Gamall maður með sítt, silfrað hár og skegg, lítil mánagleraugu og góðleg augu, stóð upp þar sem hann hafði setið fyrir miðju kennaraborðsins. Hann lyfti höndunum til að þagga niður í krökkunum, sem voru hlæjandi, talandi og hvíslandi.
Þögn.
Þessi maður hafði einhver áhrif á þau…var það sem Roxanne hugsaði um þegar hún leit í kringum sig á nú þegjandi krakkana.
Gamli maðurinn brosti og leit á þau.
,,Verið velkomin, í enn eitt ár í Hogwarts. Við 2.3.4.5.6. og 7. árs nema vil ég segja eftirfarandi:
Verið velkomin aftur til Hogwarts. Vonandi njótið þið dvalar ykkar hér og varist að pirra ónefnda kennara,'' Hann gaf Severusi Snape lítið hornarauga, sem lét flesta krakkana brosa, ,,Við 1. árs nema vil ég segja eftirfarandi:
Velkomin í Hogwarts- skóla galdra og seiða! Vonandi njótið þið þessa árs, passið ykkur á stigunum og varist líka að pirra ónefnda kennara!''
Aftur leit hann hornarauga á Snape og brosti svo,
,,Það má enginn, undir nokkrum kringumstæðum fara inn í Forboðna skóginn! Sá sem fer þangað á í hættu á að verða rekinn! Þar sem Voldemort (Nokkrir nemendur supu hveljur við að heyra nafnið, þar á meðal Roxanne) er nú að koma aftur. Ekki er leyfilegt að fara útaf skólalóðinni, nema í fylgd kennara. Við höfum nú stytt útivistartíma ykkar niður í átta að kvöldi, þar sem áðurnefndri persónu er að vaxa ásmeginn. Sjáist einhver á göngunum eftir klukkan átta, þá fá þeir eftirsetu hjá prófessor Snape.
Ég vil einnig kynna nýjan kennara í Vörnum gegn myrkru örlunum, Sean Fenning,'' sagði gamli maðurinn. Ungur, brúnhærður maður stóð upp og hneygði sig,
,,Takk innilega fyrir að taka á móti mér í þessum skóla, Dumbledore. Það verður mér mikill heiður að vinna hér!'' sagði hann með lotningu áður en hann settist brosandi aftur niður.
,,Ekkert að þakka. Ég ætlast til þess að þið sýnið honum - og öllum öðrum kennurum við skólan - virðingu!'' gamli maðurinn, sem greinilega hét Dumbledore, hafði tekið aftur til máls, ,,Ó, já…einnig vil ég minna ykkur á það að við viljum helst ekki fá neinar eftirlíkingar af ónefndum, rauðhærðum fyrrum Gryffindor tvíburum,'' Nokkrir krakkar litu með vonbrigðum á hvorn annan, þegar Dumbledore sagði seinustu orðin, ,,En, jæja…nóg komið af bablinu í mér! Látum nú veisluna hefjast!''
Dumbledore brosti breytt af undrandi andlitum 1. árs nemana, þegar full föt af mat birtust á borðinu fyrir framan þau, ásamt silfur diskum og hnífapörum.
,,Vá!'' Stundi Roxanne og horfði með aðdáun á borðið sem var byrjað að svigna, ,,Eins gott að pabbi kennir bara, en eldar ekki!''
Nokkrir nemendur litu á hana hissa með Guð-minn-góður-hún-talaði-um-Severus-Snape-eins-og-hann-væri-mannlegur svip.
Roxanne horfði á þau á móti og roðnaði áður en hún fékk sér bita af hangikjöti, grænum baunum, rauðbeðum, kartöflumús og brúnni sósu (Já…norrænn matur á flokkunarveislunni í Hogwarts, yeah right!) á diskinn og byrjaði að borða.
Vá…afhverju geta húsálfarnir í Hogwarts ekki eldað heima hjá okkur? Hugsaði hún og fékk sér stóran munnbita af hangikjöti. Hún fann enn fyrir nokkrum augum á sér, sem virtust staðráðin í því að bora á hana gat, en hún lét það ekkert á sig fá, heldur kláraði bara af disknum sínum og reyndi að borða með eins miklum mannasiðum og hún gat (S.s. ekki eins og bróðir minn…). Hún þoldi ekki þegar fólk horfði á hana borða. Það var eins og þau væru að dæma um það að hún héldi of framalega á gafflinum. Ólýsanlega pirrandi!
Svo hún hætti að borða eins fljótt og hún gat. Borðaði með eins miklum mannasiðum og hún gat, en samt eins fljótt og henni var mögulegt.
Um leið og diskurinn tæmdist, var eins og þeir sem höfðu verið að horfa á hana hefðu vaknað úr leiðslu. Þeir litu undrandi í kringum sig en tóku svo eftir matnum á disknum fyrir framan þá.
Hvað var svona merkilegt við það að sjá dóttur töfradrykkjakennarans borða? Það var ekki eins og hún borðaði öðruvísi en annað fólk…kannski héldu þau að hún myndi draga upp seiðpott, henda öllum matnum ofan í hann, bæta svo við einhverju vatni og öðru drasli og búa þannig til nokkurskonar seiði og éta matinn þannig? Eða kannski héldu þau að hún væri vampíra, eins og þau héldu að pabbi hennar væri? Kannski höfðu þau verið að bíða eftir því að hún stykki á næsta mann og sygi úr honum blóðið? Hmmm…þau færu trúlega ekki svo langt…
Hún hallaði sér fram á borðið og beið. Mjög fáir voru búnir að borða. Þegar hún leit upp að kennaraborðinu sá hún nær alveg fullan disk hjá Severusi.
Svarthærði risinn sat líka við kennaraborðið og var að sjúa merginn úr beinunum. Ógeðslegt. Hún leit að gömlu konunni sem hafði lesið upp nöfnin þeirra áður. Hún var bara með sósu, baunir, kartöflustöppu og rauðbeður á disknum sínum. Ekki var hún grænmetisæta? Nei…hún var trúlega bara búin með kjötið eða eitthvað í þá áttina. Nei, greinilega ekki grænmetisæta.
Konan teygði sig og náði sér í meira hangikjöt. Ekki grænmetisæta.
En hún var ekki að fara að nenna að bíða hérna og hugsa um það hvort kennararnir væru grænmetisætur! Ekki átti hún bara að standa upp og fara? Nei…hún yrði bara að sitja og bíða. Úff…leiðinlegt að sitja bara, bíða og horfa á annað fólk borða. En nú voru þeir sem höfðu fylgst með henni áður, farnir að borða. Hún gæti allt eins bara fengið sér meira, fyrst það var enginn að horfa á hana í þetta skiptið? Jú…hún gæti það alveg!
Hún fékk sér því meira á diskinn og hélt áfram að borða. Hún yrði feit ef hún myndi alltaf hugsa eins og hún hugsaði núna: Ég hef ekkert að gera…ég veit! Ég borða bara til að drepa tímann!
Jább…yrði alveg örrugglega feit…
Þegar hún var búinn með þennan annan skamt sinn, voru flestir alveg búnir að borða, sem sýndi það að hún var með heila(að einhver skuli vera svo gáfaður að borða til að drepa tímann!).
Hún þurfti aðeins að bíða í tíu mínútur áður en gamli galdramaðurinn stóð upp, leit yfir salinn og ræskti sig.
,,Nú, já. Ég sé að allir eru búnir að borða, svo ég vil biðja ykkur um að fara upp í heimavistirnar ykkar!''
Roxanne leit ráðvillt í kringum sig. Krakkarnir voru flestir búnir að standa upp, en svo virtist sem hinir fyrsta árs nemarnir væru jafn hissa og hún.
Hvar var Gryffindor heimavistin? Hvernig átti hún að komast þangað? Var það sem hún hugsaði á meðan hún skimaði í kringum sig. Ætli hún þyrfti ekki bara að fylgja straumnum? En það fóru allir í mismunandi áttir. Reyndar voru það fjórar áttir sem krakkarnir streymdu í. Í hvaða átt átti hún að fara?
,,Umm…allt í lagi! 1. árs nemar…ehh…má ég fá athygli ykkar?'' rauðhærð stelpa með freknur leit taugaóstyrk á 1. árs Gryffindornemana, ,,1. árs Gryffindor nemar, geriði það, takið eftir!''
,,Ginny…þú nærð athygli þeirra aldrei svona!'' Svarthærður strákur með kringlótt gleraugu leit á hana og hristi hausinn, ,,Þú verður að tala aðeins hærra…''
,,Allt í lagi…'' Stelpan, sem hét Ginny, opnaði aftur munninn til að tala, en svo virtist sem hún gæti ekki hækkað röddina.
,,Allt í lagi, Gin…ég skal gera þetta fyrir þig…'' muldraði strákurinn og tók sér stöðu við einn enda borðsins, þann sem vísaði frá kennaraborðinu.
,,Hey! Fyrsta árs nemar! Allir í röð, eltið mig! Gryffindor nemar! Núna! Í röð!'' kallaði hann. Krakkarnir kipptust til og litu á hann, áður en þeir stóðu upp og mynduðu þrefalda röð fyrir framan hann. Rauðhærða stelpan hvíslaði einhverju að honum og hann dæsti, áður en hann hvíslaði einhverju á móti.
Roxanne var í miðri röðinni, sá hvorki fram fyrir sig né aftur fyrir sig fyrir öðrum krökkum. Hún myndi örrugglega villast daginn eftir, en það var ekkert hægt að gera í því…
,,Allt í lagi! Enginn má týnast úr röðinni! Ef það gerist, þá verð ég að senda Ron á eftir ykkur! Þið vitið trúlega ekki hver Ron er, en ég skal láta ykkur vita að það er ekki gaman að láta hann leita að sér! Svo hreyfið fæturna hratt og ekki dragast aftur úr!'' hann brosti, sneri sér við og gekk af stað að stórum marmarastiga, með krakkahópinn á eftir sér.
Eftir að þau komu upp stigann, sá Roxanne ekki hvert þau fóru. Krakkarnir fyrir framan og aftan hana byrgðu henni fullkomlega sýn. Hún heyrði þó krakkana taka andköf, í eitt skipti áður en röðin stoppaði. Rétt á eftir gengu þau upp stiga, sem af einhverjum undarlegum ástæðum hreyfðist.
Og var með laus þrep.
Pamm
Hún rétt náði að kippa fætinum upp áður en hún hefði fest hann og trúlega troðist undir. Föls þrep…hver hannaði skólann eiginlega?
Að öðru leiti sá hún ekkert hvert þau fóru. Þau gengu bara áfram, beygðu, áfram, beygðu, áfram, upp stiga, beygðu, áfram…svo loksins stoppuðu þau og svarthærði strákurinn tók til máls,
,,Allt í lagi, hlustið nú á mig! Eftir smá stund segi ég lykilorð og þið meigið alls ekki gleyma því! Skilið?'' sagði hann hátt og leit yfir hópinn, sem muldraði orðin já, jamm, okay og allt í lagi,
,,Okay! Núna segi ég þetta orð! Orðið er…og munið það að ef þið gleymið því þá komist þið ekki inn í heimavistina…orðið er Quidditch! Nú, ekki gleyma því!'' Um leið og strákurinn hafði sagt orðið ‘'Quidditch’' hafði málverk af feitri konu, sem hékk á vegnum fyrir aftan hann, sveiflast til hliðar. Bak við málverkið var einskonar hlið hinum megin við hliðið var stór setustofa. Krakkarnir fylgdu rauðhærðu stelpunni og svarthærða stráknum þangað inn.
Herbergið var nú þegar troðið af krökkum sem höfðu verið í matnum áður,
,,Allt í lagi, strákar upp stigann og til vinstri, stelpur, sömu leið til hægri!'' strákurinn nennti greinilega ekki að fylgja þeim lengra, þar sem hann benti einfaldlega á brattan stiga en gekk svo að rauðhærðum strák og brúnhærðri stelpu, á sama aldri og hann.
Roxanne dæsti og klifraði upp stigann á eftir hinum krökkunum. Hún hafði ekki getað séð setustofuna almennilega, en hún hafði verið hringlaga og full af mjúkum, rauðum hægindastólum. Hún yrði að skoða hana betur seinna.
Hún hugsaði ekki meira um það, þar sem hún gekk inn í herbergi merkt fyrsta árs stúlkum. Inni í því voru sex rúm. Það höfðu verið tvö herbergi fyrir 1. árs stúlkur, svo hún gerði ráð fyrir því að það væru um tólf fyrsta árs Gryffindorstelpur og tólf Gryffindorstrákar, sem gerði tuttugu og fjóra fyrsta árs Gryffindornema. Ekki það að það skipti nokkru máli…
Herbergið var stórt. Kommóðan var stór. Glugginn var stór. Rúmið var stórt. Spegillinn var stór, og jafnvel Blaðakarfan í einu horninu var risavaxin. Herbergið var því - eins og margir hafa trúlega getið sér til um - stórt.
Öll rúmin voru í hjónastærð, með stórri himnasæng. Það var ein kommóða við hvert rúm og einn spegill í fullri lengd við hverja kommóðu. Veggirnir voru alveg auðir, greinilega var ætlast til þess að þau gætu hengt upp myndir og plaggöt.
Við rúmin var búið að koma fyrir koffortum og gæludýrum. Roxanne sá búrið hennar Seru við rúmið í horninu. Roxanne svaf alltaf úti í horni, svo henni var alveg sama. Hún var samt viss um að flestar hinar stelpurnar myndu hvarta yfir þessu rúmi, en henni var alveg sama.
Hún gekk að rúminu og settist niður áður en hún tók búrið hennar Seru upp og sleppti henni lausri inni í herberginu. Hún sveif virðulega einn hring um herbergið áður en hún lenti mjúklega á útréttum handlegg Roxanne.
Hinar stelpurnar veittu henni enga eftirtekt. Þær voru allar að gera það sama og hún, sem sagt klappa gæludýrunum sínum, nema ein stelpa, sem var í óða önn að taka upp úr koffortinu sínu. Roxanne horfði á hana og dæsti, áður en hún stóð upp og gekk til hennar, með Seru nú á öxlinni, eins og þjálfaðan páfagauk (Skrítið hvað uglan er fljót að hænast að henni, en svona er bara lífið…).
,,Hæ,'' sagði hún þegar hún var búin að taka sér stöðu fyrir framan rúm stelpunnar. Stelpan hætti að brjóta saman boli - sem með einhverjum hætti höfðu krumpast í koffortinu - leit upp og brosti.
,,Hæ,'' skollitað hárið náði aðeins niður fyrir axlir, hún var með freknur og augun voru blá, ,,Ég heiti Alex!''
Stelpan rétti út hendina og Roxanne tók í hana áður en hún svaraði,
,,Ég er Roxy…áttu gæludýr?'' Roxanne ákvað að koma sér beint að efninu. Hún gerði sér vel grein fyrir því að hún hljómaði frekjulega, og jafnvel ókurteis, en hún var í raun bara forvitin. Stelpan brosti hinsvegar bara áður en hún hristi hausinn,
,,Nei, ekkert gæludýr. Ég á reyndar kisa heima, sem ég þorði ekki að taka með ef gæludýrin þyrftu að vera einhvernvegin tengd göldrum, ég er sko það sem einhverjir hérna kalla Blóðníðing, kem úr muggafjölskyldu!'' Roxanne kveinkaði sér þegar hún sagði orðið ‘'Blóðníðingur’', þó svo að stelpan segði það afar hverfsdagslega. Pabbi hennar hafði alltaf sagt henni að virða alla, jafnvel þó svo þeir væru ekki hreinræktaðir galdramenn, eða bara muggar. Hann hafði alltaf sagt henni hvernig hann þoldi ekki fólk sem hafði eitthvað á móti muggum.
,,Hver kallaði þig eiginlega blóðníðing?''spurði Roxanne varlega en samt með hint af
fyrirlitningu í röddinni, eins og hún væri móðguð yfir því að einhver hefði kallað þessa ljúfu stelpu fyrir framan hana blóðníðing.
,,Einhver strákur, veit ekki hvað hann heitir. Var úr þarna slöngu heimavistinni, sem ég man ekki heldur hvað heitir…'' sagði stelpan og yppti öxlum, ,,Afhverju spyrðu?''
,,Þú veist að blóðníðingur er versta orð sem hægt er að kalla fólk?'' sagði Roxanne eins og allir ættu að vita það. Einhverra hluta vegna nennti hún ekki að vera með allt þetta kurteisishjal við þessa stelpu. Hún fann það á sér að stelpunni var í raun sama, eða að hún finndi einhverra hluta vegna á sér að Roxanne væri ekkert að reyna að móðga hana. Þessvegna var hún núna í þeim hreinskilnustu og beinustu samræðum sem hún hafði nokkru sinni haft.
,,Versta orðið? Nei…mér finnst það ekki. Ég ætti í raun ekki að vera norn. Það er dálítið skrítið, þú skilur? Einhver í ættinni minni hlítur að hafa verið galdramaður, og mér finnst ættin mín hafa verið að níðast á blóðinu, þar sem sá eða sú okkar sem var galdramaður, hefur ekki viljað segja öðrum frá því, sem þýðir að hún eða hann var í raun bara að skilja galdrahlutann af sér útundan, þú skilur? Svo við blóðníðingarnir erum í raun bara að níðast á blóði,'' svaraði Alex stuttaralega áður en hún hélt áfran að taka upp úr koffortinu sínu,
,,Úff…hún ert eitthvað verri… muldraði Roxanne með sjálfri sér þegar hún gekk aftur að rúminu sínu. Skrítin stelpa…
Klukkan var orðin ellefu þegar hún var svo búin að taka það nauðsynlegasta upp úr koffortinu sínu. Svo sem myndir, föt og vekjaraklukkuna sína. Annað dót geymdi hún í koffortinu.
Klukkan var svo tvær mínútur yfir ellefu þegar hún skreið upp í rúmið sitt, dró himnasængina fyrir og sofnaði áður en höfuðið lenti á koddanum.
Ahh, ég veit…fáránlegur kafli…var í einhverju skrítnu stuði þegar ég skrifaði hann, svo hann er dálítið skrítinn…ég fer alltaf í svona ‘'skrítið stuð’' þegar ég skrifa á kvöldin…einhver sagði mér að fólk hefði virkasta ímyndunaraflið á morgnanna, en ég virðist hafa það á kvöldin! Þá verð ég svona þannig að mér verður alveg sama um það að sagan á að vera miklu meira down to earth heldur en ég skrifaði þennan kafla, en hey, guess what? I don't care! Like it or not…
Og hey, hefur einhver annar en ég tekið eftir því að Harry Potter er mikið fyrir það að sofna ‘'áður en höfuðið lendir á koddanum’'?
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*