,,Jei! Komdu, Roxy! Ég vil alls ekki vera of sein í dag. Áfram!” Nikki greip í handlegginn á Roxanne og togaði hana niður flatirnar og í átt að Quidditch leikvellinum, þær voru rúmum hundrað metrum á undan bekkjafélögum sínum.
,,Nikki…ég þoli ekki að fljúga! Getum við ekki mætt seint svona einu sinni? Ég hata kústa. Þeir eru langnýtastir til að skúra gólf,” svaraði Roxanne armæðulega.
,,Sópa, Roxanne, ekki skúra. Kústar sópa. Þessvegna eru þeir stundum kallaðir sópar. EN ÞESSIR KÚSTAR SÓPA EKKI OG ÉG VIL FLJÚGA! Áfram áfram! Komum okkur! Reynum að ná bestu kústunum!” og með því byrjaði Nikki að hlaupa og dró afar fýlulega Roxanne á eftir sér.
Ef það var einhver grein sem Roxanne þoldi ekki, þá var það flug. Hún þoldi ekki að stíga á kúst og sveima eitthvað um loftið eins og hálfviti…það á að láta Quidditch nördana um það. Það var ekki eins og hún myndi nota kúst til að komast á milli staða. Höfðu þessir Hogwart’s kennarar aldrei heyrt um einn lítinn hlut sem kallast að tilflytjast? Greinilega ekki…
Þær stoppuðu fyrir framan aðalinnganginn að Quidditch vellinum og biðu eftir hinum nemendunum, sem fæstir voru komnir út um dyrnar á kastalanum.
,,Veistu, Nikki…ég hefði getað sofið hálftíma lengur, ef þú hefðir ekki stillt vekjaraklukkuna mína í gær á einhvern fáránlegan tíma, svo ég myndi mæta ásamt þér hálftíma og fljótt í flugtíma! Leiðinlegasta helvítis greinin í skólanum!” Sagði Roxanne fýlulega. Nikki hrissti bara hausinn og brosti,
,,Þú ert skrítin, Roxy litla. Flug er það skemmtilegasta við þennan skóla,” sagði hún stuttaralega. Roxanne ætlaði að fara að svara en þá í því steig Madam Hooch, flugkennarinn, út um dyrnar að leikvanginum.
,,Jæja…eru svona fáir mættir?” sagði hún hissa og leit yfir fimm manna hópinn sem hafði myndast fyrir framan hana, ,,Nú, jæja…komið inn og finnið ykkur kústa. Þið megið taka nokkra hringi á meðan við bíðum eftir hinum. Ekki fljúga of hátt,”
Fimm manna hópurinn gekk inn á miðju vallarinns þar sem búið var að koma fyrir kústum fyrir bekkinn. Nikki hljóp af stað til að ná besta kústinum. Roxanne gekk hægum skrefum á eftir, og þegar hún kom loks að kústunum leit hún ekki einu sinni á það sem hún tók.
Þau voru að fara í fimmta flugtímann sinn, og Hooch var greinilega farin að treysta þeim til að fljúga án eftirlits eða leiðsagnar, þar sem hún stóð fyrir utan völlinn og beið eftir restinni af bekknum.
Um það leiti sem Roxanne hafði komið sér fyrir á kústnum, var Nikki að klára annan hringinn sinn.
,,Fljótu Slytherin nemendur!” muldraði hún svo enginn heyrði. Hún spyrnti sér frá jörðinni. Hún hélt svo fast um kústinn að hnúarnir hvítnuðu. Hún þoldi ekki að fljúga. Nei, hún hataði að fljúga!
,,Roxy mín, viltu koma í kapp?” Nikki glotti sigurviss á svip,
,,Þetta er nógu og slæmt eins og það er. Ég ætla ekki að leggja sjálfa mig í hættu með því að fljúga á fimm kílómetra hraða og hálsbrjóta mig!” svaraði Roxanne kuldalega. Henn leið ekki vel að vera í loftinu. Hann var jarðbundin persóna, bókstaflega.
,,Umm…Roxy mín…þú veist að þú ert á um það bil fimm kílómetra hraða núna…” benti Nikki á. Roxy var að fljúga löturhægt í litla hringi.
,,Allt í lagi þá…þá vil ég ekki hætta lífi mínu með því að fljúga á 30 kílómetra hraða og hálsbrjóta mig!” hreytti Roxanne út úr sér. Hún hataði kústa! Afhverju voru flugkústar eiginlega til? Flugnetið virkar vel fyrir þá sem geta ekki tilflust, og þeir sem geta tilflust…tja…þeir geta tilflust! Helvítis, ónýtu kústar!
,,30 kílómetra hraði er líka heldur lítið…” Nikki reif Roxanne þannig úr hugsunum sínum um ónýtanlega kústfjanda.
,,Skiptir ekki máli…ég vil bara ekki hætta lífi mínu í kappi!”
,,Veistu…það hefur enginn dáið í Quidditch hér á skólalóðinni hingað til…” sagði Nikki sannfærandi röddu.
,,Númer eitt, þetta er ekki Quidditch, númer tvö, þetta ‘hingað til’ var ekkert sérstaklega uppörvandi…” Roxanne glotti eilítið.
,,Þú ætlar ekki að keppa, er það?” Nikki dæsti
,,Ekki séns!” Roxanne brosti og hélt áfram að hringsóla á fimm kílómetra hraða.
,,Allir af kústunum!”
Roxanne datt næstum af litla sóparanum sínum (“Ónothæfir, ljótir og óöryggir í þokkabót!”) þegar hún heyrði háværa og skæra rödd Madam Hooch. Sem betur fer voru puttarnir svo fast herptir utan um kústinn að hún átti varla möguleika á því að detta. Í staðinn snarstansaði hún og beindi kústinum eins varlega og hún gat í átt til jarðar. Það tók hana reyndar ekki langan tíma að koma sér niður þennan einn metra, en það er aldrei of varlega farið.
,,Raðið ykkur upp!” Roxanne steig í flýti af kústinum sínum, tók hann upp og gekk í átt að nemandahópnum. Það virtust allir vera komnir.
Hún tók sér stöðu við hliðina á Nikki, sem hafði flogið og lent mjúklega við hlið Slytherin nema sem Roxanne þekkti ekki.
,,Í dag ætlum við að gera eitthvað nýtt og spennandi!” Madam Hooch brosti sínu breiðasta og leit yfir hópinn, ,,Við ætlum í boðflug!”
Nikki hoppaði upp og niður og brosti út að eyrum. Roxanne náfölnaði hinsvegar. Boðflug þýðir að maður fari hratt, ekki satt?
,,Ég skipti ykkur niður í tvö lið, Gryffindor á móti Slytherin! Þið fáið hérna viðarstöng, þið eigið að fljúga með hana yfir völlinn, fara hring í kringum eina af markstöngunum, fljúga til baka og láta næsta mann hafa stöngina! Svo farið þið af kústunum um leið og þið eruð búin að gera. Liðið sem klárar fyrst vinnur, og hver meðlimur fær tvo súkkulaðifroska!” Roxanne leið eins og hún væri að fara að æla. Hún átti eftir að deyja. Hún var viss um það. Nikki brosti hinsvegar bara ennþá breiðar.
,,Takið ykkur stöðu á öðrum enda vallarins!” sagði Madam Hooch. Bæði liðin gengu að vallarendanum,
,,Fyrstu menn, takið ykkur stöðu!” Slytherin neminn sem Nikki hafði staðið við hliðina á steig upp á kústinn sinn, það sama gerði Alex, ein af stelpunum í Gryffindor.
,,Viðbúin!” Þau hertu bæði takið á kústunum sínum, ,,Tilbúin!” Þau spyrntu sér upp í loftið, ,,Af stað!”
Þau flugu eins og afar hægar eldingar yfir völlinn. Nikki var þegar komin á kústinn sinn, tilbúin að taka við af liðsfélaga sínum. Greg Penn var einnig kominn á sinn kúst, tilbúinn að taka við af Alex.
Ekki leið á löngu þangað til liðsmennirnir tveir komu til baka, Alex var með forskot, en það var lítið. Hún rétti Penn viðarbútinn og hann flaug af stað. Hann var greinilega á betri kúst heldur en Alex og Slytherin neminn, þar sem hann flaug af stað eins og raketta. Rétt á eftir var Nikki lögð af stað með viðarbútinn í hendinni.
,,Snape, þú ert næst!” Madam Hooch brosti í átt að Roxanne, sem stóð frosin við jörðina. Hún átti eftir að deyja. Hún var viss um það.
,,Snape, er allt í lagi?” spurði Madam Hooch. Roxanne muldraði eitthvað samþykki og sveiflaði öðrum fæti yfir kústinn áður en hún hóf sig á loft. Þetta gekk vel hingað til.
Ónei. Hún sá Penn þjóta í áttina að henni með útrétta hendina. Í þessari útréttu hendi var viðarbúturinn.
Roxanne kom sjálfri sér á óvart með því að ná í raun að taka bitann án þess að detta. Nú var það næsta vandamál. Hvernig í ósköpunum átti hún að fljúga með einni hendi? Önnur hendin þurfti að halda um bútinn…
,,Roxanne! Áfram með þig!” Gryffendor nemendurnir ýttu á eftir henni, svo hún ákvað að reyna að stinga bútnum inná sig og fljúga þannig með báðum höndum.
Hún var komin yfir völlinn fyrr en hún átti von á. Markstangirnar nálguðust óðum. Hún brosti. Kannski átti hún ekki eftir að deyja, eftir allt saman. Hún var komin fram úr stönginni. Nú var bara að snúa við. Hún ýtti skaftinu til hliðar, en það haggaðist ekki. Hún reyndi aftur, en það kústurinn stefndi beint áfram. Skelkuð reyndi Roxanne að stöðva, en kústurinn hélt áfram sem aldrei fyrr. Hún sá vegginn koma á móti sér og æpti upp yfir sig.
Kannski átti hún eftir að deyja eftir allt saman.
Hún fann hvernig kústurinn splundraðist þegar hann lenti á veggnum, hvernig flísarnar grófu sig inn í skinnið. Hún fann hvernig hendurnar, fæturnir, höfuðið, hún, lenti á veggnum, og heyrði brakið þegar einhver líkamshluti brotnaði.
Síðan varð allt svart.





Jey! Þessi kafli búinn!
Supernanny á höfundarrétt á 5 km hraða dótinu…mér fannst það bara passa svo vel við =D
Farið á /sorp fyrir nánari upplýsingar á því frábæra atriði =D
Neinei…segi bara svona…
Þessi kafli átti að enda öðruvísi, but ohh well…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*