En ég er með vægast sagt stórfurðulegt ímyndunarafl og það (ímyndunaraflið mitt) blandað saman við það hvílíka ímyndunarafl sem liggur að baki Harry Potter sögunum myndar vægast sagt stórfurðulegan spuna. Ég er ekkert byrjuð að skrifa ennþá allur spuninn er ennþá hérna uppi (bendir á hausinn á mér) og ég er pínku hrædd við að byrja að skrifa hann. Ég er svo hrædd að þið eigið öll eftir að brjálast við að lesa hann (það er að segja ef stjórnendurninr myndu nokkurntíman samþykkja hann) og öskra bara “hvað er að þér manneskja ertu e-h skrítinn eða bara snarklikkuð” og síðan verði ég gerð útlæg frá huga.
Ég er ekki að djóka ég veit ekki hvar línan er varðandi HP spunana hér. Ég hef verið að lesa spuna inn á mugglenet og þar virðist ekki vera nein lína um hversu mikið bull og langt frá raunveruleikanum (þá á ég við raunveruleikann í Harry Potter) spunarnir mega vera.
En er einhver svona siðgæðis/raunveruleika lína hér? Hversu mikið bull má spuninn verða áður en það er farið að öskra á höfundinn það sem stendur hér fyrir ofan og hann gerður útlægur með skömm?
Endilega komið með hvar ykkur finnst að mörkin eiga að dragast.
T.d. finnst mér karla óléttur alveg út í hött og það hefur verið slatti að þeim í nokkrum af spunum sem ég hef verið að lesa inn á mugglenet og þar finnst mér að megi draga mörkin.
Með fyrirfram þökk.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.