9. Kafli


,,…En það veit enginn afhverju hún gerði það," Roxanne og Nikki sátu saman undir tré niður við vatnið. Roxanne hafði verið að enda við að segja Nikki frá mömmu sinni, ,,Ég hef aldrei verið jafn forvitin! Ég verð að fá að vita afhverju hún gerði það! Hún skrifaði bara í bréfinu að það væri ekki neinum af okkur að kenna, það er að segja mér, pabba, afa, ömmu, langafa, Nönu eða systkinum hennar eða dýranna okkar eða neinum…ég er forvitin! Hún sagði ekkert…pabbi sagði mér að hún hafi alltaf verið hamingjusöm og allt þannig, amma og afi sögðu það líka…hún hafði enga sínilega ástæðu til að gera þetta!“
,,Má ég sjá bréfið?” Roxanne hafði tekið öskjuna með bréfunum með sér. Hún gramsaði stutta stund í henni en tók svo upp sjálfsmorðsbréfið og rétti Nikki það. Nikki las það vandlega yfir og dæsti svo, ,,Engin sínileg ástæða!"
,,Ég veit…það var það sem ég sagði. En mig langar bara svo að fá að vita afhverju hún gerði þetta, og ég ætla að komast að því! Ég var bara að spá…heldur þú að þú getir hjálpað mér?“ spurði Roxanne, Nikki ypti bara öxlum og leit á hana
,,Ætli það ekki…ég veit náttúrulega ekkert um svona mál…”svaraði Nikki.
,,Fínt! Þú hjálpar mér!“ Roxanne brosti.
,,Það verður nú samt ekki mikil hjálp í mér…ekki búast við því að ég komi til þín í hádegishléinu með einhverja svaka lausn,”
,,Auðvitað ekki! Þú kemur bara með lausnina í kvöldmatnum…“ Roxanne glotti.
,,Ahaha…en fyndið,” sagði Nikki kaldhæðnislega.
,,Ég veit! Ég ætti að verða uppistandari…“ í þetta skiptið brosti Nikki.
,,Einmitt…”en aftur að þessu mömmu máli,“ sagði hún, ,,Hvað hét hún aftur?”
,,Hver?“
,,Mamma þín, auðvitað!”
,,Ó..já hún…Aretha Eastwood-Snape,“ svaraði Roxanne
,,Einmitt…einmitt…hvaða upplýsingar gefur það okkur?…” spurði Nikki
,,Umm…engar..?“ svaraði Roxanne
,,Einmitt. Við þurfum að finna einhverjar aðrar upplýsingar…við hvað vann hún?”
,,Ehh…“ Roxanne hugsaði sig um í smá stund, ,,Ég hef ekki hugmynd…ég held að hún hafi verið heimavinnandi,”
,,Okay…það hjálpar okkur heldur ekki neitt…hmm…“ Nikki varð hugsi á svipinn, ,,Kannski var hún ekki heimavinnandi…kannski vann hún hjá ráðuneit…”
,,Hæ,“ Ashley greip fram í fyrir henni.
,,Hæ…hver ert þú?” Nikki leit spyrjandi á hana,
,,Ég er Ashley…og þú ert..?“ svaraði Ashley
,,Hæ, Ashley…þetta er Nikki,” Roxanne svaraði fyrir hana.
,,Hæ, Nikki,“ Ashley brosti, ,,Svo…hvað eruð þið að gera?”
,,Uhh…ekkert,“ svaraði Nikki,
,,Við erum að vinna að dálitlu…” svaraði Roxanne
,,Núnú…hverju?“ Roxanne sá að hún var horfa á minningaboxið.
,,Engu sérstöku…” svaraði Nikki,
,,Einmitt. Engu sérstöku,“ tók Roxanne undir,
,,Ó…hvað er þetta?” Ashley benti á minningarboxið,
,,Bara minningarbox…“ svaraði Roxanne. Hún vildi helst forðast að fá Ashley í þetta líka. Hún treysti henni ekki jafn vel og hún treysti Nikki.
,,Minnangarbox sem hver á?” spurði Ashley. Roxanne leit í uppgjöf á Nikki,
,,Allt í lagi, sestu niður,“ Ashley settist niður við hliðina á Roxanne, ,,Okay…mamma mín framdi sjálfsmorð fyrir mörgum árum án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Mig langar að vita hver ástæðan er svo ég er að reyna að finna það út með Nikki. Þetta minningarbox er minningarbox sem pabbi á, en í því eru fullt af bréfum til mömmu eða frá mömmu. Við ætlum að gá hvort það stendur eitthvað í bréfunum sem getur hjálpað okkur að finna út hvað gerðist…
,,Ha? Framdi mamma þín sjálfsmorð?” Ashley var greinilega brugðið
,,Uhh…döööö…“ Nikki leit fýlulega á hana. Ashley hundsaði hana bara og beið eftir svari frá Roxanne,
,,Já…mamma framdi sjálfsmorð stuttu eftir að ég fæddist,” svaraði Roxanne
,,Ææææ…aumingja þú,“ Ashley gaf henni meðaumkunnarlegt augnarráð,
,,Neinei…það er ekkert aumingja ég…þekkti ekki mömmu svo það skiptir mig ekki jafn miklu máli og það myndi til dæmis skipta ykkur að mæður ykkar myndu deyja,” sagði Roxanne, allt í einu virtust hendurnar á henni vera orðnar afar áhugaverðar.
,,Ææ…mér þykir það samt mjög leiðinlegt. Enginn á skilið að missa mömmu sína…“ Ashley var enn með sama meðamkunnartóninn í röddinni.
,,Ég veit um einn sem á það skilið…” Nikki var grafalvarleg í framan.
,,Og hver er það?“ Roxanne leit af höndunum á sér og á Nikki,
,,Hann-sem-ekki-má-nefna,” svaraði Nikki stuttaralega.
,,Mamma hans er dáin…“ sagði Ashley, ,,Hann drap hana og pabba sinn,”
,,Hann átti þau ekki skilið,“ tóninn í rödd Roxanne var svo ískaldur að bæði Ashley og Nikki fengu hroll.
,,Roxanne…Nikki…enginn á svona hluti skilið,” Ashley lagði sitthvora hendi á axlirnar á Nikki og Roxanne.
,,Veistu…þú hljómaðir óhugnalega mikið eins og prófessor Dumbledore,“ Nikki hristi hendina á henni af sér.
,,Prófessor Dumbledore er fínn maður og ég hef ekkert á móti því að líkjast honum,” sagði Ashley stuttaralega og tók hendina af öxl Roxanne.
,,Þú um það…þú um það…eigum við nú að reyna að finna út þetta mömmu mál?“ Roxanne sendi Nikki ískalt augnaráð áður en hún kinkaði kolli.
,,Já…höldum áfram með mömmu málið…”





Fyrirgefiði hvað þessi kafli er stuttur…en sammkvæmt töflunni minni þá má ég ekki fara lengra í þessum kafli, so you'll just have to deal with it…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*