Spurningin er náttúrulega út frá hverju við dæmum hann. Hann var ekki alinn upp eins og venjuleg börn, hann var alinn upp í þeirri trú að hann væri betri en aðrir og að Voldemort væri rétti maðurinn. Alla ævi hlýtur hann að hafa heyrt hversu frábær Voldemort er og hvað allir hinir væri miklir aular.
Ef við dæmum út frá þessu er hann mjög góður, hann virtist ekki ætla að drepa Dumbledore jafnvel þótt allt hans uppeldi segði honum að það væri það rétta í stöðunni.
En frá okkar sjónarhóli er hann vondur.
Spurningin er einungis hvort hann nái að brjótast undan þeim áherslum og gildum sem honum voru tamin. Kannski mun hann ‘frelsast’, ef svo má að orði komast, í sjöundu bókinni. Hver veit. :)
Ég vona það allaveganna! ;)