Þegar ég byrjaði að lesa Potter fyrir einhverjum árum þá var alltaf eitthvað að bögga mann, einhverjar spurningar og eitthvað sem manni langaði að vita.
Ég skrifaði eitthvað úr fyrstu bókunum sem mig langaði að fá svör við.
Ég man ekkert núna nema eitt og það var að í fyrstu bókinni þá fer Harry og bekkurinn hans og bekkurinn hans Malfoy's í tíma hjá henni Madam Hooch.
Þetta var kennslutími og tuttugu kústar voru handa krökkunum.
Það sem ég skil ekki er af hverju aldrei er minnst á þetta aftur. En eftir þetta var Harry kominn í Gryffindor Quidditch liðið.
Ekkert er minns á tíma hjá Madam Hooch eftir þetta, þá meina ég fyrir alla aðra en Harry.
Var þetta bara einn flugkennskutími sem fór úrskeiðis þegar Neville braut á sér úlnliðinn.
Mér finnst þetta svo asnalegt :S Af hverju er ekkert minnst á þetta meira?
Getur einhver hér svarað mér búin að vera að hugsa um þetta í nokkur ár hehe :)
Gaman væri að vita hvort einhver annar hafi pælt eitthvað í þessu :)