Ókei…fékk þessa hugmynd þegar ég las Mjallhvíti. Very strange…nei…allveganna…hún var myndskreytt og af Mjallhvítarmyndunum fékk ég hugmyndina af Nagini…even more strange. Mér fannst bara aað Voldemort hlyti að hafa elskað einhvern mjög mikið fyrst hann gat hatað einhvern svona mikið…mikil rökfræði….anyway….ég er að bulla…njótið vel :þ


Nagini.

Hefnd. Hann vildi hefnd!! Þeir gerðu Nagini þetta, Dumbledore og Flamel. Þeir drápu hana. Nei, hann mátti ekki hugsa svona, það var leið til að vekja upp þá dauðu….hann þurfti bara að finna hana. Og hvar var betra að leita en á bókasafni Grindelwald fjölskyldunnar? Þar var besta safn af bókum fyrir myrku öflin í heimi. Eða var það, meðan Gindelwald gamli var ennþá á lífi. En núna var öll Grindelwald fjöskyldan dáin. Dumbledore drap þau öll. Svona gerðist það….

Tom Marvolo Riddle hét hann, en á hælinu var hann bara kallaður Strákurinn. Hann var skrýtinn, enginn vafi á því. Hvað var í gangi með eldboltana sem hann sendi frá sér þegar hann reiddist? Hann var líka lausleikabarn, móðirin hrökk upp af um leið og hann fæddist. Faðirinn vildi ekkert með drenginn hafa. Ekki furða…
Svona lærði Tom um fjölskyldu sína. Með því að hlusta á hvísl fóstranna þegar þær héldu að hann væri sofandi.
Þegarm bréfið kom var það blessun. Að komast burt frá þessu helvíti og læra list móður sinnar, þótt hún hafi aldrei verið móðir í sjálfu sér. Allt var betra en þetta.

Það var á brautarpalli 9 ¾ sem hann hitti Nagini fyrst. Þótt hann væri bara ellefu ára varð hann strax ástfanginn af þessu hrafnsvarta hári,snæhvítri húðinni og grænu augunum sem leiftruðu af illkvittni. Hún tók eftir störu hans og starði einfaldlega á móti. Svo var kippt í hönd hennar og hún leidd af stað aftur.

Þau hittust aftur í lestarklefanum. Hún kom inn til hans.
“Ég er Nagini Grindelwald, en þú?” Röddin var hrjúf, næstum hás, en bjó yfir einhverjum fínleika sem Tom tengdi við aðalsfólkið sem hann sá stundum á hælinu ef einhver merkilegur dagur var í nánd.
“Tom Marvolo Riddle.” sagði hann hikandi.
“Ertu muggi?” spurði hún og bar orðið Muggi fram eins og það væri hræðilegt blótsyrði.
“Ég….ég veit það ekki. Hvað er Muggi?” Hún hló, hrjúfum, illkvittnislegum hlátri. Tom líkaði betur við hana með hverri sekúndunni. Þetta var manneskja sem gott var að eiga að vini, en dauðlegur óvinur.
“Þú ert muggi, allt í lagi.” sagði hún. “Enginn heiðarlegur galdramaður talar við Grindelwald.”
“Afhverju?” Hún rétti úr bakinu. Það glampaði á grannt gullband sem var strengt yfir ennið á henni.
“Faðir minn er máttugasti galdramaður myrku aflanna og ég er eini erfingi hans.”
Nú var Tom viss. Hann líkaði mjög vel við Nagini.

Þau voru bæði flokkuð í Slytherin, auðvitað. Í sjö ár voru þau í Hogwarts, umsjónarmenn og stórhættuleg öllum sem gerðu þau mistök að pirra þau. Þau voru köld, ósnertanleg og fólk velti fyrir sér hvort þau höfðu raunverulega sál.
En Nagini hafði sál, fallega og hættulega, eins og eggin á hníf. Hún glitraði af grimmd og margir heimskir skáru sig á henni. Flestir til dauða.
Tom var ekki viss með sína.

Á sjöunda árinu var hann ekki Tom lengur. Hann var Voldemort, einn öflugasti galdramaður myrku aflanna og Nagini var við hlið hans. Hún vildi ekki kalla hann vin sinn.
“Vinir enda alltaf sem óvinir. Auk þess, hver er tilgangurinn með vináttu?”
En Voldemort elskaði hana af öllu hjarta sínu og hefði fórnað lífi sínu fyrir hana.

Það var vorið 1945 sem faðir Nagini var myrtur. Nagini trylltist af bræði, ætlaði að klóra augun úr Dumbledore, pynta hann og myrða. Láta hann finna fyrir hryllingnum. Voldemort stöðvaði hana, hún yrði drepin ef hún færi svona. Þau yrðu að skipuleggja sig. Hún vildi ekki skipuleggja. Voldemort fylgdi henni til að hjálpa. En hún ætlaði að drepa þá.

Þeir vissu að hún kæmi. Hún barðist á móti en þeir voru of sterkir. Hún dó í örmum Voldemorts.Hann bar hana, kalda og líflausa aftur á setrið. Lagði hana í rúmið sitt og fór svo beint á bókasafnið. Hann skyldi lífga hana við. Það var til leið.

Hann fann leiðina eftir margra tíma leit.

Endurlífgun. Ekki er hægt að bera aftur til lífs mannveru sem hefur sagt skilið við þenna heim. Hún getur einungis kosið að verða draugur (ef téð mannvera var galdramaður/norn í lifandi lífi). Ef manneskjan hefur hinsvegar nýlega sagt skilið við þennan heim er hægt að geyma sál mannverunnar í t.d. dýri. Þetta er mjög flókin aðgerð og krefst háþróaðra galdra, en vel framkvæmanleg….

Þarna var það! Hann las efnislistann yfir og sá sér til gleði að allt sem beðið var um var til á vinnustofu Grindelwalds heitins. Þetta yrði auðvelt. Hann ætlaði að fá sál Nagini í…..slöngu. Hún átti slöngu sem gæludýr, auk þess sem stór, demantsmynstruð slanga. Það var til slík slanga í húsinu. Voldemort seildist ofan í búrð og dró slönguna út. Hún hvæsti lágt í mótmælaskyni fyrir uppvakninguna en Voldemort hvæsti mjúklega á móti og brátt hringaði slangan sig í kringum hann.

Athöfnin tók marga klukkutíma og krafðist þess að Voldemort rakaði af sér hárið, skar úr sér eitt auga, en ekkert hindraði hann í að fá elsku Nagini aftur. Hann leitaði að sál hennar meðal þeirra sem voru nýdánir og þegar hann skar sig djúpt í huganum vissi hann að Nagini var fundin. Þegar snáksrödd Nagini hljómaði úr barka snáksins lá viðað Voldemort gréti af fögnuði.
“Hinn mikli Voldemort grætur ekki. Hann hefnir bara.” Snáksröddin hafði lög að mæla. Auðvitað, þetta var Nagini. Voldemort grætur ekki, hann hefnir!!
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,