Veistu, söguþráður myndanna er fínn. Frábær ef maður lítur þannig á það. En það er bara hvernig myndin er gerð. “ókei, taka eitt, já þetta var fínt hjá þér danni, næsta atriði”… Þessi er bara skyrpt út, enginn metnaður lagður í þetta, leikstjóri sem hefur nánast engan áhuga á að leikstýra þessu og leikarar sem þurfa virkilega að taka sig á hvað varðar það að geta leikið. Þessar myndir eru hræðilegar ef maður fer að spá í gæðin á þeim, ef maður fer að spá í það hvernig þær eru gerðar og hversu mikil vinna er að baki.
Peter Jackson var að framfylgja æskudraumum sínum þegar hann setti LOTR á hvítatjaldið. ÞEtta var ástríða hans í sjö ár, hann lagði metnað í þetta, hann bar virðingu fyrir höfindinum, persónum og sögunni sjálfri sem heild. Leikstjórarnir, Alfonso og Chirstopher, sáu það bara sem tækifæri að komast á stjörnuhimininn aftur að fá að leikstýra Harry Potter, þetta var þeim ekki ástríða og þeir bera ekki sömu virðingu fyrir bókunum eins og sannur aðdáandi gerir.