Þetta með son og dóttir, ég held ekki að fólk hafi endilega heitið það, frekar verið það. John, son of Jack. => Jonh, sonur Jacks = Jonh Jacksson. Hann er Jónsson. Hún er Stefánsdóttir. Og franskan tróð sér inn í enskuna eftir að enska var orðin til sem tungumál. Þá þótti Frakkland fínast af öllu og þótti afar fínt að sletta á frönsku, eins og það þótti fínt að sletta á dönsku hér á landi. Og þannig festust ýmis frönsk orð í enskunni. Þótt þér finnist Melkorka hljóma íslenskt, þá er það langt frá því. Það þýðir ekki neitt :P
Mér finnst Godric hljóma mjög líklega en ég veit svosem ekkert um það. Ég veit ekki hvaðan það kemur.
Ok, nú er mig farið að langa í nafnafræði :D