Ron leit á töfluna þungur á brún en svo birti yfir honum.
“Þú gafst mér fríkvöld einu sinni í viku!”
“Það er fyrir Quidditchæfingu,” sagði Hermione.
Brosið hvarf af vörum Rons.
“Til hvers?” sagði hann dauflega. “Það eru jafn miklar líkur á því að við vinnum Quidditchbikarinn þetta árið og að pabbi verði galdramálaráðherra”.
Þetta stendur á bls 560 í Harry Potter og Fönixreglan og ég tel að þetta sé vísbending um hver verði næsti galdramálaráðherra.
Eins og þeir vita sem hafa lesið greinin Staðreyndir Spoiler mun í sjöttu eða sjöundu Harry Potter bókinni koma nýr galdramálaráðherra í næstu bókum.
Ég tel ágætar líkur á því að það gæti orðið Arthur Weasley pabbi Rons. Sumir gætu spurt af hverju ég haldi það? Ástæðan af hverju ég held það er sú að ég las nýlega Harry Potter og Fönixreglun og eins og þeir vita sem hafa lesið bókina, standa fyrst nefndu setningarnar í þessari grein á áðurnefndri blaðsíðu í Fönixreglunni. Einnig í 30 kafla bókarinnar vinna Ron og hinir í Quidditchliði Gryffindor Quidditchbikarinn. Þetta er vísbendingin.
Ron og hinir vinna bikarinn þrátt fyrir að eiga jafn miklar líkur á því að vinna hann eins og pabbi Rons að verða Galdramálaráðherra (sem eru litlar) ,þrátt fyrir það vinna þeir bikarinn og við vitum að Cornelius Fudge verður ekki mikið lengur galdramálaráðherra. Svo ég held að fólk ætti að búa sig undir að sjá Arthur Weasley sem galdramálaráðherra í næstu eða þarnæstu bók, þar sem Rowling gefur þessa vísbendingu í fimmtu bókinni og þessa vísbendingu má ekki hunsa.
Þannig að ég segi bara “Arthur Weasley sem næsta galdramálaráðherra.”
Kveðja Catium.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.