Ég veit að það er hryllilega langt síðan ég sendi inn síðasta kafla…heill mánuður á morgun. Ég get samt varið það með því að segja að ég var á Spáni og er búin að vera þar síðustu tvær vikur, en ég hefði alveg getað skrifað kafla á þeim tvem vikum áður en ég fór.
En núna er ég komin með annan kafla…þetta er reyndar sá kafli sem ég var búin að hlakka mest til að skrifa (eða kannski var það síðasti kaflinn…ég hlakka dálítið til að skrifa hann þó svo að hann verði hryllilega erfiður). Ég vona bara að einhverjum finnist þetta skemmtilegt og lesi…




10. Kafli

Roxanne Amy Snape vaknaði í einum af hægindastólunum fyrir framan eldstæði Gryffindor setustofunnar. Hún hafði ekki hugmynd um afhverju hún hafði vaknað þarna, eða frekar afhverju hún hafði sofnað þarna. Hún mundi óljóst eftir Quiddich keppni sem hafði farið fram daginn áður. Auðvitað, hún hafði sofnað í veislunni eftir að Gryffindor vann Huffelpuff.
Hún stóð upp og gekk að glugganum. Það var sunnudagur, jörðin var þakin snjó og himininn var heiður. Hún geispaði stórum, opnaði gluggann og andaði að sér fersku nóvember loftinu áður en hún lagði leið sína upp í stelpu svefnálmuna.
Klukkan var hálf tíu og ennþá voru allar stelpurnar í svefnálmu fyrsta árs Gryffindor stelpnanna sofandi (fyrir utan Roxanne, það er). Svarthærða nornin lét það ekkert á sig fá, en gekk rakleiðis að baðherberginu, fór í sturtu og skipti svo yfir í hrein föt, þar sem hún hafði sofið í skólafötunum, ekki náttfötunum.
Hún greiddi sér svo vandlega áður en hún gekk í gegnum gatið á bak við feitu konuna og niður í morgunmat.
Aðeins örfáir voru þegar mættir. Fimm krakkar sátu við Huffelpuff borðið, þrír við Slytherin borðið, fjórir voru mættir frá Ravenclaw og þrír sjötta árs nemar sátu við Gryffindor borðið. Roxanne þekkti þau strax sem Harry Potter, Ronald Weasley og Hermione Granger. Þau litu öll afar þreytulega út, eins og þau bæru jörðina á herðum þeirra.
Kennara borðið var hinsvegar fullskipað. Dumbledore fyrir miðju, prófessor McGonnagal við hlið hans, Severus sat þar líka og allir hinir kennararnir.
Roxanne settist niður eins langt frá hinum Gryffindor nemunum og hún gat. Hún leit upp á kennaraborðið og sá að Severus horfði illilega á hana. Hann sendi henni ískalt augnaráð áður en hann sneri sér aftur að matnum. Roxanne var ekki brugðið. Hann hafði látið svona við hana alveg frá því hún kom í þennan skóla, hundsað hana, verið kaldur á manninn og hún var að fá nóg af því.
Hún fékk sér egg og beikon á diskinn en virtist ekki ætla að borða það.
Afhverju lét hann svona við hana? Hvað hafði hún gert?
Ekkert hugsaði hún, alls ekkert!
Hún ýtti disknum sínum harkalega frá sér og - án þess að hafa tekið matarbita - stóð upp. Hún leit einu sinni aftur upp á kennaraborðið áður en hún strunsaði út úr salnum.
Hún sá ekki hvernig Dumbledore hrissti hausinn og dæsti, eða kalda augnarráðið sem hann sendi Snape.

Kalt. Það eina sem hún fann var hreinn kuldi. Ekki útaf veðrinu, heldur ískaldur kuldi í kringum þann stað í hjartanu sem hún hafði tileinkað föður sínum. Hann hafði alltaf verið svo góður við hana. Þegar hún hafði verið lítil hafði hann alltaf lesið fyrir hana sögu fyrir svefninn, alltaf leikið við hana, alltaf verið góður við hana.
Afhverju var hann hættur því? Hvaða máli skipti það að hún var komin í Hogwarts? Skipti það hann einhverju máli að hún var í sama skóla og hann vann í? Lét það hann hætta að þykja vænt um hana?
Roxanne tók handfylli af snjó og kastaði henni út á frosið stöðuvatnið.
Hún sat undir sama trénu og hún hafði setið þegar hún sagði Ashley og Nikki frá mömmu sinni. Greinar þess sigu nú undan gríðalegu magni af snjó, en honum hafði kyngt niður síðustu viku og var nú að verða mittishár. Roxanne hafði þurft að gera sérstakan galdur til að sökkva ekki ofan í hann á leið sinni frá skólanum og að trénu.
Hún dæsti. Henni fannst hún hryllilega týnd. Hún hafði aldrei orðið vitni að slíkri persónuleika breytingu, eins og hafði orðið hjá pabba hennar. Hún hafði aldrei skynjað svona mikið hatur frá honum, svona mikil vonbrigði. Tvö lítil tár runnu niður um kalda vanga hennar. Hún þurrkaði þau reiðilega í burtu, dró djúpt andann og stóð upp. Hún ætlaði ekki að líða þetta lengur. Hún gekk hröðum skrefum aftur upp að kastalanum, og tók stefnuna beint á dýflissurnar.

Hún hafði aldrei komið í skrifstofu Severusar áður, en hún gerði ráð fyrir því að hún væri nálægt töfradrykkjakennslustofunni. Þessvegna fór hún fyrst þangað. Dyrnar að kennslustofunni voru læstar, trúlega útaf því að það yrði heldur hættulegt ef einhverjum nemendum dytti í hug að stela seiðum úr henni. Roxanne leit snögglega í kringum sig. Það voru aðrar dyr í um fimm metra fjarðlægð frá þar sem hún stóð. Framan á hurðinni var mjó silfur plata, en Roxanne sá ekki hvað stóð á henni. Hún leit aftur í kringum sig, en sá enga aðra hurð. Hún gekk þá þessa fimm metra að hurðinni með silfurplötunni. Á plötunni stóð hlykkjóttum stöfum,

Prófessor Severus Snape
Töfradrykkjakennari


Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að banka áður en hún reif hurðina opna. Skrifstofan var ekki auð. Þvert á móti sat mjög hissa Severus Snape bak við skrifborð, sem var fyllt af snyrtilega röðuðum gögnum, prófum og öðru slíku.
Allt í einu virtist sem vampírulega mannveran á bak við skrifborðið áttaði sig, hann leit kuldalega á hana,
,,Hvað í ósköpunum ert þú að gera hér? Út með þig!'' sagði hann reiðilega. Roxanne hundsaði hann, gekk inn í skrifstofuna og lokaði hurðinni á eftir sér.
,,Út með þig! Ég vil ekki hafa þig hér!'' gelti hann og stóð svo harkalega upp að stólinn hans hentist aftur ábak.
Roxanne var brugðið. Þó svo hann hafði hundsað hana frá því hún kom í skólann, þó svo hann hafði sent henni öll þessi illilegu, köldu augnarráð, þá hafði hún samt ekki búist við þessum viðbrögðum. Þó svo að hún væri að verða heldur hrædd við manninn fyrir framan hana, þá hafði hún komið til að fá að vita hluti, og ætlaði ekki að fara þaðan án svara.
,,Heyrirðu ekki í mér, stelpa? Út!''
,,Nei!'' hún leit beint í dökk brún augun á honum, ,,Ég kom hingað til að fá svör og ég fer ekki án þeirra!''
Snape virtist brugðið við þetta svar. Hún var ekki vön því að hann öskraði á hana, og hann var ekki vanur því að hún þrjóskaðist við því sem hún sagði.
,,Ég hef ekkert vantalað við þig! Farðu aftur upp í Gryffindor turn og leiktu þér þar með litlu, hugrökku vinum þínum!'' sagði Severus loks með fyrirlitningu.
,,Ég vil svör !'' Roxanne leit undan til að fela tár sem var að reyna að brjótast út. Henni fannst ekkert erfiðara en að heyra hann, pabba sinn, manninn sem hún hafði þekkt frá því hún mundi eftir sér, manninn sem hafði alltaf verið kletturinn hennar, tala við hana eins og hún væri skíturinn undir skónum hans, eins og hann fyrirliti hana og hataði.
,,Mér er drullusama um það sem þú vilt! Við skegg Merlíns komdu þér út af skrifstofunni minni eða ég set þig í eftirsetu! Ég hef ekkert með þig að gera, farðu!''
,,Nei!'' hún varð að draga djúpt andan til að róa sig niður. Hún hafði aldrei búist við því að fá svona hörð orð. Ekki frá honum. Ekki frá neinum.
,,Ég vil svör strax!'' hún var orðin reið.
,,Svör við hverju , stelpa?!'' hann sendi henni ískalt augnaráð.
,,Svör við því afhverju þú ert búinn að vera svona!''
,,Svona hvernig?! ''
,,Afhverju þú ert búinn að vera að hundsa mig, horfa á mig eins og ég sé eitthvað ógeð, tala við mig eins og ég sé það sem þú hatar mest!''
Hann leit á hana í stundarkorn.
,,Er það ekki augljóst?“ sagði Snape kuldalega.
,,Nei. Það er það ekki!” Roxanne var orðin virkilega reið.
,,Þú ert í GRYFFINDOR! Þú áttir ekki að fara í Gryffindor! Þú áttir að vera í Slytherin! Eins og ég! Eins og afi þinn! Eins og allir í föðurætt þinni!
En þú fórst í Gryffindor, því þú ert svo hugrökk, svo spes, svo betri en allir í Slytherin! Gryffindor er uppfullt af aumingjum! Þeir sem koma frá Gryffindor eiga ekki skilið að verða viðurkenndir af mér! Þú hefur orðið mér og allri ættinni til skammar! Þú átt ekki skilið að ganga undir ættarnafninu Snape! Ég vil þig út úr skrifstofunni og út úr fjölskyldunni!'' Hann öskraði svo hátt að ef skrifstofan hefði ekki verið hljóðeinangruð, þá hefði hann vakið upp alla þá nemendur sem höfðu reynt að sofa fram yfir hádegi.
Roxanne horfði á hann með tárinn í augunum. Tár sem voru ekki fallinn. Tár sem máttu ekki falla.
,,Mamma var í Gryffindor! Mamma var í helvítis, andskotans GRYFFINDOR! Samt giftistu henni, samt umgengstu hana! Afhverju er ég eitthvað öðruvísi? Afhverju hatarðu mig útaf því í hvaða heimavist ég lenti? Ég réð ekki hvert hatturinn setti mig! Ég réð engu! En samt viltu mig ekki! Veistu hvað, prófessor, ég vil þig ekki heldur. Ég vil ekkert með þig hafa! Ég vil ekki að þú komir við mig, að þú talir við mig, ekki að þú sért skildur mér á nokkurn hátt! Ég hata þig! Hata þig! Hata þig! Hata þig!'' og hún brast í grát. Hún skalf óstjórnanlega, hún reyndi eins og hún gat að halda aftur af tárunum, að þurrka þau í burtu, en hún gat það ekki. Hún klemmdi aftur augun. Ekki fleiri máttu fara. Þau þurftu öll að halda sér á mottunni. Hún mátti ekki gráta. Ekki fyrr en hún var komin í burtu frá honum.
Þá fann hún sterkar hendur taka utan um hana. Hún heyrði róandi rödd pabba síns hvísla eitthvað í eyrað á henni og rugga henni fram og aftur. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum lengur. Hún lét þau öll fljóta. Hún fann hvernig hann tók þéttar utan um hana og ruggaði henni fram og aftur eins og smábarni.
Eftir um tíu mínútna ekkasog og grátur, tók hún sig saman í andlitinu og stöðvaði táraflóðið.
,,Fyrirgefðu, fyrirgefðu, þetta átti ekki að gerast! Fyrirgefðu, fyrirgefðu, fyrirgefðu!'' endurtók hún aftur og aftur.
,,Sssshhh…þetta er allt í lagi, Roxy mín. Ég hefði ekki átt að láta svona við þig. Ég biðst afsökunnar á því hvernig ég hef látið. Þú áttir það engan veginn skilið. Geturðu fyrirgefið mér?'' Severus leit vongóður í augun á henni. Hún horfði á móti, og eftir langa umhugsun kinkaði hún loks kolli. Hann sleppti henni og tók upp sprotann sinn,
,, Scourgify* !'' muldraði hann og beindi sprotanum að henni. Tárblettirnir sem höfðu safnast saman á skikkjunni hennar gufuðu upp. Hann lagði sama galdur á sig, áður en þau gengu saman út úr skrifstofunni og upp í kvöldmat.



*Man ekki alveg hvernig þetta var skrifað…hreinsigaldurinn…

Lélegur endir, ég veit…en samt, meðan við að ég er búin að vera að skrifa í svona klukkutíma (með viðeigandi truflunum frá frændsistkynum mínum sem eru í heimsókn), má þá ekki segja að þessi kafli standist kröfur kröfuminnstu lesandanna?
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*