Tonks en ekki Tons…
Og ég var ekki með fordóma, það er bara hvernig þú túlkar það. Það vill svo skemmtilega til að fleiri en einn af góðum vinum mínum eru lesblindir og þar á meðal einn af allra bestu vinum mínum svo ég veit alveg hvað er verið að kljást við.
Og mér finnst það ekki góð samlíking hjá þér að taka þetta hjólastóladæmi hjá þér og nú skal ég segja afhverju:
1. Þetta make'aði ekki sens hjá þér og var ekkert vit í þessu
2. Að vera fastur í hjólastól er ekki nálægt því að vera lesblindur. Þetta er vanvirðing við þá sem kljást við að vera í hjólastól, þú ert bara að rakka þau niður. Gerirðu þér fulla grein fyrir því? Meðan að manneskjur berjast fyrir því að komast inn og útúr verslunum og inn á alla almenna staði vegna þess að þær eru bundnar við hjólastól, fólk er að flytja útaf því. Góður vinur minn var nú bara að flytja milli hverfa fyrir 2 vikum síðan. Afhverju? Vegna þess að systir hans er í hjólastól. Finnst þér það sambærilegt við lesblindu? Ekki finnst mér það, skólinn minn sem dæmi. Fínn fyrir lesblinda en fatlaðir nemendur þurfa að fara í næsta skóla útaf aðbúnaði. Og svo leyfir þú þér að bera það saman að vera lesblindur og fatlaður.
Ég geri ekki grín af fötlun annara og ég er viss um að hún Tons gerir það ekki heldur, en þú verður að spurja hana því ekki þekki ég hana.
Og ég er einnig mikið fyrir kvikmyndir, er með yfir 80 myndir á harðadisknum hjá mér og slatta uppí hillu, og veistu hvað. Harry Potter myndirnar sucka og það segi ég sem bæði Harry Potter obsessed og sem kvikmyndaáhugamaður.
Og að breyta sögunum til að gera þær áhugaverðari, þessar bækur eru heimsfrægar. Gefnar út á yfir 60 tungumálum og svo segir þú að það þurfi að gera þær áhugaverðari? I don't think so!
Og veistu hvað, þessar myndir hafa líka fengið fullt af ungu fólki til þess að missa sitt álit á Harry Potter og Rowling fyrir að leyfa að þær séu útgefnar…!
So proud of it, I put my name on it
Tonks
tonKs skrifaði upphaflega:
“Þú virðist nú vera lesblind eða hafa hoppað yfir meirihlutann af blaðsíðunum fyrst þér finnst myndirnar fylgja vel eftir…”
Þetta eru fordómar, því miður. Að segja að manneskja hljóti að vera lesblind af því að hún kunni að meta kvikmyndir og finnist þær fínar. Það eru fordómar með að setja niður heilan hóp af fólki af því að það eigi við lestrarörðuleika að stríða (ég geri mér greinfyrir að lestaröðuleikar er líklega vitlaust stafsett)
Ég færði rök fyrir því afhverju mér finnast myndindirnar góðar, ekki frábærar heldur góðar. Mér finnst þeir koma þessu vel fyrir, þetta eru barna og unglingarmyndir. Börn hafa ekki sömu þolinmæði og fullorðin fólk, en það fynnda við þetta er að flestar eru bannaðar innan 12 ára.
Ég var aðlega að verja mína skoðun. Mér finnst leiðinlegt að ráðast á minnihluta hóp þar sem þú hefur aðra skoðun. Já við lesblinda fólk eru minnihluta hópur. Þetta var persónuleg árás fyrir það að finnast myndirnar góðar. Sem mér þykja alltaf leiðinlegar.
þér að segja Tonks þá biðs ég afsökunar á að hafa gleymt að skrifa k-ið það var innsáttar villa. Mér hefur alltaf þótt gaman að skirfa hvað þér finnst um bækurnar. Ég vona að málið sé búið. Því mér finnst gaman að tala um bækurnar, ég hlakka óskaplega mikið til næstu bókar. Og reyndar hlakkar mig mjög mikið að sá næstu kvikmynd líka.
Þessar myndir hafa hjálpað mér mjög mikið, því núna veit ég að ég get lesið bók á ensku og er afskaplega stolt af því. Þessar myndir hvöttu mig til að lesa bækurnar, er til betri mynd en það að fá mjög lesblinda manneskju til að lesa 5 bækur á ensku(erlendu tungumáli)?
en og aftur Tonks þá vil ég að það skapist ekki leiðindi á milli okkar þar sem mér finnst þú skrifa mjög skemmtilega hluti um Harry Potter og vil halda áfram að rökræða bækurnar og myndirnar við þig ;)
0
Fyrirgefðu leiðindin í mér, er bara búin að hafa það ekkert alltof gott undanfarið. Sem kemur niður á því sem ég skrifa…en anyway, ætlaði ekki að vera með neina fordóma
0
Allt í lagi, ég tek þessu ekkert nærri mé
0