Snape: Eru allir vissir um að snape sé vondi kallinn? Gæti verið að hann sé að finna horcruxes fyrir harry og mér finnst það benda til visku dumbledores ef hann fórnaði lífi sínu fyrir þá, eftir allt þá er snape jú í betri stöðu til að finna þá, sérstaklega því þetta morð hefur lílega komið honum í mjúkinn hjá voldemort. svo veit heldur enginn afhverju Dumbledore treystir snape…
draco: flestir sem eru búnir að lesa bókina ættu að hafa tekið eftir að draco var ekki beint glaður yfir að þurfa að drepa Dumbledore(grét á klósettinu hjá völu væluskjóðu og Snape þurfti að klára það fyrir hann útaf the unbreakable wow). er hann svo slæmur, gæti verið að hann komi yfir til góðu kallanna í næstu bók?
Avada Kedavra: allir sem eru búnir að lesa fimmtu bókina ættu að vita að annað hvort drepur Voldemort Harry, eða Harry Voldemort. þarf Harry þá ekki að læra Avada Kedavra(dauða bölvunina), í augnablikinu vitum við ekki um aðra galdra sem drepa(þó svo að sectumsembra geti svo sem drepið, svo og of mikið af rænuleysis álögum).
bara nokkrar pælingar sem ég hafði eftir að lesa þessa bók, reyndar voru nokkrar aðrar sem ég gleymdi, koma kannski þegar ég er búinn að lesa hana aftur :P