reynslu saga saka hér kemur þá reynslusagan mín:

reynslusaga saka:
ég las viskusteininn fyrst þegar ég fékk hana í afmælisgjöf frá mömmu 1999, þegar ég sá titilinn fannst mér EKKERT spennandi og geymdi hana bara í bókahillunni minni. Svo dag einn eftir hálft ár hafði ég ekkert ð gera og ákvað prufa að lesa hana og varð strax mjög hrifinn af henni og las hana aftur og aftur. Seinna fattaði ég að það var til önnur bók og bað pabba og mömmu um að gefa mér hana í jólagjöf, en þá fékk ég hana ekki. Ég varð fyrir vonbrigðum og ákvað að safna mér pening með því að fá mér vinnu, svo ég fékk vinnu og eftir nokkurn tíma fékk ég nóg pening til að kaupa bókina, og gerði það náttúrulega. Þegar ég var búinn að lesa hana (aftur og aftur) bað ég um að fá tvær bækur í afmælisgjöf því ég fékk enga síðast en varð að sætta mig við það að fá eina um afmælið og eina um jólin. En þá kom upp sá hræðilegi miskiðlingur að ég fékk fjórðu bókina á undan þriðju og ég gat ekki skilað henni. Ég neitaði að lesa hana fyrr en ég fengi þriðju bókina en enginn vorkenndi mér svo ég þurfti að bíða fram á jól, en hvað?! Ég fékk ekki bévítans bókina, ég var svo öskureiður!!! En pabbi vildi samt ekki gefa mér hana… svo að mamma gafst upp og gaf mér hana, en ég var en þá reiður útí pabba ég las hana og svo hina en, svo vildu hvorki mamma né pabbi gefa mér fimmtu bókina og ég ætlaði EKKI að fara aftur að vinna svo til að toppa það var búið að leiga ALLAR bækurnar af bókasafninu. Allavega svo fann ég út að það var að koma bíómynd um Harry og fór náttla á hana, en mér fannst hún soldið eyðileggja bókina. Samt var mér farið að finnast fyrsta bókin leiðinleg því að hún var miklu meira… ja barnaleg þannig að ég ákvað að fara á næstu mynd, en nei hún var þannig líka. en samt svo ég þurfti að bíða í mánuð eftir að fá að lesa fimmtu bókina en náði að lesa sona hálfa bókina og svo var hún tekin aftur. Djöfull var ég pirraður, tók mig marga mánuði að lesa eina bók. Svo kom út þriðja myndin, mér fannst þriðja bókin alltaf vera skemmtilegust og ég ætlaði ekki að láta þá eiðleggja hana fyrir mér, en ég stóðst ekki freistinguna og keypti hana á DVD, hún var aðeins betri en hugur minn hafði gert hana MIKKLU flottari (:() loksins klári ég fimmtu bókina, og ÞÁ loksins gátu mamma og pabbi gefið mér hana. Gátu þau ekki gert það AÐEINS (nokkrum mánuðum) fyrr? Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiii! En ég var orðin svo þreyttur að bíða eftir sjöttu bókinni og ætlaði að skrifa þá spuna en náði bara að gera einn kafla því að útdráttar dótið stoppar mig og ég fæ ALDRE svar frá þeim. Svo ég fór að leika mér að því að lesa spuna á netinu og finna upplýsingar og þannig dót. allavega eftir eilífðstímabið fór ég að kaupa sjöttu bókina og nú er ég búinn með hana og hef ekkert að gera (búhú :'( ) er samt að reyna að laga þetta útdráttar vanda

kv.saki
(P.S. sorry að þetta gat ekki verið lengra…)