Hurðin að Uglubúð Eelops opnaðist rólega og hávaxin, svarthærð stelpa steig inn. Hún leit hikandi í kringum sig áður en hún gekk að afgreiðsuborðinu. Hún ýtti á bjöllu á borðinu og eftir stutta stund kom gamall, gráhærður maður fram.
''Góðan dag, get ég aðstoðað?'' spurði hann rólega og leit bláum augum á stelpuna.
''Umm…ég er að leita að uglu,'' sagði stelpan hikandi.
''Og hvernig uglu má bjóða þér?'' maðurinn brosti góðlátlega og beið eftir svari,
''Ehh…ég veit það eiginlega ekki, þekki ekkert sérstaklega vel til uglna,'' stelpan roðnaði eilítið og leit í kringum sig á hillur fullar af uglubúrum og uglum.
''Nú, þannig…tja…það skiptir miklu máli hve mikið þú ert tilbúin að borga. Bestu uglurnar eru hérna bakatil, en hinar eldri og ódýrari hérna frammi,''
''Það væri fínt að fá að skoða þær sem eru baka til fyrst…'' muldraði hún. Maðurinn brosti og benti henni að elta sig í gegnum gamla hurð.
Stelpan leit undrandi í kringum sig þegar þau gengu inn í stóran sal. Stór og lítil uglubúr hengu niður úr loftinu og uglur í tugatali flögruðu um.
''Réttu hendina út,'' maðurinn leit á hana á meðan hún teygði vinstri hendina fram,
''Hvað svo?'' spurði hún og horfði á hendina á sér með eftirvæntingu, eins og hún byggist við því að hún breyttist í uglu,
''Við bíðum,'' maðurinn sagði ekki meira en horfði bara á uglurnar sveima um salinn. Allt í einu breytti lítil, móbrún ugla um stefnu, tók dýfu niður á við og lenti mjúklega á útréttri hendi stelpunar sem tók andköf af undrun,
''Vá! sástu þetta! Hún bara settist á hendina á mér!'' stelpan leit áköf á manninn og ugluna(sem hafði komið sér vel fyrir á handleggnum og sýndist ekki vera að fara neitt) til skiptis.
''Já,'' var það eina sem maðurinn sagði. Svo gekk hann að stórri hillu og tók fram silfurlitað, stórt uglubúr, ‘'réttu mér ugluna,’'
Stelpan rétti honum ugluna og hann setti ugluna í búrið.
''Nú ræðurðu hvort þú tekur þessa uglu eða finnur aðra frammi,'' sagði maðurinn kæruleysislega og horfði á hana,
''Umm…ég væri til í að skoða fleiri frammi…''
''Allt í lagi. Eltu mig,'' maðurinn gekk með móbrúnu ugluna aftur fram. Stelpan skokkaði svo á eftir honum.
Hún skoðaði uglurnar frammi í rúmar tíu mínútur áður en hún gekk aftur að manninum, sem hafði beðið þolinmóður á bak við afgreiðsluborðið,
''Ég vil þessa,'' hún benti á litlu, móbrúnu ugluna og brosti,
''10 galleon, fyrir stelpuna,'' hún leit undrandi á hann,
''10 galleon? Er það ekki heldur mikið?!'' spurði hún hissa en dró samt upp veskið sitt,
''Ég sagði þér að dýru uglurnar væru bakvið. Hinar hérna frammi kosta allar 6 galleon, ef þú vilt það frekar?''
''Uhh…neinei…ég tek þessa,'' hún dró 10 galleon úr veskinu sínu og rétti manninum,
''Allt í lagi. Nú þarftu að segja mér hvað þú heitir svo ég geti skráð ugluna á þig,'' sagði maðurinn eins og hann væri að útskýra fyrir barni hvað 1+1 væru.
''Umm…allt í lagi. Ég heiti Roxanne Amy Snape,'' hann leit á hana og augun á honum stækkuðu um helming,
''Ekki ertu dóttir Severusar Snape?!'' spurði hann í sjokki, hún kinkaði bara kolli, ‘'Á sá gamli fauskur dóttur?!’'
Roxanne leit á hann furðu lostin. Hafði hann virkilega kallað pabba hennar gamlan fausk fyrir framan hana? Og hafði HANN virkilega sagt að pabbi hennar væri gamall? Þessi maður var nú örugglega helmingi eldri en pabbi hennar!
''Ehh…já, hann á dóttur…geturðu nú látið mig fá ugluna og einhvern mat handa henni líka?'' spurði hún vandræðalega og rétti honum 2 galleon aukalega fyrir uglufóðri. Maðurinn horfði bara á hana eins og hún væri talandi kaktus, tók við peningunum og horfði á eftir henni ganga út með ugluna og fóðrið.
Roxanne hafði aldrei hitt jafn ókurteisann mann! Hún strunsaði niður eftir Skástræti í átt að sprotabúðinni. Þegar hún stóð fyrir framan hana dróg hún djúpt andann og opnaði hurðina.
*Ollivanders var rykugasta búð sem hún hafði nokkurntíma komið inn í. Á gólfinu var sentimeters þykkt lag af ryki og ennþá þykkara lag var á hillunum. Hún þurfti að loka munninum þegar hún gekk svo rykið þyrlaðist ekki inn í hann.
Afgreiðsluborðið var úr gamalli, fúinn eik og maðurin sem sat á bakvið það virtist ævaforn, en samt einhvernveginn svo ungur.
''Umm…ég er að leita að sprota,'' sagði hún varfærnislega leit á manninn, sem hrökk við,
''Fyrirgefðu…ég hlýt að hafa dottað,'' mulraði hann, ‘'sprota, segiru…já…ég gæti kannski hjálpað þér þar…’'
hann stóð upp og gekk í átt að gamalli, rykfallinni hillu fulla af litlum, ílöngum boxum. Hann rendi fingrunum eftir þeim á eldingarhraða en stoppaði svo og dró einn kassann út.
''Prófaðu þennan!'' hann opnaði kassann og rétti Roxanne litla sprotann, ‘'15 sentimetrar, pílviður, hjartarót úr dreka!’'
Roxanne tók við sprotanum og sveiflaði honum. Blaðabunki á borðinu hans Ollivanders þyrlaðist upp í loftið og Ollivander greip sprotann af henni,
''Ekki gott…alls ekki gott,'' muldraði hann og setti sprotann aftur á sinn stað. Hann hugsaði sig um í smástund en rétto henni svo annan sprota,
''Prófaðu þennan. Kristþyrnir og einhyrningshár, 28 sentimetra, sérstakur og sveigjanlegur!'' hún tók við sprotanum og sveiflaði honum. Hún fann orkustraum fara um sig og rauðir og bláir geislar skutust úr enda sprotans,
''Það gera 7 galleon,'' sagði Ollivander léttilega. Roxanne leit á hann,
''Er þetta sem sagt sprotinn minn?''
''Auðvitað, afhverju heldurði að búðin mín hafi ekki rústast?'' svaraði Ollivander eins og allir ættu að vita það.
Roxanne rétti honum þessi 7 galleon og yfirgaf búðina.
''Jæja, uglan mín. Núna er tími til að fara á Leka Seiðpottinn, heldurðu það ekki?'' hún leit á litlu ugluna og brosti, ‘'Komdu!’'
Hún skokkaði af stað í átt að litlu kránni með búrið undir annari hendinni og matinn í hinni. Sprotinn var í vasanum og restin af skóladótinu hennar var nú þegar komin upp í herbergið hennar á Leka Seiðpottinum.
Pabbi hennar hafði þurft að fara til Hogwart's, til að undirbúa sig undir skólaárið, svo hún var ein á Skástræti. Ethan hafði ekki fengið leyfið frá mömmu sinni til að fara í Hogwart's.
Roxanne hugsaði sig um í smá stund áður en hún dró fram nýja sprotann sinn og bankaði honum í nokkra mismunandi múrsteina í veggnum fyrir framan hana. Hún beið þolinmóð á meðan steinarnir fóru að færast og mynduðu stórt bogahlið.
''Ég verð aldrei leið á þessu,'' muldraði hún og steig í gegnum hliðið. Fyrir innan hliðið var gömul hurð sem hún opnaði og gekk svo inn í Leka Seiðpottinn.
Hún hélt niðri í sér andanum þar sem hún var afar viðkvæm fyrir reykinga-og áfengislykt, á meðan hún fetaði sig í átt að stiganum sem leiddi upp á efri hæðina.
Herbergið hennar var lítið með aðeins einu gömlu rúmi, náttborði og kommóðu. Hún lagði sprotann og uglufóðrið efst á lítinn stafla af nýju skóladóti, sem hafði myndast við hliðina á kommóðunni. Ugluna setti hún hinsvegar á rúmið og leit rannsakandi á hana,
''Hvað vilt þú heita?'' spurði hún meira sjálfa sig en ugluna(ekki það að hún byggist við því að uglan myndi svara).
Uglan var lítil og móbrún með svartar rákir í kringum gul augun.
''Civetta, kannski?'' uglan leit á hana eins og hún vildi segja : ‘'ekki möguleiki í helvíti!’'
Roxanne andvarpaði og muldraði með sjálfri sér: ‘'Það þýðir ugla á ítölsku…’'
Hún hugsaði sig um í nokkra stund áður en hún opnaði munninn og dæsti,
''Kannski Molla?'' sagði hún, ‘'Það þýðir vor á ítölsku,’'
Uglan gaf bara frá sér lágt væl og Roxanne hugsaði sig aftur um,
''Estate? Nei…hljómar ekkert sérstaklega vel…hmm…Autunno…nei…Inverno?'' hún leit eftirvæntingarfull á ugluna, ‘'Nei…veistu…ítölsku árstíðirnar passa ekkert sérstaklega vel við þig,’'
Hún leit hugsandi á ugluna og stundi svo,
''Allt í lagi. Þú mátt velja. Hvaða nafn viltu? Ég gef þér fimm nöfn sem þú mátt velja úr: Indole, sem þýðir skap?'' uglan gaf frá sér lágt væl og Roxanne hristi hausinn,
''Allt í lagi. Tela?'' Uglan leit á hana og gaf frá sér ánægjulegt væl, ‘'Það þýðir föt, bara svona svo þú vitir það…’'
núna hristi uglan hausinn og kroppaði í fjaðrirnar á sér,
''Hmm…Zia…það þýðir frænka,'' uglan leit á hana og hristi hausinn lítillega.
''Hvað með að heita Sera? Það þýðir kvöld…''loksins blakaði uglan vængjunum ánægjulega og gaf frá sér lágt, gleðilegt væl,
''Allt í lagi. Sera verður það!'' Roxanne tók ugluna úr búrinu og klappaði henni,
''Sera Estate skulum við kalla þig, svo þú hafir svona flott eftirnafn,'' hún brosti og kyssti ugluna létt á kollinn, ‘'Veistu, þá heitir þú Kvöld Sumar, eða kannski Sumarkvöld…ég veit ekki í hvaða röð Ítalarnir segja orðin…’'
Sera gaf frá sér lágt væl en flaug svo úr faðmi Roxanne og settist með nokkuð misheppnaðri lendingu á kommóðunni.
Ég veit, ég veit…ekki skjóta mig…ömurlegur kafli but deal with it, I'm no J.K. Rowling.
*Segjum bara að búðin heiti þetta…það er dálítið langt síðan ég las bækurnar svo ég sagði bara eitthvað…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*