LOL, nei hreint ekki.
Ef ég skammaðist mín fyrir að lesa Harry P. þá væri ég varla admin á þessari síðu.
Auk þess sem ég skammast mín sjaldnast fyrir þá hluti sem ég geri. Mér er yfirleitt nokkuð sama um hvað öðru fólki finnst. Ég lifi mínu lífi þannig að ég sé sátt við mínar gjörðir, reyni að gera það sem gott er og skemmti mér svo eins og mér líkar. Ef einhverjum finnst ég lummó fyrir vikið þá er það bara þeirra réttur en það skaðar mig ekkert.
Mér finnst aftur á móti hin bókarkápan ótrúlega flott. Hefurðu séð hana?
Og þar á móti finnst mér bókakápurnar á þeim HP bókum sem ég á (sem eru bresku barnaútgáfurnar) vera frekar ljótar. Mér finnst þær yfirleitt ekki ná persónunum nægilega vel. Harry verður alltaf eitthvað svo hallærislegur á þeim og Dumbledore er eins og ég veit ekki hvað. Hef séð mikið flottari myndir á fanart síðum hér og þar.
Ef ég væri Rowling hefði ég farið inn á þessar fanart síður pikkað nokkra flotta listamenn út, bjóða þeim að taka þátt í keppni og lagt fyrir þá verkefni að teikna eitthvað ákveðið. Gefa þeim lýsingu á því sem hún vildi hafa framan á og láta þá teikna. Velja svo þá bestu og sá sem á hana fær þann heiður að hafa teiknað bókarkápu nýjustu bókarinnar…