Lord of the rings?
Rowling kveðst aldrei hafa lesið lord of the rings, þannig séð, en ég veit það ekki.
Það er margt sem minnir á Lord of the Rings í bókunum um Harry Potter. Einfaldasta skýringin er að Tolkien skapaði nýja bókmenntategun sem inniheldur einfalda hetjufrásögn þar sem hið illa eða svikna eða falska er búið að ná völdum í heiminum- Fantasíubókmenntir.
Munurinn á Sauron og Voldemort var að Sauron var alltaf æðstur. Það var enginn beint sem var öflugri en hann. Ekki einu sinni Elrond. Ekki einu sinni Gandalf eða Saruman. Sauron endurspeglar í raun og veru alla veikleika mannkyns: Völd, ást og dauða. ÞAð er bara ein leið til að drepa hann og það er að kasta hringnum í Dómsdyngju, og hefur sú leið verið þekkt alveg frá bardaga Síðasta Bandalagsins (the last Alliance).
Voldemort er veikur. Hann getur ekki hreyft sig, hann getur ekki séð allt og fundið allt eins og Sauron. Sauron var stórt auga sem sáeins langt og auga hans eygði. Voldemort hafði lítið annað en röddina og fyrri frama (hehe… one hit wonder:P… the second hit always ends… BAD!), en það minnir okkur á Saruman, sem missti alla sína krafta þegar Gandalf kom aftur en gat stjórnað herum með röddinni sinni og valdi sem hann þóttist hafa (sbr. Hitler).
Þetta eru báðir fallnir þegar sagan gerist og hægt og bítandi vinna þeir sig aftur upp á toppinn. eitt skref í einu.
Fantasíu bókmenntir eru alltaf keimlíkar og þú finnur nánast alltaf eitthvað sem er óvart tengt við næstu sögu og þar frameftir götunum en það er ekki nema von. Rithöfundur sem hefur aldrei lesið neitt getur aldrei skrifað neitt. Rithöfundur sem semur fantasíu bókmenntir les það sem er til og vinnur sig síðan út frá því. Þess vegna byggjast fantasíu bókmenntir upp á vondum kalli og hetjunni sem þarf að kljást viðvonda kallinn. Ef það er ekki þannig eða eitthvað svipað/keimlíkt, þá flokkast það yfirleitt ekki undir fantasíubókmenntir:P