Kreacher, Sirius, Harry, Voldemort o.s.fr... Ég ætla ekki að merkja þetta sem spoiler því ég geri nú ráðfyrir að fólk sé búið að lesa bók númer 5 svona allavega 5 sinnum :O)
En allavega, ég rakst á svolítið í bók númer fjögur (Harry Potter og Eldbikarinn/Harry Potter and the Goblet of fire). Þegar Voldemort er að tala við Ormshala (wormstail) er hann að segja frá því hvernig áætlanir hans ætla að verða. Á bls 12 segir hann:

“…Svona nú, Ormshali, eitt dauðsfall í viðbót og leiðin að Harry Potter er greið…”

og stuttu seinna bætar hann við:

"…Þegar þar að kemur mun hinn dyggi þjónn minn hafa gengið aftur til liðs við okkur…"

Við vitum ekki en þá hver þessi dyggi þjónn er. Gæti þess vegna verið Snape, Skröggur(Mad-eye Moodey) eða einhver sem við eigum enþá eftir að kynnast. (það er nú vitað að pabbi Dracos væri löngu snúinn aftur til meistara síns ef hann væri einn af þeim sem við vitum ekki alveg en ;O)…)
Svo ég ætla ekki að fara að tala um það. En það sem mér fannst forvitnilegt var setningin
“…og leiðin að Harry Potter er greið…”
og
“…eitt dauðsfall…”

Ef þið spáið í því þá dó Cedric ekki satt. Vissi Voldemort að hann kæmi með? eða er hann að tala um einhvern allt annan? Crouch?
En ef við förum lengra framm í tímann…ókílídókílí….svo ég geri þetta að aðeins meiru bulli. Kannski var Voldemort að tala um Sirius sem er í raun að vernda Harry og er einn af mestu óvinum Voldemorts.
Þegar Harry reyndi að ná sambandi við Sirius þá laug Kreacher, ætla að hann hafi tekið skipanir frá málverkinu frá Voldemort um að ljúga til þess að Harry myndi fara á undan að finna spádóminn? Með það í huga að Sirius myndi koma á eftir…
Ok, þetta er orðin svakaflækja, en aðal atriðið sem ég er að reyna að koma frá mér er það:

Umbridge hefur skipurlagt eitthvað af því sem gerðist og verið með Voldemort í liði ( enda líkaði Dumbledore illa við hana). Kreacher er vondi húsálfurinn þó það sé leiðinlegt að segja, en hann hefur bara verið svo lengi í vondri fjölskyldu að það er ekkert hægt að inræta hann með góðu. Sjáið bara hvað gerðist við Vinky, hún vill enþá fara til húsbónda síns.
Sirius er eftirlýstur bæði á góðu og vondu hliðini, en er mjög nálægt Harry Potter. Þess vegna vill Voldemort losna við hann. Láta Harry finna hversu leiðinlegt það er að vera einn, án þess að hann taki einu sinni eftir því og þá fær hann greiðari leið að honum…
En ég er farin að tala allt of mikið og vona að eitthvað af þessu hafi komist til skila því ég held að þarna hafi komið vísbending um það hver ætti að deyja í bók fimm og hversvegna. Að nornin sem drap Sirius hafi verið falið það hlutverk að drepa hann…
En hver veit, endilega commentið á þessa ritgerð mína :O) er bara að reyna að lífga þetta áhugamál aðeins upp.
Vatn er gott