Hann er nokkuð góður… mjög spennandi.
Atburðarásin er passlega hröð og áhugaverð og maður getur alveg tapað sér í þessu.
Aftur á móti finnst mér Hermione tapa aðeins persónuleika sínum í þessum spuna. Hún er allt of ábyrgðarlaus og hvatvís.
Dumbledore er líka svolítið illa svikinn í þessum spuna. Hann er mikið gáfaðari en þetta.
Snape er aftur á móti snilldarlega vel gerður. Hann er alveg eins og ég ímynda mér hann í bókunum. Ekki vondur en hugsar samt bara um sjálfan sig og hefur alveg gaman af því að vera leiðinlegur við aðra þó hann sé ekki pura evil eins og Malfoy t.d. Henni tekst mikið betur upp með hann heldur en mér.
En ég var að spá í eitt… ef Hermione hefði nú farið til baka… hefði hún þá kannski kynnst Nathaniel í Hogwarts? Þau hefðu þá átt að ná ágætlega saman þar og hefðu hugsanlega náð mjög vel saman… það hefði orðið vandræðaleg heimsókn þegar átti að kynna hana fyrir pabba…
Einnig líka þó hún hafi ekki farið til baka þá ætti samt “unga Hermione” að fara í Hogwarts á sama tíma og Nathaniel… ætli þau kynnist? Hvernig ætlar hún að útskýra það fyrir Nathaniel?
Tímaferðalög eru ringlandi…
En spuninn er skemmtilegur.
Mæli með honum
Kveðja
Tzipporah
p.s. varstu búin að lesa viðbótarkaflan sem ég bætti við í svari til þín í síðasta kaflanum mínum?