tjaa, hvellfætlurnar voru ekki með brynvörn úr járni minnir mig :oS.
Auk þess eru þetta dýr, það er allt öðruvísi að galdra dýr heldur en dauðan hlut.
Ef við lítum bara að drekana, þá geturu ekki notað hemilgaldurinn á hann því hann er of öflugur, ekki af því að hann er með brynvörn úr járni :o) (nema að maður sé það góður galdramaður og nógu margir saman)
Þannig að það hlýtur að vera hægt að galdra byssukúlu þó hún sé úr járn/blýi. Ég held að það sé bara speglunin sem gerir það að verkum að það er ekki hægt að galdra skeppnuna á brynjunni, það endurkastast.
Eitt dæmi sambandi við hraðann:
Í fimmtu bókinni þegar Voldemort er að láta sig hverfa aftur og aftur í ‘einvígi’ við Dumbledore, það var hratt, en samt náði Dumbledore að hitta hann…æ, slæmt dæmi en samt..
Þannig ég held að byssukúla sé ekki neitt neitt fyrir fullorðin galdramann…vá hvað þetta minnir mann á Matrix :oS…stoppa byssukúlu í miðju lofti, újé.
Svo gæti þeir líka verið með eitthvað svona ‘varúðar’ kerfi í heilanum þannig að þeir finna svona á sér einhvernvegin…
En vá, ég er búin að tala mikið, þetta er allavega svona það sem ég held um þetta :o)
Vatn er gott