Ég var að klára HBP fyrir klukkutíma, er búinn að vera að jafna mig á því sem gerðist þarna í endann. Og ég veit ekki almennilega hvað ég á að halda um þetta, hvort Snape sé vondur eða góður, hvort Dumbledore sé í raun dáinn og alla þessa hluti sem mér er búið að detta í hug síðan ég kláraði bókina.
Ég er ekki búinn að lesa mikið af korkum/þráðum síðan ég kláraði en mér sýnist allt á öllu (og skil það mjög vel) að allir séu að tala um hvort Snape sé vondur eða ekki og hvort Dumbledore sé dáinn.
Það sem ég held er að Snape sé alls ekki vondur (þó mér finnist óþæginlegt að trúa því, því einhverveginn finnst mér betra að hugsa mér hann þannig eftir að hann ‘drap’ Dumbledore) heldur að hann og Dumbledore hafi planað þetta, að Snape ætti að drepa hann. Mér finnst það vera staðfest þegar Dumbledore segir 'Severus… please…' (bls 556) þá er hann að biðja Snape um að klára þetta af. Eins og oft hefur komið fram í bókunum, þá óttast Dumbledore alls ekki dauðann og er þetta þá eitthvað sem maður eins og hann verður að gera til að bjarga galdraheiminum…því eins og fram hefur komið áður, þá verður Harry að takast á við Hin Myrka Herra einn og sjálfur.
Ég vona að ég hafi ekki skrifað eitthvað kjaftæði, (þar sem ég er ennþá dáltið eftir mig eftir þennan lestur), og ég vona líka a þið skiljið hvað ég er að fara með þetta…