Eftirfarandi eru staðreyndir um sjöttu bókina komnar beint frá J.K.Rowling og var safnað saman úr óteljandi samtölum af netinu og af heimasíðu Rowlings. Allt hér fyrir neðan hefur verið staðfest af Rowling. Ég fann þessar staðreyndir á síðu sem kallast www.mugglenet.com og þýddi þær yfir á íslensku svo auðveldara yrði fyrir ykkur lesendur góðir að skilja þær. Ég vil taka það fram að þessar staðreyndir eru spoilerar.
Almennar upplýsingar.
Útgáfudagur: 16.júli 2005.
Lengd: Bloomsburry hefur upplýst að bókin muni verða “aðeins styttri” en Fönixreglan.
Kaflarnir: 31.október 2004 opnuðust dyrnar á heimasíðu Rowlings í þriðja skiptið og Jo gaf upp nöfnin á þremur köflum sem munu verða í hálf blóðuga prinsinum. Nöfnin voru:
Annar kafli: Spinners End.
Sjötti kafli: Draco’s Detour.
Fjórtándi kafli: Felix Felicisad.
Aðrar upplýsingar: 16.ágúst opnuðust dyrnar á heimasíðu Rowlings og gáfu okkur eftirfarandi part úr bók 6, sem lýsir hálfblóðuga prinsinum:
(Hann) líktist gömlu ljóni. Það voru gráar rendur í gulbrúnu hárinu á honum og í loðnum augabrúnunum; hann var með hvössleit gul augu á bakvið gleraugu með víra umgjörð og hafði fremur virðulegt fas þrátt fyrir að hann væri smá haltur.
Ýmsar staðreyndir um bókina.
• Harry mun yfirgefa Privet Drive snemma aftur, en útaf “mun ánægjulegri” ástæðu en í bók 5.
• Kafla 1.í bók 6 átti upphaflega að nota snemma í bók 1 kannski fáum við nákvæmari frásögn um hvað gerðist nóttina sem foreldrar Harry voru drepnir.
• Hvorki Harry né Voldemort (meðtalin Tom Riddle) eru Hálfblóðugi prinsinn.
• Artúr Weasley verður ekki nýji Galdramálaráðherran.
• Þegar bókum 6 og 7 líkur “þá munuð þið hafa alla þá forsögu sem þið þurfið” segir JK Rowling svo að bók um forsöguna mun ekki verða nauðsynleg.
• Það mun verða nýr Galdramálaráðherra, Hr Fudge verður úr sögunni.
• Við munum fá að vita hvað gerðist við Gráp hálf bróður Hagrids. Það mun verða mun auðveldara að hafa hemil á honum í bók 6.
• Dursley fjölskyldan er í næstu bók, en dvöl Harrys hjá þeim mun verða sú stysta hingað til. Í bók 5 var hann hjá þeim í 4 vikur, svo við vitum að dvöl hans hjá þeim mun verða styttri en 4 vikur.
• Cho Chang mun ekki hafa rómantískan áhuga á Harry í bók 6, hinsvegar mun verða “smá rómantík”hjá Harry segir JK.
• Í bókum 6 og 7 munum við finna út nákvæmlega afhverju JK drap Sirius.
• Harry mun verða enn öflugari í bók 6.
• Í bókum 6 og 7 munum við fá að vita af hverju Dumledore treystir Snape.
• Okkur verður sagt hvað kom fyrir Ormshala það er að segja Peter Pettigrew.
• Meira mun koma um fjandskapinn milli Snapes og Siriusar í seinustu tveimur bókunum.
• JK segir að það að gefa upp form boggans og form verndarans hjá Snape segi of mikið. Við munum fá að vita hver sé versti ótti Snapes og að það verður mikilvægt.
• Hermione og Draco munu EKKI byrja saman hvorki í bók 6 né bók 7.
• Koma mun í ljós nákvæmlega hvað Dudley sá þegar hann leit á Vitsugunar.
• Ástæðan fyrir því afhverju Voldemort og Harry dóu ekki báðir þegar Voldemort reyndi að drepa Harry mun verða ljóstrað upp.
• Það mun sjást meira af Narcissu Malfoy móður Dracos, nú þegar Lucius er upptekin.
• Við munum læra meira um örið hans Harry í seinustu tveimur bókunum.
• Vala væluskjóð kemur aftur á sjónasviðið, einnig Tonks.
• Sagt verður meira um uppruna Voldemorts, til að hjálpa okkur að skilja afhverju hann er svo vondur.
• Muggarnir byrja að taka eftir “meiru og meiru af skrýtnum” atvikum í bók 6, segir JK.
• Galdraheimurinn á í raunverulegu stríði í bók 6.
• Harry segir bestu vinum sínum frá spádómnum eftir að hann áttar sig á honum.
• Við fáum að vita meira um ættingja Harrys, þar á meðal fáum við að vita meira um ömmur hans og afa ( þó JK segi að þau skipti ekki máli í sögunni).
• Koma mun í ljós hvað varð að mótorhjóli Siriusar.
• Bók 6 mun verða styttri en bók 5 (eða allavega er JK 99% viss um það en vill ekki sverja það við líf barna sinna).
• Það verða ekki fleiri þjóðerni af börnum í Hogwarts. Hogwart er breskur skóli, og JK segir að það að bæta við fleiri þjóðernum sé ekki í áætlunum hennar.
• Á meðan á viðtali stóð, þegar JK varð spurð að því í hvaða herbergi í Hogwarts hún mundi vilja vera í, í eina klukkustund, sagði hún að það mundi vera í herbergi sem Harry hefði verið í áður, en veit ekki að það er mikilvægt (þetta gæti hafa gerst í bók 5, en það er ekki víst).
• Það er mjög mikilvægt í söguþræðinum að Harry er með alveg eins augu og móðir sín og að sprotinn hennar var góður til að gera galdra með.
• Á meðan á viðtali stóð spurði blaðamaður Rowling að því hvort Harry ætti eftir að eignast dreka sem gæludýr. Þetta er það sem hún sagði: “Þú getur ekki tamið dreka hvað sem Hagrid heldur. Það er hreinlega ómögulegt. Svo nei. Harry er með meira vit en svo. Það getur verið að hann eigi eftir að eiga annað gæludýr í framtíðinni, en í bili, ætla ég ekki að segja meira”.(Þetta gæti átt að vera Grágoggur, en öruggt þykir að við getum átt von á fleiri gæludýrum).
• Í sama viðtali, spurði blaðamaður JK hvort Harry hefði einhvertíman notað netið, og þetta er það sem hún hafði að segja: “Nei. Þau(Dursley fjölskyldan) leyfa honum ekki að koma nálægt tölvunni hans Dudleys, og Dudley er sá eini sem á tölvu. Þau lemja hann ef hann kemur of nálægt lyklaborðinu. Svo svarið mundi vera nei. Ég nota það mikið, en ekki Harry. Galdramenn hafa í raun ekki þörf fyrir að fara á netið. Þeir hafa jafnvel enn betri aðferð við að finna út hvað sé að gerast í heiminum, sem ég held að sé miklu skemmtilegri en netið, en ég ætla að þegja yfir þessu.”
• Valið á milli þess sem er rétt og þess sem er auðvelt verður mikið í söguþræðinum í seinustu tveimur árunum hans Harrys í Hogwarts.
• Störf foreldra Harrys verða stór partur af söguþræðinum.
• Eitthvað RISASTÓRT verður fært í dagsljósið um Lily Potter.
Þá er þessum staðreyndum lokið. Ég vil bæta því við að ég treysti mér ekki til að þýða nöfnin á köflunum og að það eru nokkrir hlutir sem ég gat ekki þýtt eða þýddi vitlaust og ég vil bara biðjast afsökunar á því fyrirfram. Ég er því miður ekki alveg 100% á enskunni og mig vantaði bækurnar við þýðinguna. Ég vona bara að þið hafið notið lestursins og vil þakka ykkur fyrir að nenna að lesa þetta.
Kveðja Catium.
Heimsyfirráð, súkkulaði og Harry Potter.