Hérna er ein kenning sem ég ætla að setja fram… ætli Harry sé afkomandi Godrics Gryffindor?? Ég meina foreldrar hans bjuggu í Godrics Hollow, eins og nafnið ber með sér, þá hefur Gryffindor væntanlega búið þar einhvern tíma… Svo er þetta með sverðið, Harry dró sverðið útúr hattinum og gat það vegna þess að hann er sannur Gryffindor íbúi. Gæti það ekki verið merki um einhver ættartengsl??
Við vitum ekkert um föðurætt Harrys það hefur ekkert verið látið uppi. Við vitum að Petunia er sennilega skvibbi, svo það hafa vænatnlega verið einhverjir galdramenn í ætt Evans þó að Lyli væri kannski fyrsta manneskjan gædd göldrum í nokkrar kynslóðir…
Kannski var Harry ætlað að berjast gegn Voldemort vegna þess að hann gæti verið síðasti afkomandi Gryffindors. Ég meina það meikar sens vegna þess að Voldemort er síðasti afkomandi Slytherins og eins og við vitum voru Slytherin og Gryffindor svarnir óvinir eftir rifrildi þeirra um hert inntökuskiyrði í Hogwarts…
Spádómurinn segir að Harry hafi styrk sem Voldemort hafi ekki og gæti það kannski verið eitthvað sem karlmenn í Potter ættinni hafa erft kynslóða á milli en ekki getað notfært sér það…
Rowling gaf í skyn í 5. bókinni að styrkurinn sem Harry er með sé ást en ef það er eitthvað annað. Hétu kannski Potterarnir Gryffindor en þurftu að leyna nafni sínu vegna ofsókna myrku aflanna? Hver veit??
Dumbledore veit allt um Harry og veit að öllum líkindum hvaða öfl Harry hefur til þess að hjálpa sér. Dumbledore er kannski hræddur um að það verði Harry um megn að vita sannleikan?
Þetta eru allt spurningar sem mig langar að fá svör við…
Hvað finnst ykkur? Meikar þetta engan sens?