35 dagar og stöðugt að styttast… bloomsbury eru búnir að sýna alla kápuna á Harry Potter and the half blood prince og má sjá hana hér: http://i.mugglenet.com//june10/fullukhbpcover.jpg
Erfitt að ráða mikið af þessari kápu. Myndin af Harry og Dumbledore umkringdir logum er frekar spennandi, er ekki frá því að Þeir komi af sprota Dumbledores líklega beint að Voldemort. Aftan á má svo sjá einhverja skál sem minnir mig helst á vatnið sem börnin eru skírð með í kirkjum.. held samt að JKR fari ekki að blanda trúarmálum í þetta það myndi sennilega valda uppþoti meðal strangtrúarmanna. Svo er lítill bátur þarna og loks tvær hendur sem grípa í hvora aðra, ein gömul og ein ung… úff spennandi.