Þetta er nú meira bullið.
1. Dumbledore lét Snape ekki fá stöðu prófessors í vörnum gegn myrku öflunum því að sú staða er bölvuð. Hver sem tekur þá stöðu tollir ekki lengur en eitt ár í skólanum. Dumbledore segir skýrt og greinilega frá því í bókinni. Hann gefur okkur ekki þá ástæðu en hann segir okkur að svona sé málum háttað með stöðuna. Við vitum að hann þurfti á því að halda að hafa Snape lengur en í eitt ár svo við þurfum ekki annað en að leggja saman tvo og tvo… vinsamlegast ekki fá fimm út úr því.
2. Rowling sjálf hefur sagt frá því að ást Lilyar bjargaði Harry og ekkert annað kom þar að verki. Hún sagði að ástæðan fyrir því að Harry bjargaðist var sú að Lily fórnaði sér fyrir hann þrátt fyrir að standa frammi fyrir vali um líf eða dauða. Hún hefði getað bjargað sjálfri sér og fórnað Harry en það gerði hún ekki (auðvitað ekki, hún er góð móðir). Snape hafði ekkert með það að gera.
3. Snape vill ekki frægð. Ef hann hefði viljað frægð þá væri hann orðinn frægur nú þegar. Þá væri hann ekki í njósnaraleik heldur í framapoti eins og Lucius Malfoy.
4. Snape var örugglega ástfanginn af Lily. Við fáum oft að vita að hann hataði James en við fáum aldrei að vita hvaða tilfinningar hann bar í brjósti gagnvart Lily. Við vitum að þau voru ekki beint vinir á fimmta ári sínu í Hogwarts, en það voru James og Lily ekki heldur.
Rowling hefur líka sagt okkur að Lily átti fleiri en einn kærasta um ævina. Við vitum að hún bar einhverjar tilfinningar til Lupins og hann til hennar en Lupin og James kepptust aldrei um hylli hennar. Lupin og Lily áttu annarskonar samband.
Hver er þá eftir? Varla var það Peter og örugglega ekki Sirius.
= Severus Snape.
Ég er ekki endilega viss um að Lupin og Sirius, eða nokkur yfir höfuð, hafi vitað af þessu sambandi en ég er nokkuð viss um að það hafi átt sér stað.
Þess vegna hatar Snape Harry. Hann minnir hann allt of mikið á manninn sem vann hylli stúlkunnar sem hann elskaði. Hann er barnið sem Snape hefði átt að eignast með Lily og honum að kenna er Lily dáin.
Það var líka þessvegna sem Snape var niðurbrotinn yfir því að hafa svikið Potterhjónin í hendur Voldemorts. Hann varð sjálfur valdur að því að Lily var drepin.
Það er mikið meira í þessari kenningu hjá mér… en ég hef ekki meiri tíma í bili. Sendi þetta kannski inn seinna.
Kveðja
Tzipporah