En hvað með þessa kenningu:
Fólk var ekki beint mjög iðið við að eignast börn á síðustu árunum fyrir fall Voldemorts, en það varð sprenging í barneignum þegar hann hvarf, þess vegna er árgangur Harrys mjög fámennur miðað við a.m.k. þá sem á eftir koma.
Þar að auki féll kannski fleira hugrakkt fólk í stríðinu (þ.e. fleiri af þeim sem voru líklegir til að eignast börn sem færu í Gryffindor) heldur en hinum, svo Gryffindor hópurinn í árgangnum er einnig fámennur miðað við hina, svo bekkurinn hans Harrys er einstaklega fámennur.
Hvað segiði um þetta?