point them at me and say the words, and I doubt I'd get so much as a nosebleed.” (GoF bls. 217/192)
Rúmu ári seinna reynir Harry sjálfur að framkvæma Ófyrirgefanlega bölvun á Bellatrix Lestrange í bardaganum í Galdramálaráðuneytinu :
“Hatred rose in Harry such that he had never known before. He flung himself out from behind the fountain and bellowed ”Crucio!“ Bellatrix screamed. The spell had knocked her off her feet, but she did not writhe or shriek with pain as Neville had – she was already on her feet again.” (OotP bls. 810/715)
Svo segir Bellatrix svolítið um Ófyrirgefanlegu bölvanirnar :
“Never used an Unforgivable Curse before, have you, boy?” she yelled. “You need to mean them, Potter! You need to really want to cause pain – to enjoy it …” (OotP bls. 810/715)
Þessir tveir upplýsingamolar segja mér það að maður geti stillt styrk Ófyrirgefanlegu bölvananna ef maður hefur nógu góða sjálfsstjórn, sem ég er viss um að Snape hafi þar sem hann getur lokað jafnvel Voldemort og Dumbledore út frá hugsunum sínum.
Ég held að Snape hafi stillt styrk bölvunarinnar þannig að Dumbledore varð meðvitundarlaus og særðist töluvert líkamlega, bara til þess að hann væri trúlegur sem lík.
3. Fawkes orðinn latur? Ég held ekki.
Fawkes reynir ekki að bjarga Dumbledore. Hollusta fönixins Fawkes til Dumbledore er mjög sterk. Þetta sést glögglega í lok 5. bókarinnar þegar hann bjargar Dumbledore frá Drápsbölvuninni :
“… one more jet of green light had flown at Dumbledore from Voldemort's wand and the snake had struck – Fawkes swooped down in front of Dumbledore, opened his beak wide, and swallowed the jet of green light whole. He burst into flame and fell to the floor, small, wrinkled and flightless.” (OotP pg 814/719
Við vitum að Fawkes var nálægt turninum, þar sem að hann birtist eftir “dauða” Dumbledores. En samt sem áður reynir hann ekki að bjarga Dumbledore frá Drápsbölvun Snapes. Ég held að þetta sýni fram á það að Dumbledore vildi ekki láta bjarga lífi sínu, og það styður þá kenningu að Dumbledore hafi planað frá upphafi að “deyja” uppi í turninum þetta kvöld.
4. Ekkert lík?
Við sjáum “líkið” þegar Harry kemur að því eftir bardagann innan í kastalanum, og fyrir utan hann reyndar líka. Svo sjáum við Hagrid bera líkið að grafhýsinu, en það sést í raun ekkert í líkið :
“Hagrid was walking slowly up the aisle between the chairs. He was crying quite silently, his face gleaming with tears, and in his arms, wrapped in purple velvet spangled with golden stars, was what Harry knew to be Dumbledore's body.” (HBP bls. 643/599)
Þar sem við sjáum í raun aldrei lík Dumbledores í jarðarförinni, hvernig getum við vitað hvort það var þarna yfir höfuð?
5. Hagrid og stóru eyrun hans
Harry er að tala við Hagrid eftir að það var eitrað fyrir Ron og Hagrid segir að hann hafi heyrt svolítið sem hann átti ekki að heyra.
” I was comin' outta the forest the other evenin' an' I overheard ‘em talking – well, arguin’. … I jus' heard Snape sayin' Dumbledore took too much fer granted an' maybe he – Snape – didn' wan' ter do it anymore … Dumbledore told him flat out he'd agreed ter do it an' that was all there was to it.“ (HBP bls. 405/380)
Þetta segir okkur að Snape er að fylgja skipunum Dumbledores, en það sem hann á að gera er erfitt eða óþægilegt að gera. Þetta segir okkur líka að Dumbledore hefur áætlun sem innifelur Snape og hann er viss um að áætlunin muni verða framkvæmd.
6. Kennara vantar í Varnir Gegn Myrku Öflunum : Aðeins 1 ár
Gerum lista yfir kennarana í Vörnum Gegn Myrku Öflunum sem Harry hefur haft :
Prófessor Quirrel : Dó hrottalegum dauðdaga
”Prófessor” Gilderoy Lockhart : Missti minnið algjörlega
Prófessor Remus Lupin : Rekinn
Prófessor Alastor ”Skröggur” Moody : Læstur í koffortinu sínu í níu mánuði
Prófessor Dolores Umbridge : Hrakin í burtu með skömm
Þetta gerir 5 kennarar á 5 árum. Enginn getur enst í þessu starfi lengur en eitt ár. Dumbledore veit líka af þessu og afhverju þetta er svona :
”Oh, he definitely wanted the Defense Against the Dark Arts job,“ said Dumbledore. ”The aftermath of our little meeting proved that. You see, we have never been able to keep a Defense Against the Dark Arts teacher for longer than a year since I refused the post to Lord Voldemort.“ (HBP bls. 446/418)
Afhverju réði hann þá Snape í stöðuna? Því að hann þurfti ekki að hafa hann sem kennara lengur en eitt ár, því áætlunin hlýtur að hafa verið komin á framfæri þá þegar.
7. Dumbledore begging for his life? Don´t think so.
“…somebody else had spoken Snape's name, quite softly. ”Severus…“ The sound frightened Harry beyond anything he had experienced all evening. For the first time, Dumbledore was pleading. Snape said nothing, but walked forward and pushed Malfoy roughly out of the way. … Snape gazed for a moment at Dumbledore, and there was revulsion and hatred etched in the harsh lines of his face. ”Severus… Please…“ (HBP pg 595/556)
Í þessum línum á lesandinn að trúa því að Snape hati Dumbledore og finni til viðbjóðs þegar hann horfir á hann. En ef maður trúir því að Snape sé góður og að Dumbledore sé lifandi, þá kemur allt önnur meining í svipinn á andliti Snapes og lokaorð Dumbledores. Til þess að skilja viðbjóðstilfinningu Snapes verður maður að lesa úr kaflanum á undan þessum :
”You…you can't stop, Professor,“ said Harry. ”You've got to keep drinking, remember? You told me you had to keep drinking. Here…“ Hating himself, repulsed by what he was doing, Harry forced the goblet back toward Dumbledore's mouth … (HBP pg 571/534)
Hér sjáum við tilfinningum Harrys þegar hann þarf að troða seyðinu ofan í Dumbledore lýst með næstum því nákvæmlega sömu orðum og tilfinningum Snapes er lýst.
Jafnvel þótt Snape var að fylgja skipunum Dumbledores með því að drepa hann hlýtur það að hafa verið erfitt tilfinningalega fyrir hann, rétt eins og það var erfitt fyrir Harry að láta Dumbledore drekka seyðið. Ógeðistilfinningin í andliti Snapes var ekki út af Dumbledore, heldur út af því sem hann þurfti að gera.
Og þegar Dumbledore var að segja “Severus… Please…” þá var hann ekki að biðja um miskunn, hann var að biðja hann um að klára þetta : ”Severus… Please… Finish it…”
Dumbledore gerir það ljóst strax í fyrstu bókinni að hann er ekki hræddur við dauðann :
“To one as young as you, I'm sure it seems incredible, but to Nicolas and Perenelle, it really is like going to bed after a very, very long day. After all, to the well-organised mind, death is but the next great adventure.” (SS/PS bls. 297/215)
Hljómar þetta eins og einhver sem mundi biðja um miskunn?
Endilega komið með spurningar og látið skoðanir ykkar í ljós.
Kv. Elendil
Autobots, roll out.