Jæja…ég er búin að stytta nafnið í Myrki dauðinn úr Holly Cooper og myrki dauðinn vegna þess að þetta Cooper/Grover pirraði mig

9.kafli Hrollvekjandi hrekkjavaka

“Flýtið ykkur stelpur við verðum of seinar,” sagði Sarah og reyndi að greiða hárlubbann sem stóð út í loftið.
“Vertu róleg við höfum enn tíu mínútur til stefnu,” sagði Holly og reyndi að finna þurra og vel straujaða skikkju með tilsögn Söruh.
“Og þið eigið báðar eftir að klæða ykkur, ég á eftir að láta fléttur í okkur allar og galdra þær þannig þær lyftist og komu ljón út úr þeim,” æpti Sarah “þessi er fín.” Hún kastaði frá sér burstanum og byrjaði að flétta sig.
“Af hverju þarf þetta að vera svona mikið mál? Lisa og Gabrielle fóru bara,” stundi Cassandra og klæddi sig í skikkjuna sína.
“Elsku sultan mín þetta er hrekkjavakan, maður er fínn á hrekkjavökunni,” sagði Sarah og fór að flétta hana.
“Ekki muggar,” sagði Holly og klæddi sig. Cassandra kveinkaði sér.
“Muggar eru líka tregir, nákvæmari lýsing, humm…….þeir eru heimskir, súrsaðar gúrkur, vangefnir hrossashitar,” sagði Sarah og hnýtti slaufu.
Það liðu nokkrar sekúndur áður en hún áttaði sig og greip fyrir munninn. “Fyrirgefðu Holly, ég meinti það ekki svoleiðis, elsku skonsa.”
“Jamm ég trúi þér alveg vegna þess að ég er treg og vangefin og súrsuð og heimsk, og það var eitthvað eitt enn, en ég er of mikill hrossashitur til að muna það,” sagði Holly og reyndi að sýnast róleg þótt hún titraði af reiði.
“Æji Holly,” sagði Sarah og nálgaðist hana hægt meðan Cassandra sendi henni ert-þú-ekki-búin-að-gera-nóg-augnaráðið.
“Jájá…..ég meina þetta er satt, John er muggi og hann vildi ekki fara með í Skástræti vegna þess að þar eru engir galdrasprotar og töfrakústar, bara töfrasprotar og galdrakústar, mamma er líka muggi og henni finnst hún efni í óperusöngkonu þó hún sé verri en Sarah með hálsbólgu og ég hálfur muggi og ég er jafn treg og Sarah, nei annars, hún er tregari,” sagði Holly og brosti.
“Góð Holly,” sagði Cassandra og glotti.
“Jamm, komdu með burstann,” sagði Sarah og byrjaði að flétta hana. Þegar það var búið röðuðu þær sér upp milli speglanna og Sarah beindi sprotanum að fléttunum og þær stífnuðu út í loftið og út úr Hollyar fléttu kom ljónshaus, úr Söruh fléttu afturendi og úr Cassöndru fléttu miðjan sem stóð á Gryffindor. Því miður var Holly í miðjunni Sarah hægra megin og Cassandra vinstra megin svo þær þurftu aðeins að skipta um staði og svo var þetta pörfekt, þrjár bestu vinkonur á leið í veislu, það var alveg eins og Sarah hefði haldið kjafti, þó það væri virkilega ólíklegt.
Þegar þær komu inn í Stórasal göptu þær. Það var búið að skreyta salinn tígurlega. Ofan úr loftinu héngu fullt af graskerjaljóskerum.
“Vááá,” sagði Holly og starði upp í loftið en Sarah sagði henni að snúa beint fram til að ljónið væri flott.
Þegar allir voru sestir tók Dumbledore til máls
“Gleðilega hrekkjavökuhátíð,” hann breiddi út faðminn og skælbrosti. “Ég vil þakka Hagrid, prófessor McGonagall og prófessor Flitwick kærlega fyrir það hvernig þau gerðu Stóra salinn okkar að prúðbúnum hrekkjavöku matsal.” Hann þurrkaði sér um augun og brosti. “Þetta er hrein höll.” Hann fékk sér sæti og um leið brutust út mikill fagnaðarlæti við Gryffindor, Ravenclaw og Huffelpuff borðin en við Slytherinborðið var mikið pískrað og komið með andstyggilegar athugasemdir um alla í salnum, en þó mest Dumbledore.
“Höll….hhhu! Ef hann hefði komið heim til okkar mundi honum finnast annað, þetta er verra en skúffan sem húsálfurinn okkar sefur í.” Krakkarnir hlógu. “Hann ætti að prófa að koma til okkar og sjá.” Krakkarnir kinkuðu kolli. “Nei annars….hann myndi skemma allt. Stofan yrði ónýt bara við að fá hann inn. Jafnvel yrði húsálfsskúffan verri en hún er og hún er ekkert sérstök. Maður þarf ekkert að vera of góður við þá, þeir fara ekki frá manni.” Krakkarnir sprungu úr hlátri.
Við Gryffindorborðið sat Holly og fylgdist vel með fyrsta árs nema hópnum við Slytherinborðið. Hún sá ekki hver það var sem talaði þó hún hefði ákveðinn grun. Þegar feiti strákurinn hallaði sér aftur sá hún það. Hún hafði haft rétt fyrir sér, vatnsgreidda, ljósa hárið og forljótt bolabítsandlitið. Jessica Malfoy.
“Tja…hún er alla vegna ljótari en húsálfurinn sinn,” sagði Holly.
“Hver?”spurði Cassandra.
“Bolabítsstelpan.” Þær hlógu.
“Já og sjáið stelpurnar þarna. Þetta eru verst gerðu fléttur sem ég hef séð, og ljónið…þetta er hörmung.” Jessica hélt áfram. “Þessi staður er löngu farinn á hausinn. Afi sagði alltaf að Dumbledore væri það versta sem hefur komið fyrir Hogwarts. Ef pabbi heyrði það sem hann segði eða sægji flétturnar þyrfti að flytja hann á sankti Mungó, hann myndi fá hjartaáfall.” Krakkarnir kinkuðu kolli. “En þau hafa víst ekki efni á öðru. Afi var vanur að segja að Weasley fjölskyldan átti fleiri börn en þau hefðu efni á. Hann hafði rétt fyrir sér. Pabbi Weasley stelpunnar sem er núna í skólanum á 6 systkin. Öll forljót, með þetta rauða hár…maður heldur að það sé kviknað í. En samt erfði hún ekki flókann eftir þau….mamma hennar er víst blóðníðingur.” Það fór kliður um hópinn og varirnar á Söruh herptust saman. “En það er ekki það versta, hún lætur eins og hún sé best….ohh, ég er er Sarah Wealsey, það er kviknað í hárinu á mér og ég er með svo fallegan blóðníðingsflóka og nú ætla ég a flétta þig svo þú þurfir að skammast þín og…” hún komst ekki lengra því Holly stóð upp og öskraði yfir salinn,
“Það er mjög lítill munur á þér og Söruh nema þú þykist vera best, en Sarah þarf ekkert að þykjast, hún er best! B-E-S-T! BEST!!! Skilurðu?” Hún sá að krakkar á Huffelpuff og Ravenclaw borðunum snéru sig úr hálsliðnum til að glápa á hana og Snape hafði sullað yfir sig öli. Dumbledore stóð upp og sagði lágt en ákveðið
“Fröken Grover fáðu þér sæti, fröken Weasley gáðu hvort einhver hefur vasaklút fyrir þig og Jessica Malfoy og Holly Grover, komið með mér upp á skrifstofu eftir Hrekkjavökuna.” Hann settist.
“Shitta fokka feita belja….hvað var þetta eiginlega?” spurði Sarah og glápti á Holly eins og hún væri heimskasta fyrirbæri á jörð.
“Sannleikurinn,”sagði Holly og nagaði hárlokk sem hafði gleymst að láta með í fléttuna.
“Þú ert vangefin,” sagði Sarah og glotti.
“Bíddu eru ekki bestu vinkonur alltaf eins? Hélstu að þetta væri einhver undantekning eða?” sagði Holly og fékk sér meira á diskinn.
“Hver er ég þá? Jessica Malfoy eða hvað?”spurði Cassandra og þóttist vera móðguð. “Ég meina það, þið ættuð að fara í heilaskoðun!”
“Nei, þú ert Cassandra Boot, viltu betri lýsingu? Jæja þá kynni ég fyrir þér dockor Söruh Weasley,” sagði Holly og klappaði lágt.
“Humm….má ég sjá,” sagði Sarah og lyfti hendinni á Cassöndru upp. “Frekar vangefin en ekki mjög….samt nóg til að hanga með vangefnari og vangefnastri.” Holly setti upp hugsi svip eins og hún væri að reyna að átta sig á því hvort hún væri. “Lítil notkun orðsins sulta veldur heilatruflunum…já, það er þá komið, eða nei, veistu um einhvern stað sem selur heilaskoðun ódýrt?” spurði Sarah og setti upp fake bros. Cassandra hristi hausinn í hláturskasti. “Okey, það verða 26 sikkur.”
“Gjörðu svo vel,” sagði hún og sló sprotanum sínum í höndina á henni þannig að gervihundaskítur birtist.
“Æji takk,” sagði Sarah og skellti honum í hárið á henni, “en ég verð að fá greiðslu í peningum.”
“Okey, Holly borgar.” Hún glotti.
“Ha nei, borgaðu þetta bara sjálf,” sagði Holly fúl.
“Þín hugmynd, þínir peningar,” sagði Cassandra og blikkaði hana.
“Nei, hvað segiði um að Sarah dockor verði að Sarah fríi dockor?” sagði Sarah og glotti.
“Nei, hún borgar,” sögðu þær samtímis og bentu á hvor aðra.
“Já, hún borgar,” sagði Sarah og færði hendurnar þannig þær bentu á hana sjálfa.
Áður en þeim gafst tími til að mótmæla gekk grasker inní salinn. Það gekk upp að kennaraborðinu og hneigði sig fyrir Harry. Harry glotti og fór með því út úr salnum.
“Hvað í fjandanum var þetta?” spurði Holly.
“Ég veit ekki, ég sá smá rautt hár í augnarifunni, gæti verið pabbi,” sagði Sarah. “Ég skil samt ekki af hverju Harry varð svona á svipinn. Kannski ætla þeir að gera einhvern hrekkjavökuhrell, þeir eru nefnilega svo barnalegir á hrekkjavökunni. Seinast settu þeir festaslím-bestalím í rúmið hjá mömmu og Ginny þannig að þær myndu ekki stoppa þá í að gera hrekk ef þeim dytti eitthvað í hug og þeir föttuðu ekki að þeir voru búnir að hrekkja þær fyrr en mamma sendi mig niður með öskrara og….”
Restin heyrðist ekki fyrir ópum sem fylltu salinn. Holly sá að allir horfðu á dyrnar og flestir frosnir á svipinn. Hún leit líka til dyra. Í dyrunum stóðu eitthvað um sextán menn, allir með hettu með augnrifum þannig að þeir voru óþekkjanlegir. Þeir voru allir klæddir svörtum síðum skikkjum og héltu sprotanum í viðbragðsstöðu.
Holly leit á langborðið og sá að Dumbledore gef skipanir út um annað munnvikið. Það komst bara ein hugsun að í höfðinu á henni: Hvað er að gerast? Hún snéri sér að Söruh
“Hvað er að gerast?”
“Dráparar,” sagði Sarah lágt, “þess vegna var Harry svona í morgun.”
“Ha?” sagði Holly og fylgdi þeim eftir með augunum.
“Þegiðu, ég ætla heyra í þeim,” hvæsti Sarah.
Drápararnir staðnæmdust fyrir framan Dumbledore. Holly horfði á alla kennarana. Það kom henni á óvart hvað margir tóku þessu rólega. Nokkrir hvísluðust á, aðrir horfðu á dráparana, en langflestir töluðu við spegilmynd sína.
Eftir stutta þögn leit einn þeirra á Dumbledore og sagði með djúpri röddu,
“Hinn myrki herra vill eiga við þig orð.”
“Er það? Viltu þá gera mér greiða og biðja hann að hitta mig á skrifstofunni minni eftir Hrekkjavökuna, ég er nefnilega upptekinn núna og það veit Trevor.”
“Hinn myrki herra hefur sent eftir þér. Komdu nú.” Það mátti heyra óþolinmæði í röddinni.
“Hefur Voldermort”(nokkrir skræktu) “sent eftir mér? Jæja. Þá verð ég því miður að afþakka boðið, en ég get boðið honum til mín á skrifstofuna mína á eftir. Jæja?Hvað heldurðu að Voldermort finnist um það? Er það í lagi?”
Dráparinn var orðlaus. Holly gapti, hvað var í gangi. Þá gekk einn drápari aftarlega úr hópnum að kennaraborðinu og reif spegil af konu með gormahár sem skrækti. Hann leit í spegilinn og sagði ógnvekjandi með frönskum hreim
“Tvístefnuspegill. Gáfað Dumbledore, en ekki nóg. Nú kemur þú með okkur.” Hann beindi sprotanum að Dumbledore. “Rænu….”
“Hemill.” McGonagall hafði sett sprotann í viðbragðstöðu. Flestir kennararnir fóru að dæmi hennar.
Fremsti dráparinn beindi sprotanum að Dumbledore og sagði “Avada Ke…”
“Rænulaus.” Harry hafði hlaupið inn í salinn. Það var ekki sjón að sjá hann, gleraugun sátu skökk á nefinu, brotin, skikkjan hans var rifin og hárið stóð út í loftið.
Drápararnir snéru sér við og var augljóslega brugðið. Á meðan notuðu kennararnir sem voru ekki í sjokki tækifærið og skutu bölvunum á dráparana. Holly leit á nemendurna í kringum sig, alls staðar var fólk stjarft. Nokkrir fyrsta árs nemar við Huffelpuff-borðið voru fallnir í yfirlið.
Hún leit á Dumbledore sem skaut bölvunum allt í kringum sig. McGonagall, Flitwick og fleiri kennarar líka. Snape sat kyrr og glotti, fölsku glotti.
Loks öskraði McGonagall “Allir skulu snúa tafarlaust inná sína vist og vera þar þangað til önnur skipun berst. Umsjónarmenn, þið berið ábyrgð á yngri nemunum.”
Holly hljóp til Daniels Creevey, umsjónarmanns Gryffindor með restina af fyrsta og annars árs nemunum á hælunum. Hún sá að hinn umsjónarmaðurinn var lagður af stað með alla þriðja og fjórða árs nemana. Hún kramdist næstum á leiðinni út því allir tróðust, nema Slytherin.
Þegar hún var komin út úr salnum mætti henni ráfandi grasker. Það leit á hana gegnum augnrifurnar og eitt augnablik horfðust þau í augu, svo tók graskerið á rás út.
Holly stóð kyrr, hún hugsaði um augun, hún var viss um að hafa séð þau áður.
Það var gripið í öxl hennar og henni snúið hratt við. Það var Daniel Creevey.
“Ertu að gera þér leik að því að hlusta ekki stelpa? Ég er búinn að kalla þrisvar í þig, komdu þér nú af stað.”
Hún leit í kringum sig, það voru allir farnir nema Gryffindornemarnir sem störðu á hana og biðu. Hún roðnaði og leit undan. Hljóp svo til Söruh og Cassöndru, bað þær að gera sig ósýnilega. Þær glottu og skiptust á augnatillitum þegar Holly beygði sig bak við þær þegar einn annars árs nemi leit á hana. Svo fóru þær upp með hópnum og því miður fyrir Holly skellti Daniel henni fremst í röðina þannig hún heyrði örugglega, svo allir gátu glápið úr sér augun.

ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!
ÁLIT!!!!!!!!!