7. kafli

Roxanne sat á rúminu sínu, klædd í túrkisblá náttföt með þykka fléttu í hárinu. Hún var búin að draga koffortið sitt upp á rúmið líka og var að gramsa í því eftir bók sem hún hafði tekið með. Hún var reið út í pabba sinn fyrir að vera reiður út í hana, svo hún ætlaði að lesa til að leiða hugan frá því áður en hún færi að sofa. Hún lyfti upp stórri bók, Quidditch í aldanna rás, til að gá hvort að bókin hennar væri undir henni. Bókin var ekki þar, en hinsvegar var lítil, fallega skreytt viðaraskja undir bókinni, á botni koffortsins. Roxanne hafði ekki hugmynd um hvernig askjan hafði komist þangað, hún gæti hafa verið í koffortinu áður en hún pakkaði…
Hún tók öskjuna upp og opnaði hana. Innihaldið lét hana taka andköf. Þetta var minningarbox pabba hennar um mömmu hennar, Arethu Eastwood.
Roxanne hafði enn ekki gleymt deginum þegar pabbi hennar sagði henni frá því að hún hefði í raun átt mömmu…hún hafði verið hálfs árs þegar mamma hennar, Aretha Eastwood, seinna Aretha Snape, fyrifór sér í bílskúrnum heima.
Hún mundi ekkert eftir mömmu sinni, enda hafði hún verið svo ung. Hún hafði alist upp án móður, og hún hafði í raun vaxið með þá hugsun að hún ætti einfaldlega enga persónu sem hún gæti nokkurn tíma kallað mömmu. Tveir vinir hennar áttu ekki heldur mömmu, svo hún hafði haldið, allt fram að fjögurra ára aldri, að hún einfaldlega hafði aldrei verið nein mamma, hún hefði bara fæðst og pabbi hennar var eina foreldri hennar sem nokkru sinni hafði verið til.
Snape hafði verið of hræddur til að segja henni frá því að mamma hennar hengdi sig með gömlu sængurveri sem hún hafði bundið í loftið á bílskúrnum. Hann hafði verið hræddur um viðbrögð hennar, svo hann hafði slept að segja henni frá mömmu sinni, þangað til að fjórði afmælisdagur Roxanne hafði runnið upp. Veislan hafði verið búin og allir farnir heim þegar hún hafði borið upp þessa einföldu spurningu ,,Pabbi, afhverju á ég ekki mömmu?”
Það var þá sem hann hafði sagt henni allt um það hvernig Aretha hafði hengt sig og hvernig þau höfðu í raun aldrei fundið ástæðuna. Hann hafði aldrei sagt henni neitt meira en það. Bara að hún hafði átt mömmu sem hafði hengt sig án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.
En núna var hún með öskju í fanginu, með myndum og bréfum, sem sagði trúlega mikið um persónuleika Arethu Eastwood. Hún hikaði ekki áður en hún tók upp mynd af svarthærðri, ungri konu. Konan var greinilega blendingur, hvorki svört né hvít… Aretha veifaði henni og brosti breitt. Hún stóð við hliðina á stórri, tveggja hæða köku. Skyndilega gekk ungur, svarthærður maður inn á myndina og tók sér stöðu við hlið Arethu. Severus Snape veifaði einnig og setti annan handlegginn utan um Arethu.
Roxanne brosti dauflega og setti myndina aftur niður. Hún tók upp gamalt bréf í staðinn, skrifað vandraðri skrift með grænu bleki,

Severus

Hæ, Guð hvað ég sakna þín! Heyrðu, gettu hvað? Pabbi er að fara að gifta sig aftur… konan heitir Amanda Colfer. Hún er ágæt, svo sem…þau ætla að gifta sig á fimmtugsafmæli pabba, og ég verð brúðarmær! Ekki það að ég hafi ekki líka verið það í síðustu þrem hjónaböndum pabba…en hey, það skiptir engu, þú kemur í giftinguna, er það ekki? Ég fæ ótrúlega flotta skikkju til að vera í! Þú verður að vera í þarna brúnu skikkjunni þinni sem ég gaf þér, hún fer þér svo vel, það er að segja ef þú vilt koma! Þú kemur, er það ekki? Þú verður bara að koma! Ég nenni ekki að vera ein þarna með þessu fólki…veistu hvað þau líta niður á mig bara útaf því að ég er dóttir brúðgaumans? Það er eins og þau haldi að ég sé tveggja ára, ekki tuttugu…en allavegana, sjáumst í brúðkaupinu, og svaraðu fljótt!

Elska þig
Aretha

Roxanne las bréfið þrisvar yfir áður en hún lagði það aftur ofan í öskjuna og tók upp póstkort með mynd af Eiffelturninum (eða hvernig sem það er skrifað)

Aretha Eastwood

Hæ, Aretha…það er ótrúlega fallegt hér í París! Þú verður að koma einhverntíman…veistu hvað hönnuðurnir hérna eru frábærir? Ég fór á tískusýningu og ég datt næstum af stólnum! Skikkjurnar voru svo smart! Þú ættir að sjá þær, í öllum litum með pallíettum og allskonar glingri! Og hey, gettu hvað? Ég fékk miða á tónleika með einhverri mugga hljómsveit, Queen heitir hún víst…hver fer að breyta eftirnafninu sínu í *Mercury? Mér finnst það svo fáránlegt! ‘’Hæ, hvað heitir þú? Nú, já, ég heiti Freddie Mercury’’! það hljómar eins og einhver sjóræningi! En allavegana, nenni ekki að skrifa lengur, Hannah heimtar að ég fari í búðir með henni…

Sjáumst fljótt!
Nana

Nana var amma Roxanne í móðurætt. Hún vildi ekki láta kalla sig ömmu svo hún lét öll barnabörnin kalla hana Nana, og barnabarnabörnin líka (þó hún hafi dáið áður en Roxanne, sem var eina barnabarnið hennar, byrjaði að tala). Roxanne var búin að steingleyma bókinni sem hún hafði verið að leita að þegar hún tók upp mynd af litlum, svarthærðum strák með arnarnef, ekki eldri en tólf ára. Myndin var límd framan á bréf sem á stóð krækklóttum stöfum:

Aretha

Hæ, Aretha! Þetta er Severus…hvernig hefurðu það? Heyrðu, nennirðu nokkuð að senda mynd með næsta bréfi? Ég væri til í að sjá hvernig þú litir út…og hey, gettu hvað? Pabbi gaf mér keppniskúst í afmælisgjöf! Verst að ég þoli ekki að fljúga…þarf að skipta honum út fyrir eitthvað, held að ég fái mér eigin uglu, það er hryllilega leiðinlegt að þurfa að nota ugluna hans pabba…hún getur varla drattast úr búrinu á næturna til að veiða, hvað þá að hún nennir að fara með bréf! En við sjáumst

Þinn pennavinur (ég elska þetta orð…það er svo fatlað…pennavinur pennavinur pennavinur)
Severus

Roxanne starði. Höfðu þau byrjað með því að vera pennavinir? Skrítið…hún tók upp annað bréf sem virtist vera svarbréf við fyrsta bréfinu,

Aretha Eastwood

Auðvitað kem ég! Hvað heldurðu að ég sé? Ég er ekki að fara að nenna að vera hér, mamma er að gera mig brjálaðan! Hún er alltaf að reyna að draga mig með sér í búðir, og gettu í hvaða búðir hún fer? Búðirnar þarna lengst niðri á Skástræti þar sem eldgömlu karlarnir kaupa fötin sín! Það er ekki möguleiki að ég fari að ganga um með pípuhatt í köflóttri skikkju! En hvenær get ég komið? Ég kemst í fyrsta lagi á morgun, ef það er í lagi þín vegna…

Elska þig
Severus Snape

Roxanne tók upp bréf með mynd af tólf ára móður sinni framan á. Bréfið var greinilega svarbréf frá Arethu,

Severus Snape

Hæ, hérna er myndin! Ég veit, ég veit…hún er léleg, en ég fann ekki aðra og Stevie var að brjóta myndavélina fyrir viku og við erum enn ekki búin að fá aðra…en ég var að spá, heldurðu að við getum einhverntíman hist? Ef já, þá á ég afmæli eftir tvær vikur, ellefta júlí, ef þú vilt koma! þú veist hvar ég bý, nema auðvitað að þú hafir hent öllum bréfunum mínum, þó svo þú sagðist ekki hafa gert það. Ef þú hefur hent öllum bréfunum mínum þá ertu aumur lygari og ég vil ekki sjá þig…þessvegna vil ég afar mikið sjá þig á afmælinu mínu…og þú þarft ekki að koma með neitt, gjafir eru óþarfar!

Kveðja
Aretha


Roxanne brosti eilítið áður en hún tók upp næsta bréf. Hún opnaði það en komst þá að því að það var tómt. Hún lagði það á rúmið við hliðina á sér og tók upp næsta bréf. Hún hafði ekki hugmynd um hvaðan það kom.



Frú Eastwood

Það er mér sönn ánægja að tilkynna þér að heimildarmenn mínir hafa fengið allar þær upplýsingar sem þú þarfnast. Þú hefur nú leyfi til að halda áfram rannsóknum þínum. Meðfylgjandi eru allar þær upplýsingar sem munt þurfa. Ég treysti á að rannsóknir þínar skili árangri, því annars munt þú verða lækkuð í tign…eða þannig.

Kveðja
Ég


Roxanne las bréfið yfir nokkrum sinnum án þess að fá minnstu hugmynd um hvað verið var að meina. Hún leit ofan í umslagið sem bréfið hafði verið í, en fann ekki þessar ‘meðfylgjandi upplýsingar’ sem hafði verið talað um. Hún hugsaði ekki meira um það heldur lagði bréfið frá sér og tók upp næsta bréf.


Frú Eastwood

Ég mun íhuga beiðni þína.

Kveðja
Ég


Roxanne setti þetta bréf í samhengi við það fyrra. Aretha hafði trúlega verið að biðja um leyfi fyrir rannsóknunum. Hún lagði bréfið frá sér og tók upp það næsta.


Severus

Hæ, mér þykir það svo leiðinlegt að þú komist ekki, ég samhryggst þér innilega. Mamma þín var frábær kona. Andskotans Voldemort að gera þér þetta! Mig langar að fara til hans og gera eitthvað sem ég gæti séð eftir á morgun…en í alvöru, mér þykir það svo hræðilegt! Frú Snape var frábær og átti á engan hátt skilið slík örlög! Hræðilegt…hreint út sagt hræðilegt! Ég man þegar ég sá merkið fyrir ofan hús nágranna míns. Það var hræðilegasta sjón sem ég hafði séð. Hauskúpa og snákur…ég fékk eitthvað svona í magann, þú skilur? Svona ógeðslega tilfinningu, hræðslu, ég meina…þetta var nú nágrannhús, nálægt mínu húsi. Hann hefði allt eins getað komið inn til mín…ég varð svo hrædd! Eins og hann myndi bara allt í einu koma út úr húsinu og drepa mig, það var þannig sem mér leið. Þér hefur trúlega liðið þannig líka, ekki satt? Þessi hræðsla…
En guð, núna er ég búin að gera þetta bréf þunglyndislegt, finnst þér ekki? Jú…mér finnst það allaveganna…vildurðu ekki stundum að það væri hægt að stroka þennan penna út? En, já…við sjáumst.

Elska þig
Aretha


Roxanne þrýsti augunum saman til að halda aftur af tárunum. Hún grét alltaf þegar hún hugsaði um hvernig amma hennar í föðurætt hafði dáið. Dráparar höfðu myrt hana. Roxanne hafði reyndar aldrei þekkt hana, en hún hafði séð myndir og heyrt sögur, og þótti nú jafn vænt um hana og henni þótti um afa sinn sem var enn á lífi.
Hún opnaði augun aftur og tók skjálfhent upp næsta bréf. Hún saup kveljur þegar hún sá hvað þetta var.



Elsku Severus, mamma, pabbi, afi, Nana, John, Josh, Barney, Kate, Roxanne og Beau

Þegar þið lesið þetta bréf verð ég dáin. Eins og þið tókuð eftir þá valdi ég bílskúrinn til að verða sá staður sem ég yfirgef jörðina á. Ég vil byrja á því að biðja ykkur um að brenna líkið. Mamma, mér þætti mjög vænt um að þú geymdir mig í gamla kínverska vasanum.
Severus, ég vil segja þér að sjálfsmorð mitt er ekki á nokkurn hátt tengt þér. Ef þú hefðir ekki verið til staðar hefði ég trúlega gert þetta mun fyrr. Þú verður að lofa mér því að sjá um Roxy, þú gerir það, ekki satt? Ég elska ykkur bæði. Skilaðu kveðju til Roxy frá mér.
Mamma og Pabbi, ástæða þess að ég framdi sjálfsmorðið er ekki heldur á nokkurn hátt tengt ykkur. Reyndar er það ekki tengt neinum af þeim sem ég skrifa til í þessu bréfi. Ég elska ykkur bæði, og mér þykir leiðinlegt hvernig ég hef verið við ykkur. Ég hafði engann rétt til að tala við ykkur og koma fram við ykkur eins og einhverskonar þjóna, líkt og ég gerði á unglingsárunum, en einhvernveginn náðuð þið þó að þola mig.
Afi og Nana, ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt við ykkur. Þið hafið reynst mér svo vel. Þið hafið alltaf verið svo góð og hlý…svona einhverskonar skjól, þið skiljið? Mér þykir óendanlega vænt um ykkur og þykir hræðilegt að fara frá ykkur eins og ég gerði.
John, Josh, Barney og Kate, við ykkur vil ég segja að þó svo ég hafi ekki endilega komið neitt sérstaklega vel fram við ykkur, þá þykir mér samt hryllilega vænt um ykkur! Þið eruð bestu systkini sem hægt er að hugsa sér!
Beau og Rose. Ég get auðvitað ekki sagt neitt við ykkur, þar sem þið eruð hundur og ugla, en Beau, þú hefur verið tryggur vinur og mér þykir vænt um þig. Ég ætlast til þess að þú haldir hundakofanum hreinum og passir Roxanne þegar Severus fer að reyna að gera eitthvað eins og að bjóða henni kökurnar sínar, og Rose, þú hefur verið frábær ugla, alltaf komið skilaboðum til skila á réttum tíma, og alltaf verið svo ljúf og góð við mig, mér þykir svo vænt um þig…og reyndar ykkur öll bara! Þið hafið öll verið svo frábær við mig.
En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gerði það sem ég gerði. Ástæðan sést hinsvegar ekki í þessu bréfi, og vonandi þurfið þið aldrei að vita hver hún var. Passið öll upp á ykkur og aldrei gera neitt í þá líkingu sem ég er búin að gera. Aldrei.

Sjáumst hinum megin við móðuna
Aretha Snape


Roxanne gat ekki haldið aftur af sér. Hún tók upp koddann sinn og grafði andlitið í hann til að bæla niður ekkann. Tárin runnu og gerðu dökka bletti á náttfötin. Hún lagði öll bréfin aftur ofan í öskjuna og gekk vandlega frá henni ofan í koffortinu á meðan hún bældi gráturinn eins og hún gat. Svo skreið hún undir sængina, gróf andlitið enn fastar niður í koddann og sofnaði grátandi.




*Fyrir þá sem ekki vita það þá þýðir orðið mercury kvikasilfur…




Voliá! Nú er þessi kafli búinn! Ég veit að ég er búin að vera MJÖG lengi með hann, enda hef ég ekki skrifað í honum MJÖG lengi, en þökk sé Catium þá ákvað ég að halda áfram, hvort sem ykkur líkar það eða ekki! En, já…ég breytti söguþræðinum aðeins, því að gamli söguþráðurinn var algjört bull svo ég ákvað að lagfæra hann (eða öllu heldur breyta honum mikið). Nú…fyrri söguþráðurinn gekk eitthvað út á eitthvað bull um að Roxanne hafi átt muggabróður sem Roxanne og Snape vissu ekki af, hann bjó með pabba sínum og Aretha hitti hann oft…svo lenti hann í bílslysi og Aretha fyrirfór sér og öll sagan gekk út á það að Roxanne var að finna út afhverju hún hafði fyrirfarið sér því hún vissi ekki af bróðurnum og eitthvað þannig kjaftæði… en allaveganna R&R! (Það virkar trúlega ekki að segja það núna þar sem þið eruð nú þegar búin að lesa kaflan, svo ég segi bara R).
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*