Jæja ég kláraði bókina í nótt og finnst þessi sú allra besta af HP bókunum hingað til.
Ég er búin að vera að svara hinum og þessum korkum hér að neðan með mínum álitum, en svo er fleira sem mig langaði að taka saman. Ætla að skella þessu öllu hér inn núna og gera mig seka um að crossposta (just this once).
Það var eitt sem pirraði mig…
Mér fannst Rowling svíkja Dumbledore svolítið með því að láta hann biðja sér vægðar rétt áður en hann dó. Dumbeldore er það mikil hetja að þegar hann sá hvert stefndi þá átti hann að segja eitthvað hetjulegt, ekki að væla og biðja um vægð.
Fannst það úr karakter fyrir hann.
Snape:
Persónulega trúði ég alltaf að Snape væri 100% Dumbledores maður.
Þar til ég las annan kaflann í HBP.
Þá datt ég niður í svona 10% óvissu… ennþá samt 90% viss um að hann væri góður.
Í enda bókarinnar eftir allt sem gerðist þá er ég komin í 10% pælingar um að hann sé góður.
Mér finnst ákveðnir hlutir sem hann hefur ekki komið með útskýringar fyrir sem varpa efa á það að hann sé virkilega að vinna fyrir Voldemort.
T.d. Afhverju sendi hann Fönixreglumenn á staðinn þegar Harry var farinn í galdramálaráðuneytið í lok 5. bókar ef hann vildi að drápararnir fengju sínu fram? Hann hefði alveg geta þóst ekki skilja hvað Harry var að tala um þegar hann sagði að “Snuffles” væri í hættu á staðnum hjá dyrunum… eða hvernig sem hann orðaði það. En hann stóð við sinn part, kom því til leiðar að Voldemort fékk ekki að vita afganginn af spádóminum og drápurunum mistókst.
Eins líka þá sagði hann að Dumbledore hefði lent í einhverju smá slysi vegna þess að aldurinn væri að ná honum, hann væri orðin hrumur og viðbrögðin stæðu á sér. Þess vegna væri höndin visin. Nú vitum við að svo var ekki og við vitum að Snape vissi að svo var ekki. Snape vissi að það var út af álögum. Ég er ekki viss um að hann viti hvað það var sem Dumbledore var að vesenast með en hann vissi að það voru álög því hann hjálpaði honum.
Að einhverju leiti held ég að Snape hafi gert mistök þegar hann gerði þetta “Unbrakable wow” fyrir Narsissu. Hann vildi ekki gera þetta en fannst hann ekki hafa leið út. Eftir það varð hann að standa við það eða deyja.
Ég held einna helst að Snape hafi verið að leika tveimur skjöldum allan tíman og hreinlega ekki verið viss sjálfur hvorum hann vildi fylgja. Hann hafi blekkt alla og verið enn að velja sér hlið. Draco er það næsta sem hann hefur komist því að eignast sinn eigin son og hann lítur þannig á hann. Þegar Draco var svo í hættu valdi hann sér þá hlið að vernda hann.
En kannski er ég bara að bulla og hann er bara pure Evil… hver veit
Mér þætti þó gott að trúa þessu í bili.
Mér fannst frábært hvað Harry hefur þroskast á þessu eina stutta sumri. Hvað dauði Siriusar hefur haft góð áhrif á hann (asnalega orðað ég veit en eitthvað gott kemur oft af einhverju slæmu). Hann er orðinn talsvert fullorðnari í hegðun að því leiti að hann treystir öðrum. Hann heldur ekki lengur að hann sé sá eini sem geti eitthvað og rýkur ekki í fýlu yfir hverju sem er. Hann ræddi málin við sér eldri og vitrari menn og við vini sína og komst oftar en ekki að niðurstöðu. Hann reyndar klúðraði því með THBP sjálfann. Hefði nú mátt segj Dumbledore frá honum líka, en það er ekki hægt að ætlast til að hann verði algerlega fullkominn á einu sumri…
Þessi bók tók mikið meira á mig en fyrri bækur. Það eru nokkur moment í allir sögu Harrys sem hafa fengið mig til að tárast. Það var þegar hann heyrði í foreldrum sínum deyja í þriðju bókinni. Ég táraðist örlítið þegar hann fann spegilinn hans Siriusar en ég hágrét í lok þessarar bókar. Ég sat í hnipri í sófanum og skalf af ekki á meðan ég reyndi að stautast í gegn um síðustu kaflana.
Átakamesta setningin í öllum bókunum var í þessari bók.
‘I am not worried, Harry,’ said Dumbledore, his voice a little stronger despite the freezing water, ‘I am with you.’
Þarna á einu augnarbliki færðist öll heimsins ábyrgð yfir á Harry. Það var ekki lengur hann sem var öruggur því hann var með Dumbledore heldur var það Dumbledore sem var öruggur því hann var með Harry.
Það er rosalega erfitt þegar maður stendur allt í einu uppi á erfiðum tímum og fattar að það er maður sjálfur sem er sterkasti aðillinn þessa stundina. Að það er maður sjálfur sem þarf að standa sterk fyrir hina en ekki öfugt. Að það er enginn sem maður getur leitað til og grátið hjá því maður þarf að vera sterkur.
Að finna þessa tilfinningu einungis 16 ára og á svona erfiðum tímum… úff!
Harry átti alla mína samúð.
En á léttari nótum var ég hæst ánægð með hvað mikið af mínum spám rættust. Mikið meira en ég átti von á.
Ástarmálin fóru nánast alveg eins og ég átti von á. Harry fór með Lunu í eina veislu á meðan Ginny var enn með Dean (reyndar bara sem vinir… okei, bjóst við meiru en því) og svo þegar Ginny og Dean hættu saman byrjuðu þau saman. Bjóst reyndar ekki við því að hann myndi hætta með henni enda fannst mér það kjánalegt því Voldemort veit örugglega af sambandi þeirra nú þegar. Það var allavega búið að fréttast um allan skólann, Snape vissi af því og Draco vissi af því, sem gefur augaleið að Voldemort fær að vita það. Hvort sem þau eru enn saman eða ekki er vitað að hún er honum mikils virði og er í hættu eftir sem áður. Ég býst þó við því að ef Harry lifir af lokabardagann við Voldemort þá bíði Ginny eftir honum.
Ron og Hermione byrjuðu vel en svo fór Ginny að skipta sér af og þá fór allt í vaskinn. Átti ekki von á að sjá Lavender í þessum þríhyrning en það var bara fyndið… Won-Won…
Þau náðu svo loksins saman í endann eins og ég var búin að spá.
Þá kemur að bestu spánni minni, sem ég er nú stoltust af sem stendur…
Lupin og Tonks! Jeij!!!
Ástfangin, eins og ég vissi, en Lupin vildi ekki binda hana við “Skrýmsli” eins og hann. Vildi ekki að hún gæfi sig einhverjum sem væri talsvert eldri en hún, ekki heill (eins og hann orðaði það) og hættulegur á stundum. Týpískur Lupin.
Hann elskaði hana svo mikið en hefur svo slæmt sjálfsálit að honum fannst hún eiga mikið betra skilið.
Ég verð þó að segja að ég skil Tonks vel og held að þau verði gott par…
Ein spurning þó… ætli það gangi í erfðir að vera varúlfur?
…. hm…. er að fá snilldar hugmynd af spuna hérna…
Mér fannst líka ótrúlega gaman að lesa fyrsta kaflan og sjá þar alliance milli mugga og galdramanna… he he he… kannski ekki alveg eins alliance og í mínum spuna en svolítið á sama veg og ég hafði hugsað mér…
Fluer Delacour - Weasley kvenna sambandið fannst mér líka ótrúlega skemmtilegt að lesa um.
Svo týpískt svona tengdadóttir-tengdamamma og mágkonudæmi… Alger snilld!
Eitt enn…
R.A.B. - hver er það?
Eini maðurinns sem mér dettur í hug sem hefur þessa skammstafi (veit reyndar ekki með milli nafnið en það gæti verið…) er Regulus Black.
Gæti þetta verið ástæðan fyrir því að hann var drepinn? Ekki eins og Sirius hélt að hann hefði gugnað og hætt og verið þá drepinn.
Efast um það því mér fannst alltaf á Siriusi og félögum að það væri ekki mikið í hann spunnið… en það er spurning…
Ég gæti haldið svona áfram lengi vel en þetta eru svona þær helstu hugsanir sem mig langaði að deila.
Hvað finnst ykkur?