Þetta er ekki spoiler bara kenning…

En hér fyrir neðan er smá spoiler…









Hálfblóð, hlýtur að eiga við hálfur muggi hálfur galdramaður. Fyrsta kenningin hlýtur að tengjast því að Harry eða Voldemort séu þeir sem átt sé við, en JK sagði í viðtali að hún ætti við hvorki Harry né Voldemort.


Þessvegna tel ég að Neville sé sem átt er við, en hann er eini annar karakterinn sem er blandaður. Í fimmtu bókinni kemur fram að spádómurinn segði að barn bæði muggs( eða galdramanns af muggaættum) og galdramanns myndi sigra Voldemort. En staðreyndin er sú að spádómurinn tilgreindi dagsetningu sem gat átt við bæði Neville og Harry sem fæddust á svipuðum tíma en þó ekki á sama degi. (Held ég).
Þetta er allaveganna mín kenning að þótt Neville sé ekki sá sem spádómurinn tilgreindi, þá sé hann mikilvægari en hann virðist við fyrstu sýn…