Mér finnst eiginlega ekki hægt að velja aðrarhvorar bókmenntirnar hreint út. Það verður að bera þær saman.
Harry Potter bækurnar hafa þennan skemmtilega barnabóka-stíl sem að er alveg laust við í The Lord of the Rings. Harry Potter eru frábærlega vel skrifaðar en LOTR enn betur. Öll vinnan sem Tolkien lagði í að fullkomna hvert smáatriði í sambandi við söguna er aðdáunarverð og gerir það að verkum að maður hefur meiri áhuga á að grugga í uppruna hins og þessa í Middleearth-heiminum og maður getur alltaf komist að einhverju nýju. Hins vegar getur þetta líka verið galli þegar maður er að lesa bækurnar en ekki horfa á myndirnar. Tolkien var með svo mikið af bakgrunnsupplýsingum um heiminn sem hann vildi koma á framfæri til lesenda, að það getur verið langdregið og þreytandi að lesa bækurnar á köflum. Þar sem margar blaðsíður af flókinni, gamalli ensku fara í að lýsa einni hobbitaholu eða hálfar og heilar blaðsíður fara í lýsingu á klæðnaði.
Mér finnst LOTR nokkuð betri bækur, en Harry Potter e.t.v. aðeins skemmtilegri lesning.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'