Ég hef lesið allar bækurnar í íslensku hingað til en mér hlakkar svo ótrúlega til þess að lesa bókina að ég veit ekki hvort ég ætti kannski að lesa hana á ensku :/ Ég skil ensku nú bara frekar vel en það eru samt mörg orð sem eru þýdd þannig að maður veit ekki alveg hvað er verið að tala um ef maður les hana á ensku held ég. T.d. eins og þrumufleygur, gullna eldingin, runnaflöt, rænuleysisálög og margt margt fleira.
Hvort finnst ykkur að ég ætti að bíða eftir íslensku þýðingunni eða bara vinda mér í ensku útgáfuna?
Vinsamlegast ekki koma bara með eitthvað svar sem þið hafið ekkert velt fyrir ykkur… Hugsið þetta út frá mínu sjónarhorni, er hræddur um að með að lesa ensku bókina sé ég að skemma fyrir mér en annars veit ég ekki.
Mér hefur reyndar verið sagt að hún sé betri á ensku en á íslensku en það eru bara orðin sem ég nefndi áðan ásamt mörgum orðum sem ég er hræddur um.