Ég held að þú ættir að lesa spunann eftir Tzipporah, hann er 25 kaflar og eftir því sem ég best veit segja ALLIR að hann sé yndislegur, ótrúlegur, frábær og skemmtilegur. Þetta er skyldu-lesefni ef þú ert að leita að góðum spuna hérna!
Leyndarmálið/Ljósið eftir Fantasiu er líka MJÖG góður spuni en það er alltaf mjög langt bil á milli uppfærslna sem er pínu pirrandi. (Bannað að skamma mig!)
Svo er það Galdragríman, sem er líka góður spuni og í augnablikinu 6 kaflar en ég veit ekkert hversu langur hann mun síðan verða.
Og síðan smásagan/örsagan hérna sem er eftir Fluffster og heitir ‘Eftirmáli’ og er ekkert annað en gargandi snilld! Sama og ekkert plott, bara kjánaskapurinn.
Ég held að spuninn hennar Fantasiu GÆTI haldið spoilera núna eftir útkomu 6.bókarinnar en ég er ekki alveg viss…