1,2,3,4 og 5 eru allar skemmtilegar (ég get ekki gert upp á milli þeirra).
1 bókin er sniðug þar er Harry alltaf að læra e-h nýtt og ,þar líka byrja bækurnar(væri engar bækur án þeirrar fyrstu) þó hún sé reyndar dálítið smábarnaleg miðað við fimmtu en Rowling gat nú ekki látið allt verða geðveikt erfitt og ömurlegt fyrir Harry starx í fyrstu bókinni þá hefðu bara allir gefist upp. Önnur er góð og þá er Harry um tíma “vondi kallinn” sem mér finnst algjör snilld. Þriðja er gargandi snilld og þar kemur margt fram eins og t.d. sannleikurinn um kvöldið þegar foreldrar Harrys dóu og svo kemur fram á sjónarsviðið ein af mín uppáhaldspersónum(hann er í svona fimmta sæti) sem er Sirius ,fyrst sem vondi kallinn sem allir eru hræddir við og hata, og svo bara breytist hann fyrir galdra og verður góði kallinn og guðfaðir Harrys og læti. 4 bókin er góð(aðeins betri en hinar verð ég að segja, þó þær batni bara og batni með hverri bókinni að mínu mati) en í dimmari kantinum með endurkomu Voldemorts og svo fáum við að vita e-h um galdramenn frá öðrum löndum(finnst bara snilld hvernig Rowling skrifar inn hreimin hjá þeim). Svo er fimmta bókin sem er mjög vel skrifuð en mjög sorgleg, þar sér maður nýja hlið á galdramálaráðuneytinu sem mér finnst ekki góð og mörgum líkar ekki við Harry sem er vont,svo er náttúrulega “vondi kallinn” Dolores Umbridge sem að ég þori að staðhæfa að allir hata. Það sem mér finnst athugavert við fimmtu bókina eru þessi stanslausu reiðköst hjá Harry. Ég meina hvað er málið, ég veit að maður er ekki perfect í skapinu á þessum árum en ég var aldrei, ekki einu sinni þegar ég var upp á mitt versta milli 12 - 14 ára aldursins, svona geðveikt brjáluð eins og hann var látin vera. En á hinn bóginn ég þurfti líka aldrei að glíma við það sama og Harry þarf í fimmtu bókinni eða þeirri fjórðu eða þriðju, annari og fyrstu ef því er að skipta svo þetta er kannski skiljanlegt hjá honum.
Takk fyrir að hafa nennt að lesa þetta er þið nenntuð því.
Kveðja Catium.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.