Ég er sammála þér að vissu leiti… Mér finnst nú allt í lagi að úlfurinn drepist í lokin og að vonda stjúpan hrapi fyrir björg og slíkt eins og var þegar ég var yngri. En það er ekki langt síðan ég las bók um geiturnar þrjár þar sem höfundur hefur ætlað að snúa aftur til þessa gamla “góða” ofbeldis sem týðkaðist þá. Sá höfundur gekk þó full langt að mínu mati og lýsti því vel hvernig augun í tröllinu voru skafin úr augntóftunum og beinin voru mörð svo mergurinn slettist um allt o.s.frv. Það var full mikið og sagan ritskoðuð á staðnum í sögustund…
En ádeilur í barnabókum eru þekktar víðsvegar. Selurinn Snorri er t.d. mikil ádeila á nasistana enda skrifuð í Noregi á tímum seinni heimstyrjaldar. Hún var bönnuð þar í landi þar sem Noregi var stjórnað af nasistum þá.
Andrés Önd var líka notaður í áróðri gegn nasisma. Mig minnir að Stjáni Blái hafi verið notaður í áróðri gegn Japönum í sama stríði.
Einnig er mikið um barnabækur sem eru fullar af kynþáttahatri og kenna það jafnvel. T.d. bókin um jarðálfinn Láka sem var lítill og brúnn með svart, krullað hár og dökk augu. Hann var vondur og allt hans kyn, sem leit eins út. En Láki átti þann draum heitastann að verða góður mennskur drengur. Láki gekk í gegn um ýmislegt en fyrir rest fékk hann ósk sína uppfyllta og varð fallegur, góður, ljóshærður og bláeygður drengur.
Hvað getum við lært af því?
Barnabækur eru fullar af áróðri og einhverju sem höfundur hefur talið hann þurfa að kenna börnunum. Þú getur varla tekið upp barnabók sem kennir ekki eitthvað.
Nú orðið eru reyndar oft að koma á markaðinn bækur sem kenna hluti sem flestum dettur ekki í hug að þurfi að setja í bók til að kenna börnum. Eins og t.d. sænsku bækurnar (held að þær séu sænskar, sá þær allavega fyrst þar) kúkabókin (bajsboken) sem kennir börnum allt sem þau þurfa (og þurfa ekki) að vita um kúk. Svo sem litur, áferð, tilgangur og fleira. Eða Hárbókin (hårboken) sem kennir börnum allt sem þau þurfa (og þurfa ekki) að vita um hár. Svo sem hvar það vex (á höfði, undir höndum, í klofi, á rassi, út úr nefi, út úr eyrum og fleira.
Þetta eru reyndar snilldar bækur og ég mæli með þeim við hvern mann. Ferlega ófríðar myndskreytingar en mjög fyndnar.