Bara kápan. Barnaútgáfurnar eru þessar algengari, þ. e. með skemmtilegu myndunum af Harry og co framan á en fullorðinsútgáfurnar eru bara með myndum af hlutum sem tengjast söguþræðinum - á viskusteininum var t. d. mynd af rauðum steini framan á og á fanganum frá Azkaban var mynd af kastala úti á sjó, sem hefur væntanlega átt að vera Azkaban.
Ég held að þetta sé bara gert til þess að fullorðið fólk þurfi ekki að láta sjá sig að lesa barnabók, t. d. í strætó. Sem ég skil reyndar ekki, maður á ekkert að vera að skammast sín fyrir að lesa HP.
:)
Vona að þú hafir náð þessu.