Það gæti verið að R.A.B. sé eitthvað gælunafn en ég efast samt um það. Þetta er örugglega eitthvað clue sem við eigum að geta unnið svolítið úr. Reyndar er þetta líklegast sér hannað til að við búum til hinar ýmsu kenningar svo Rowling geti hlegið… hún hefur víst mjög gaman að því að lesa allar þessar kenningar.
En Sirius hefði ekki getað arfleitt Harry af húsinu ef Regulus hefði verið enn á lífi… eða það held ég ekki. Grimmauldplace er svona ættaróðal sem fer alltaf til næsta karlkyns Blacks í röðinni. Sirius var sá síðasti og þessvegna gat hann látið það fara til Harrys.
Regulus var yngri bróðir Siriusar og þeir voru ekki nánir. Geturðu bent mér á einhver eldri bróður sem finnst yngra systkin hans bráðgáfað? Þ.e. einhvern sem er ekki náinn því yngra systkini. Ef systkini eru náin þá er málum öðruvísi háttað en ef fjarlægð er á milli þeirra sjá þau yfirleitt ekki annað en hvað hinn sé heimskur.
Þar fyrir utan var Sirius bráðgáfaður svo það er líklegt að Regulus hafi verið það líka.
Siriusi fannst hann aðallega vitlaus fyrir að aðhyllast “hreint-blóð” og vilja vera fylgjandi Voldemorts.
og ef að Regulus væri svona gáfaður þá hefði hann aldrei gerst Drápari.
Heldurðu að það sé bara heimskt fólk sem er dráparar? Barty Crouch yngri var nú nokkuð klár. Það eru ekki margir sem hefðu getað leikið vin Dumbledores án þess að hann hefði áttað sig á að þarna var svikari á ferð.
Regulus hefur án efa verið bráðgreindur því fjölskylda Siriusar og Sirius sjálfur virðist vera fremur gáfað fólk. Það hvaða stefnur fólk aðhyllist og hvaða moralska siðferðiskennd það hefur segir ekkert um gáfur þeirra.
Voldemort sjálfur er þrælgáfaður.
Það eru heldur ekki bara heimskir menn sem eru kynþáttahatarar í okkar heimi. Hitler og félagar voru ekki heimskir… þeir voru ekki góðir menn en þeir voru ekki heimskir.
Ég held að Sirius hafi ekkert vitað um hvað gekk á í lífi Regulusar. Hann var fluttur að heiman löngu áður en Regulus fer og gerist drápari. Hann hefur eflaust lítið skipt sér af Regulusi fyrir þann tíma svo hann vissi ekkert hvað var í gangi. Hann hefur frétt af því að Regulus gekk til liðs við Voldemort og svo var hann dáinn.
Ef Regulus hefur farið að vinna gegn Voldemort þá tel ég mjög ólíklegt að Voldemort hefði viljað láta það fréttast. Hann hefur sent einhvern til að drepa hann með þeim skilaboðum að hann hafi orðið hræddur og hafi viljað hætta sem drápari. Regulus er drepinn og sagan fer af stað eins og Voldemort segir hana. Sirius fréttir það þannig.
R.A.B. var örugglega drápari sem þekkti og sveik Voldemort og því kemur Voldemort til með að þekkja skammstöfunina. R.A.B. er líka örugglega dáinn, eða svo segir miðinn og ég býst við því að það sé rétt.
Þú kemst ekki auðveldlega upp með að svíkja Voldemort.
Úff.. ég gæti haldið allt of lengi áfram.
Later…
Tzip