Jæja, þá lauk ég sjöttu bókinni um helgina, ég var svo spennt yfir henni að ég beið í þrettán tíma á föstudagskveldið og toppaði mig síðan í fyrra.
En alla vega, ég byrjaði að lesa bókina um leið og ég fékk hana og ég kláraði hana á sunnudag.
Ég verð að segja það að þessi bók er alveg ótrulega mögnuð og vel skrifuð, það er það sem tók mig mest, hún fléttar þetta svo vel saman hún Rowling svo það er virkilega hægt að lesa þetta, efnið er alltaf jafn skemmtilegt og ég hélt ég myndi öskra eða gráta í allnokkur skipti, vegna spennu og því sem efnið bauð upp á.
Ég er harmi slegin yfir því að tvinni bókarinnar hafi endað með dauða Dumbledores enda var hann minn uppáhalds karakter, þessi sem veit meira og getur meira en nokkur annar, fullur af góðmennsku og á ekki til í sér neitt slæmt en þó eins og við öll, galla. Það varð honum að falli í þessari bók að hann treysti um of á fyrirgefninguna og ástina.
Hann bað á dánarbeði sínu manninn sem hann vildi framar öllu treysta og fyrirgefa en sá maður sýndi honum enga miskunn og myrti hann, en það var auðvitað hann Snape sem í byrjun bókar er sagt frá og þar kemur það í ljós að hann hafði allan tíman verið tvöfaldur í roðinu, hann var enn maður Voldemorts en allt fram eftir síðustu stundu þá blekkti hann samkennara sína og eins og við vitum nú, Dumbledore.
Ég verð að viðurkenna það að ég gat ekki lesið þetta án þess að fella tár, enda er atburðarrásinni vel lýst og ekkert dregið undan.
Æh ég er svo leið yfir þessu en þá vonar maður bara að síðasta bókin missi ekki mikin kraft við missi Dumbledore og að Harry komist áleiðis og geti lokið því sem hann þarf að ljúka og takist svo að fella óvininn, Voldemort.
Í lokaköflum bókarinnar kemur mikið fram sem Harry þurfti að vita og er nauðsynlegt fyrir framgang söguþráðarins eða þannig að hann nái að halda sér uppi. Dumbledore náði að segja Harry það sem segja þurfti og setja honum þau verkefni sem hann þarf til þess að sigra hinn myrka herra.
Svo er að bíða eftir framhaldinu, vá ég veti ekki hvað ég geri ef skrif sjöundu bókarinnar á að taka tvö ár.
Ég fylgdist ekki með vangaveltum um það hver dæi eða yrði drepinn enda stóð mér á sama um hvað fólk hélt. Þetta er samt svolítið áfall að missa svo mikilvæga og góða persónu úr bókinni, en svo er bara að sjá hvað Rowling nær að spinna úr þessu :)